Ný saga - 01.01.1989, Síða 30

Ný saga - 01.01.1989, Síða 30
Guðmundur J. Guðmundsson Frá árinu 1450 eru einnig til heimildir um barneignir klaust- urfólks. Árið áður hafði Njáll ábóti á Helgafelli bannsett bróður Pál Ólafsson fýrir margskonar mótþróa við sig og barneignir. Ekki er ljóst hvort barneignirnar hafa verið settar þarna með öðru til að gera sekt Páls sem mesta eða hvort það hafa í raun og veru verið þær sem málið snerist um. Mál þetta reyndist allflókið því Björn ríki Þorleifsson fór fram á það við Gottskálk biskup að hann veitti Páli lausn fyrir brot sín, sem hann og gerði því að hann vissi ekki um bann Njáls ábóta. Gott- skálk varð að afturkalla lausn sína því hann gat ekki leyst bann annars kirkjuhöfðingja.48 Barneignir klausturfólks kom- ust einnig á dagskrá árið 1488. Árið áður hafði síra Eirík- ur Eiríksson prestur á Grenjað- arstað komið til Ólafs Hólabisk- ups og sagt munka á Munka- þverá hafa kosið sig ábóta. Eiríkur varsettur í 12 mánuði til reynslu, þótt biskupi litist ekki vel á hann til starfans. Eiríkur grét og lofaði góðri hegðan, en á jólum kom hann með reglu- klæðin og baðst ábótavígslu og jafnframt aflausnar fyrir barn- eignarbrot sem honum hafði orðið á í millitíðinni. Ólafi biskupi fannst þá nóg komið og setti annan mann í embættið. Nokkru síðar stakk síra Eiríkur af úr landi með Þjóðverjum/'9 Yngstu dæmin af þessu tagi sem ég fann eru annars vegar frá árinu 1539, en þá setti Jón Arason biskup bróður Jóni Sæmundssyni ýmsar skriftir fyr- ir barneignir með Eingilröð Sigurðardóttur. Jón hafði áður brotið af sér á sama hátt.50 Hins vegar er frásögn annála af því að Helgi Höskuldsson síðasti ábóti á Þingeyrum hafi orðið að fara þrisvar á fund páfa vegna barneignarbrota.51 NIÐURST ÖÐUR Langt fram á 13. öld var það al- mennur siður hér á landi að prestar væru kvæntir og töldu þeir sig hafa fyrir því leyfi frá kirkjulegum yfirvöldum. Um og eftir miðja 13. öld útrýmdu kirkjuyfirvöld þessum sið, en þá tóku flestir prestanna sér frillur. Kirkjuhöfðingjar litu yfirleitt framhjá þessu og veittu aflausn- ir fýrir barneignarbrot þegar um þær var beðið og menn leystu sig annað hvort með fé eða skriftum. Sektargjöld presta vegna barneignarbrota hafa áreiðanlega verið dágóð búbót fyrir biskupsembættin. Það er því án efa sannleikskorn í því fólgið sem segir í Söguþætti um Skálholtsbiskupa að prestar hafi margir hverjir orðið fegnir sið- breytingunni og því að geta kvænst í stað þess að þurfa að borga biskupi tvö til þrjú hundruð fyrir hverja barn- eign.52 Skírlífsbrot kirkjunnar manna hafa því ekki verið litin mjög alvarlegum augum og ekki talin ýkja saknæm ein sér. Hins vegar voru þau jafnan dregin fram í dagsljósið ef klerkar lentu í deilum við biskup og voru þá óspart notuð. Svipaða sögu er að segja af skírlífisbrotum klausturfólks, sem þó hafa tvímælalaust verið fátíðari en samskonar brot ann- arra kirkjunnar þjóna, þó ekki væri nema vegna þess að klausturfólk var einangraðra frá umheiminum en aðrir starfs- menn kirkjunnar. Ekki voru þó skriftirnar mjög harðar þó þær hafi verið eitthvað strangari en hjá almennum klerkum og heimildir benda til að fram- kvæmdin hafi verið upp og ofan. Eiríkur grét og lofaði góðri hegðan, en á jólum kom hann með regluklæðin og baðst ábótavígslu og jafn- framt aflausnar fyrir barneignarbrot. Sektargjöld presta vegna barneignarbrota hafa áreiðanlega verið dágóð búbót fyrir biskupsembættin. TILVÍSANIR 1 Dictionary of the Middle Ages III. New York 1983 bls. 215-218. Kultur- historisk Leksikon II, 2. útg. Viborg 1980 bls. 545-48. 2 Hér er hugtakið kynferðisafbrot not- að í mjög víðri merkingu um allt það sem kapólska kirkjan á miðöldum taldi kynferðisafbrot þ.e.a.s. allt frá svívirðilegustu kynferðisafbrotum til kynmaka utan hjónabands. 3 Biskupa sögur I. Kaupmannahöfn 1856 bls. 93. 4 Biskupa sögur II. Kaupmannahöfn 1878 bls. 13. 5 Bps. 1 bls. 157 og 230. 6 Bps. 1 bls. 233- 7 Diplomatarium lslandicum I (ís- lenskt fornbréfasafn) bls. 598-99; Sturlungasaga II. Reykjavík 1946. Sjá 5. og 7. ættaskrá. 8 Bps. I bls. 807, 828 og 832. 9 D.I. II bls. 214. 10 Bps. I bls. 286. 11 Bps. I bls. 284-86. 12 D.I. II bls. 557. 13 Sturlunga saga II bls. 137. 14 Bps. I bls. 418 og 433. 15 Maríusaga I. Christiania 1868 bls. 119-20. 16 Bps. I bls. 451-55. 17 D.I. I bls. 517-18 og 206. Sjá ennfrem- ur Kulturbistorisk leksikon II bls. 545-48. 18 Bps. I bls. 682-83. 19 D.I. I bls. 598-601. 20 Bps. I bls. 695-96. 21 D.I. II bls. 37-42 og 130-38. 22 D.I. II bls. 193. 23 D.I. II bls. 500, 706-7 og 820; D.I III bls. 94 og 615. 24 D.l. IV bls. 413-14. 25 D.I. XI bls. 786. 26 Bps. I bls. 849. 27 D.I. IX bls. 19-20. 28 D.I. III bls. 676-78. 29 D.I. IX bls. 658-59 og 682-84. Hér er að sjálfsögðu átt við stórt hundrað eða 120. 30 D.I. II bls 628. 31 D.I. III bls. 687. 32 D.l. IX bls. 421. 33 D.I. II bls. 500. 34 D.I. VI bls. 445 og D.I. VII bls. 286. 35 Bps. I bls. 767 og 777. 36 Bps. I bls. 816. 37 D.I. VI bls. 193-95. 38 D.I. IX bls. 510-11, 530-32. 39 Diplomatarium Norvegicum III (Norskt fornbréfasafn) bls. 81, 88-9; D.N. IV bls. 77. 40 D.N. IX bls. 127-29. 41 D.I. X bls. 633. 42 D.N. IX bls. 39 og D.N. VII bls. 20. 43 D.I. X bls. 157 og 634. 44 D.l. bls. 499. 45 D.I. IV bls. 497. 46 D.l. IV bis. 456-458. 47 D.I. bls. 497. 48 D.I. V bls. 46-48. 49 D.I. V bls. 633-634, 677. 50 D.I. bls. 416-417. 51 Annálar I. Reykjavík 1922 bls. 140. 52 Bps. II bls. 250. 28
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Ný saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.