Saga - 1955, Blaðsíða 46
122
ið að skoða nú, líkneski, sem Gísli biskup Odds-
son nefndi litla lögmann,77) en í seinni vísitazí-
um fram á 18. öld, unz það hverfur, er nefnt
líkneski Þorkels Geitissonar. Væntanlega er átt
við Þorkel Geitisson í Krossavík.
Á fyrra hluta 19. aldar virðist minningin um
hinar fornu trékirkjur hafa fyrnzt. Þar við bæt-
ist, að Valþjófsstaðarhurðin var þá eina skorna
hurðin, sem til var frá fornu fari í Austfjörð-
um, og líklega sú eina í öllu landinu eftir því,
sem ég kemst næst. Þó höfðu þær verið til í
kirkjum samkvæmt vísitazíunum og það meira
að segja í Ási í Fellum fram um miðja 18. öld
í næsta nágrenni Valþjófsstaðar. Á 17. og 18.
öld þótti Valþjófsstaðarhurðin merkileg fyrir
vænleika sakir, og því var hún skilgreind sem
stór og sterk. Eftirtektarvert er það, að jafn-
glöggur athugandi og Sveinn Pálsson, er sá
hurðina árið 1794, skyldi ekki geta skurðarins,
heldur einvörðungu hurðarhringsins, og taldi
hann nauðalíkan þeim, er sat í kirkjuhurðinni
á Stafafelli.78) Sá hringur er nú í Þjóðminja-
safni.
Það er átakanlegt að athuga, hversu mikil
og ör hnignun átti sér stað á 18. öld í varðveizlu
fornra kirkjugripa. Þá fyrst á hið mikla mynda-
brot siðskiptanna sér stað, og er það vafalítið
afleiðing heittrúarstefnunnar. Þá fyrst heimta
prófastar og biskupar í burt úr kirkjunum hina
og þessa pápístiska gripi eins og líkneski Þor-
kels Geitissonar á Hofi. En skynsemistrúar-
stefnan verður ekki til að bæta þar um, því hún
sópaði öllu gömlu drasli í burt, eða ásetti sér
það. Væri hægt að segja frá mörgum grátleg-
um sögum um meðferð gamalla og merkra gripa