Ný saga - 01.01.1989, Blaðsíða 38
Már Jónsson
dæmið er eiður Hallveigar Nik-
ulásdóttur að Þingskálum 26.
september 1597: „Til þess legg-
ur þú hönd á helga bók og svo
skýtur þú þínu máli til Guðs að
þú hefur ekkert líkamlegt
sambland haft við nokkurn
mann hvorki lífs né dauðan á
þinni ævi annan en við Sigurð
Guðnason og hann er svo sann-
ur faðir að þessum þínum syni
Jóni sem þú ert holdleg móðir
og að svo stöfuðum eiði sé þér
Guð hollur sem þú satt segir,
gramur ef þú lýgur.“ Eiðarnir
líkjast hverjir öðrum, eru ýmist
í fýrstu eða annarri persónu og
nefna nafn föður og barns.8
Vegna Stóradóms
hófu yfirvöld að ganga
fast eftir því að konur
lýstu feður að börnum
sínum.
KONUR URÐU
AÐ FEÐRA
Höfundar Stóradóms frá 1564
gerðu ekki ráð íyrir því að
nokkur vandi væri að feðra
börn sem komu undir og fædd-
ust utan hjónabands. Þeir kröfð-
ust þess eins að brotin sann-
prófuðust með opinberum
verkum, skilríkum vitnum
eða „viljanlegri og lostugri
óneyddri meðkenning og við-
göngu“ foreldranna.9 Þess verð-
ur ekki vart að hætta hafi verið
talin á því að kona kynni að
neita að feðra barn sitt eða lýst-
ur faðir að synja áburði móður-
innar. Ákvæði Kristniréttar Árna
Þorlákssonar frá 1275 hefur
þótt duga: „Sá skal faðir vera að
barni sem móðir segir á
hendur, nema hann færist und-
an með lýrittareiði ef það sýnist
biskupi eða hans umboðs-
manni réttlega vera mega með
skynsamra manna ráði.“ Léki
grunur á því að náinn skyldleiki
eða mægðir væru með manni
og móður barnsins varð hann
að synja fyrir með tylftareiði.
Væri maðurinn dauður átti það
að standa sem móðir sagði á
sæng og bar yfirsetukonum að
sanna það með henni. Konur
sem alls ekki vildu segja til fað-
ernis voru sekar biskupi um
þrjár merkur, en barnið átti að
fylgja móður og taka rétt eftir
móðurafa sínum. í kaþólskri tíð
gátu konur því komist upp með
að lýsa ekki föður.10
Róttækasta breytingin sem
Stóridómur hafði í för með sér
var að fólk sem var náið að
skyldleika eða mægðum og
eignaðist börn átti að missa
lífið. Fyrir vikið hófu yfirvöld að
ganga fast eftir því að konur
lýstu feður að börnum sínum
og hert var á viðurlögum við
því að feðra ekki börn. Á alþingi
árið 1576 var sektarákvæði
Kristniréttar ítrekað og því bætt
við að hefðu konur ekki fé
skyldu þær dæmast „útlægar af
héraðinu, þar til sannprófast
um hver barnið á með þeim.“
Tveimur árum síðar ályktuðu
lögmenn og lögrétta að „þær
konur sem ekki vilja segja til
feðra barna sinna séu réttteknar
undir þvílíka refsing sem dóm-
ur dæmir eftir atvikum hverja
kynning þær hafa hver í sínu
héraði." Hnykkt var á útlegð-
arákvæðinu á alþingi 1603 og
ákveðið að konur skyldu fara úr
fjórðungi, en „hérað“ í sam-
þykktinni frá 1575 gat jafnt átt
við sýslu og fjórðung. Þær sem
ekki treystu sér til þess að fara
vegna veikinda eða annarra for-
falla skyldu hýddar „hvert ár svo
lengi sem þær lifa.“n
Undir lok aldarinnar voru af-
skipti kirkjunnar skilgreind.
Oddur biskup Einarsson tók
frumkvæðið árið 1594. Á al-
þingi baðst hann dóms á nokkr-
um greinum, meðal annars um
þá konu „sem ekki vill segja til
faðernis." Leikmenn og prestar
samþykktu það sem hann lagði
til. Þremurárum síðar var sams-
konar ályktun gerð á presta-
stefnu Hólabiskupsdæmis.
Ákvæði kennimanna voru á þá
leið að neitaði kona að segja til
faðernis átti sóknarprestur að
áminna hana þrisvar að segja
sannleikann. Héldi hún fast við
neitunina næsta hálfa árið átti
prestur að leita ráða hjá prófasti
og biskupi og síðan bannsetja
hana af predikunarstóli. Sæi
hún enn ekki að sér skyldi ver-
aldlegt yfirvald taka til hend-
inni, sekta konuna eða hýða fyr-
ir þvermóðskuna og reka hana
úr fjórðungi.12
Með þessum samþykktum
var kornið á fót tvöföldu eftirliti
með feðrun barna. Væri kona
ekki fús til að nefna föður áttu
prestar að gera hvað þeir gátu
með áminningum og banni, en
vísa málinu til sýslumanna yrði
þeim ekki ágengt. Sýslumenn
máttu hýða þessar konur og
flæma þær í burt. Á fyrsta aldar-
fjórðungi 17. aldar voru síðan
boðuð nýmæli og enn harðari
viðurlög.
ÞÓRDÍSARMÁL OG
PRINSINS BRÉF
Vorið 1608 hófust málaferli
sem líklegt er að hafi vakið at-
hygli um allt land.13 í apríl sór
Þórdís Halldórsdóttir að Sól-
heimum í Sæmundarhlíð eið
fyrir samræði við alla karlmenn
lifandi og dauða. Slíkir eiðar
voru alvanalegir á þessum árum
þegar stúlkur urðu fyrir orð-
rómi um að þær ættu vingott
við karla. Frá árslokum 1599 til
ársbyrjunar 1612 sóru til að
mynda tíu stúlkur í Rangárvalla-
sýslu eitthvað á þá leið „að ég
hef aldrei líkamlega lostasemi
drýgt við nokkurn mann, hvorki
lífs né dauðan."14 Þórdís varð
hins vegar uppvís að meinsæri
þegar hún fæddi barn fimm
mánuðum eftir eiðinn og glæp-
ur hennar varð ennþá meiri
þegar hún neitaði að feðra
barnið. Þess í stað fullyrti hún
að hún hefði aldrei verið við
karlmann kennd. Þá þegar hef-
ur leikið grunur á því að mágur
hennar Tómas Böðvarsson
bóndi að Sólheimum ætti
barnið. Jón lögmaður Sigurðs-
son hafði Þórdísi með sér á al-
þingi 1609. Þar voru menn
ráðalausir og treystu sér ekki til
að fallast á boð Tómasar um að
sverja tylftareið fyrir barnið.
Herluf Daa höfuðsmaður vísaði
málinu aftur til héraðs og lofaði
að útvega konungsbréf um mál
sem þessi. Á alþingi sumarið
1612 gaf hann út bréf í eigin
36