Ný saga - 01.01.1989, Qupperneq 28

Ný saga - 01.01.1989, Qupperneq 28
Guðmundur J. Guðmundsson Sennilega hefur þessi kirkjunnar maður bæði verið bannfærður og misst stöðu sína líkt og sumir klerkar á tímum Árna biskups I þriðja lagi höfðu kirkjuhöfðingjarnir verulegar tekjur af barneignarbrotum undirmanna sinna. En ef prestar lentu í illdeilum við biskupa, þá var flest það tínt til sem nota mátti gegn hinum brotlega. að hefðu allir klerkar fylgt út í hörgul boðum kirkjunnar þá hefðu biskupsstólarnir orðið af töluverðum fjármunum. Þegar Jón Arason skipaði Ólaf Hjaltason prófast milli Vatns- dalsár, Vatnsskarðs og Hrauns á Skaga og „almennilegan" dóm- ara í þeim málum sem undir kirkjuna heyrðu, þá undanskildi hann þau mál er vörðuðu presta og frillur þeirra og verð- ur ekki betur séð en biskup liafi ætla að halda þeim fyrir sig.32 Vera má að honum hafi verið það skylt samkvæmt reglum kirkjunnar. Nokkrar heimildir hafa varðveist um þær sektir sem prestar þurftu að greiða vegna barneignarbrota. í skipan Eilífs frá árinu 1320 eru sektir ákveðnar fjórar merkur fyrir höfuðklerka en tvær merkur fyrir kapellána og djákna.33 Árið 1482 greiddi síra Þorkell Bjarnason Magnúsi biskupi í Skálholti jörðina Eyjar í Breið- dal í sekt m.a. vegna barneign- arbrota og í minnisbók Stefáns biskups Jónssonar frá árinu 1495 stendur eftirfarandi: „Síra Jón í Bæ skyldugur. 6 vetra gamlan uxa fyrir barnssekt. Item síra ísólfur skyldugur fyrir barnssekt."34 í flestum tilfellum gerðu biskuparnir ekki annað en inn- heimta tilskyldar sektir ef prest- ar brutu skírlífisheit sitt. Á þessu voru þó undantekningar ef prestar lentu í illdeilum við biskupa. Þá var flest það tínt til sem nota mátti gegn hinum brotlega klerki. Svo var t.d. um Þorvald prófast Helgason, sem í fyrstu var stuðnings- maður Árna Þorlákssonar í staðamálum en snerist gegn honum. Þorvaldur var vand- ræðamaður í fjármálum en biskup lét það kyrrt liggja þar til deilur hófust milli þeirra. Þá var ásamt ýmsum öðrum brotum dreginn fram í dagsljósið frillu- lifnaður hans með Valgerði Gunnarsdóttur.35 Þegar deilur þeirra Laurentíusar Kálfssonar og Jörundar Hólabiskups voru í hámarki greip Laurentíus m.a. til þess ráðs að ganga í kirkju og lesa yfir hausamótunum á biskupi vegna hegðunar frænd- kvenna hans Böðvarsdætra, en þær munu hafa hagað sér afar illa, ef marka má sögu Laurent- íusar. Einnig skammaðist Laur- entíus yfir ýmis konar hórdómi og frændsemisspellum sem hann segir að hafi liðist á biskupsstólnum.36 Frá árinu 1479 höfum við svipað dæmi. Þá dæmdu 12 prestar síra Einar Benediktsson fyrir að hafa ekki haldið eiða sína við Ólaf biskup er hann tók við Grenjaðarstað. Meðal þess sem þeir deildu um voru tekjur af laxveiði, en einn þeirra eiða sem síra Einar átti að hafa rofið snerti frilluhald.37 Einnig var síra Þórður í Hítardal kærður fyrir frillulifnað ásamt mörgu öðru, svo sem áflog við annan prest og illyrði. Hann átti fimm börn frilluborin og tók aðeins aflausn fyrir síðasta barnið. Nokkru síðar dæmdi svo presta- dómur síra Þórð frá kjóli og kalli og í bann fallinn38 Ýmis fleiri dæmi mætti nefna en ég læt hér staðar numið, enda er svo mikið víst að þrátt fyrir stór orð og ströng heit finnast þess engin dæmi í ís- lenskum heimildum að biskup- ar hafl gert nokkrar þær ráðstaf- anir sem máli skiptu til að hamla gegn frilluhaldi presta. Frá Noregi höfúm við hins veg- ar dæmi um að biskupar hafi heldur betur tekið til hendinni, svo sem þeir Björgvinjarbiskup- ar Árni og Hákon á fyrri hluta 14. aldar. Árið 1308 hótaði t.d. Árni biskup nokkrum prest- um banni og embættismissi ef þeir segðu ekki skilið við frillur sínar. Auk þess setti hann einn prest af fyrir sömu sakir39 Árið 1338 gerði Hákon Björgvinjar- biskup rassíu og svipti einn prest beneficium fyrir frillulifn- að. Skömmu síðar gaf hann öðrum presti fimm daga frest til að losa sig við frillu sína. Sá hlýddi ekki og þá setti biskup hann af og skipaði honum að koma snarlega á sinn fund.40 Vel má vera að eitthvað annað hafi legið að baki aðgerðum þeirra Árna og Hákonar en ein- tóm umhyggja fyrir sálarlegum velfarnaði klerka sinna, en ekki finn ég neinar heimildir um það. Þessi dæmi sýna okkur að íslenskir prestar voru langt í frá einir um að halda frillur. Þetta var þvert á móti almennur siður á Norðurlöndunum, en þetta 26
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Ný saga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.