Saga - 1993, Side 287
RITFREGNIR
285
Ritgerð Jóns Viðars er mjög fróðleg og byggist á víðtækum lestri heimilda.
En svo virðist sem hann leggi allar heimildir að jöfnu, hvort sem um er að
ræða Grrígrís, Sturlungu, Hómilnibökiim eða Islendingasögur. Frásögn Egils
sögu af Agli Skalla-Grímssyni ellihrumum og auðmýktum eykur listrænt
gildi hennar, en hún þarf ekki þar fyrir að vera heimild um ævikjör gamal-
menna á þjóðveldisöld.
I greininni „Sauðafell. Um leiðir og völd í Dölum við lok þjóðveldis" setur
Helgi Þorláksson fram þá kenningu, að Sturla Sighvatsson hafi valið Sauða-
fell til búsetu vegna þess, að bærinn lá nálægt þjóðbraut. Af því má álykta,
að samgöngur hafi verið farnar að skipta höfuðmáli í pólitískri baráttu um
1200. Um leið fara nýir tímar í hönd, þegar smágoðar hverfa, en í stað þeirra
koma stórgoðar, sem ráða einir á tilteknum svæðum. Helgi hefur áður feng-
ist við svipað efni í bók sinni Gamlar götur og goðavald, sem fjallar um höfuð-
bólið Odda og samgönguleiðir í Rangárþingi. Helgi er hugmyndaríkur í
rannsóknum sínum og leitar hér sem oft áður á vit annarra fræðigreina eins
og jarðfræði, landafræði, byggðarsögu og örnefnafræði.
Byggðarsaga var viðfangsefni Björns Teitssonar í fyrirlestri, sem hann hélt
fyrir nokkrum árum, en birtir hér nokkuð aukinn og endurbættan. Björn rifj-
ar upp sögu norrænna eyðibýlarannsókna um tímabilið 1300-1600, en þær
fóru að mestu fram á árunum 1969-80 og skýrir frá helstu niðurstöðum þeirra.
Tryggvi Gíslason er með nýstárlegar hugleiðingar um merkingu orðsins
hörgur í örnefninu Hörgárdalur. Hann vill ekki taka undir þá fullyrðingu, að
dalurinn dragi nafn af heiðnum blótstöðum (hörgum), heldur leitar skýring-
ar í sérstakri lögun fjalla í Hörgárdal og vísar til orðsifjafræði og svipaðra ör-
nefna í Noregi.
Tvær greinar fjalla um bókmenntasögu. I annarri þeirra, „En norsk klerk
fast for de 400 aar forleden", kemur Böðvar Guðmundsson dálítið við kaunin
á þjóðarstolti Islendinga, þegar hann dregur í efa, að rétt sé að kalla alla þá
menn íslenska, sem skrifuðu bækur á fornri tíð og tekur dæmi af Orkneyinga
sögu. I hinni greininni spyr Kolbrún Haraldsdóttir: „Hvenær var Egils saga
rituð?" Hún rekur tilgátur fræðimanna um þetta efni allt frá 19. öld og tekur
afstöðu til þeirra, en hallast helst að því, sem Jónas Kristjánsson hefur áður
haldið fram, að Egils saga muni vera elst íslendingasagna og hugsanlega
tengiliður milli þeirra og konungasagna.
Að síðustu vil ég fara orðum um ritgerð Más Jónssonar, „Sautján konur.
Forboðnir liðir í kristinrétti Árna Þorlákssonar 1275". Hún er, að mér sýnist,
rækileg frumrannsókn, og vitnar Már í ýmis höfuðrit, sem vísast eru á fárra
manna vitorði hér á landi, eins og Patrologia latina, Monumenta Germaniae
Historica og Decretum Magistri Gratiani. Meginviðfangsefni hans var að finna
fýrirmynd þeirra sautján kvenna, sem taldar eru upp í ákvæði kristinréttar
Arna biskups um forboðnar samfarir. Hann rekur fyrst slóðina aftur til Gula-
þingslaga eldri, fer síðan víða um í tíma og rúmi og kemst að þeirri nið-
urstöðu, að höfundar Gulaþingslaga hafi að líkindum haft 18. kafla 3. Móse-
bókar til viðmiðunar, en unnið að öðru leyti sjálfstætt verk. Ákvæði kristin-
réttar gekk aftur í Stóradómi, en refsingar voru þá hertar, og gilti fram á 18.
öld.