Saga


Saga - 1955, Page 22

Saga - 1955, Page 22
98 sagt, að hún hafði verið gerð árið 984, „en hon stóð, þá er Bótólfr byskup var at Hólum, svá at ekki var at gert útan at torfum“.42) Bótólfur var biskup á árabilinu 1238—46. Nú er það eigi ljóst, hvort kirkjan í Ási hafi verið úr tré. Hafi hún verið úr torfi að einhverju leyti, þá eru ein 260 ár góður vottur um prýðilega endingu. Ör- uggt merki um trékirkju finnst t. d. í Sturlungu, þar sem sagt er frá kirkjubruna í Laufási, er Guðmundur Arason var 8 vetra eða um árið 1167.43) Svo var hún endurreist sem trékirkja, hvort sem svo hafi verið áður eður ei, því í frá- sögninni af drápi Hildibrands Þórðarsonar Laufæsings um haustið 1198 í Laufási segir svo: „Hildibrandr komst at kirkju ok gat fengit stoðina, ok slitu þeir hann af stoðinni, ok síðan vá Sölvi hann.“ 44) Stoðin er nefnd í frásögn- inni til þess að benda á að Hildibrandur hefði átt að geta notið kirkj ugriðanna, þar sem hann nær taki á hluta hússins, þótt hann kæmist ekki inn í kirkjuna. Við torfhús þarf engar stoðir, heldur eingöngu tréhús. Af frásögn Sturlungu af bardaganum að Breiðabólstað í Fljótshlíð hinn 17. júní 1221 er og svo að sjá, að þar hafi þá verið trékirkja.45) Það er auðséð af þessu lauslega yfirliti, að menn hafa getað reist traust og vönduð hús til forna. Æskilegt hefði samt verið að rekja með fullum gögnum og sönnun- um byggingasögu Laufáss- eða Breiðabólstaðar- kirkju, en það virðist ekki hægt. Einkum hefði það verið mikilsvert atriði í sambandi við dyra- stafi þá tvo frá Laufási, sem enn eru til, varð- veittir í Þjóðminjasafni. Þeir eru samt ekki eldri en frá árinu 1258, því þá brennur Laufáss- kirkja í annað sinn, samkvæmt heimildum.46)
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.