Saga - 1955, Blaðsíða 112
188
hin eftir alþingi. Á prestastefnunni í júnímán-
uði hafði verið gert allt eða flestallt, sem gera
þurfti, og var því engin skynsamleg ástæða til
að halda aðra svo skömmu síðar, enda er henn-
ar hvergi getið í samtímaheimildum eða öðr-
um sjálfstæðum gögnum. Er því óhætt að hafna
gersamlega þeirri tilgátu, að Jón biskup hafi
farið nokkra ferð til Skálholts eftir alþingi
1548.
í tveimur öðrum samtímaheimildum er
minnzt á þessa herforystu Daða í Skálholti. í
bannfæringarbréfi Jóns biskups yfir Daða 2.
jan. 1549 stendur þessi klausa: „1 fyrstu grein,
að hann (þ. e. Daði) var flokksforingi með
stjórn og styrking með þeim hermannaflokki,
sem stóð með vopnum og verjum í kirkjugarð-
inum í Skálholti í almennilegri prestastefnu og
hindraði mig, svo að ég mátti ekki inn ganga
í kirkjuna eður kirkjugarðinn að gjöra þar
biskuplegt embætti, sem eg tilbauð mig og eg
var til skyldur að lögum".1)
í annan stað segir í skýrslu Daða um skipti
þeirra Jóns biskups, að um haustið 1549, er
þeir bræður, síra Björn og Ari, höfðu hand-
tekið Martein biskup og síra Árna Arnórsson
í Hítardal og komu í Snóksdal, hafi þeir skrif-
að Daða heim þangað, að eg skylda nú
sækja þá upp yfir túnið og þeim lægi nú meir
á en þá eg hafði verið fyrir hermannaflokki
í Skálholti og varið sínum föður, biskup Jóni,
dómkirkjuna þar, svo hann hefði ekki mátt
hreinsa hana af þeirri vonzlegri saurgan, sem
henni hefði 1 langa tíma gjörð verið ókristilega.
D ísl. fbrs. XI, 684.