Ný saga - 01.01.1989, Side 69

Ný saga - 01.01.1989, Side 69
SKIKKJA SKÍRLÍFISINS kvæmlega. Sum kvæði sem ekki eru fabliaux að okkar skilningi segjast svo vera, og auk lai eru nöfn eins og chamon („söngur"), conte („frásögn"), aventure („ævintýri"), eða dit („kvæði") höfð um kvæði sem bókmenntafræðingar nútímans telja tvímælalaust til fabliau- kvæða. Hinn kunni franski bók- menntafræðingur Joseph Bédi- er sagði að fabliau væri „gaman- söm frásögn í bundnu máli“, og e.t.v. kemst það næst eðli þeirra.11 Gamansemin sem Bédier nefnir er yfirleitt gróf, jafnvel klúr, og stíll kvæðanna tvímæla- laust „andhæverskur." Aðal- persónurnar eru oftast „þorpar- ar,“ þ.e. bændur, handverks- menn og stundum kaupmenn, en prestar og stúdentar koma einnig oft við sögu, einkum í hlutverki elskhuga. Því hefúr verið lialdið fram að fabliau-kvæðin hafi endur- speglað smekk hinnar ófínu Hákon konungur gamli Hákonarson vildi innleiða góða og riddaralega siði í ríki sitt og lét því þýða og semja ýmsar riddarasögur í því skyni. millistéttar, sem þá var í örum vexti. Þannig talar Bédier t.d. um fabliaux sem „kveðskap litla mannsins", „kveðskap torgsins“ andstætt „kveðskap hallarinnar".12 En burtséð frá grimmdinni og kláminu, kven- fjandseminni og óhæverskum persónum og athöfnum, er eng- in ástæða til að ætla að fabliau- kvæðin liafi ekki höfðað til sama áheyrendahóps og ridd- arakvæðin. Þannig má segja að fabliaux hafi verið nokkurs konar „bakhlið" hæverskra bók- mennta, að þau eigi uppruna sinn að einhverju leyti í þeim skrauthvörfum sem einkenna hæverskan stíl riddarabók- menntanna. í raun eru framhjá- hald og ofbeldi aðaluppistaða í hæverskri ást og riddara- mennsku, og það má líta á þá mynd sem dregin er upp af konum í fabliau-kvæðunum, sem lostafullum og svikulum, sem óhjákvæmileg viðbrögð við hinni yfirgengilegu aðdáun kvenna sem tíðkaðist í hæversk- um bókmenntum.13 Þótt stílfar kvæðisins Le man- tel mautaillié sé ekki eins gróft og í flestum fabliau-kvæðum, og það fjalli um hefðarfólk en ekki bændur eða ribbalda, þá á kvæðið sameiginlegt með fabli- aw-kvæðunum þessa löngun til að draga athygli að þeim mót- sögnum sem einkenndu hinar háleitu hugsjónir riddara- samfélagsins. Kvæðið Le mantel mautaillié er með öðrum orð- um skopstæling, vissulega hæ- verskari skopstæling en fabli- ww-kvæðin, en skopstæling engu að síður. NORSKA HIRÐIN KLÆÐIST FRANSKRI SKIKKJU í formálanum að Möttuls sögu segir að hún hafl verið þýdd að undirlagi Hákonar gamla, og er hún því ein þeirra sagna sem tengdar eru nafni hans.14 Al- mennt er talið að Hákon hafi viljað innleiða góða siði og riddaralega lifnaðarháttu í Nor- eg í líkingu við það sem tíðkað- ist við hirðir sunnar í Evrópu, og að sögurnar hafi verið liður í þeirri áætlun; hann hafi ætlað þær mönnum sínum frekar til eftirbreytni en skemmtunar, til að uppfræða hirðina um hug- sjónir og siðvenjur, ytri búnað og viðhafnarreglur riddara- mennskunnar.15 Sé þetta rétt, þá gæti virst einkennilegt að Möttuls saga skuli hafa orðið fyrir valinu, þar sem kóngurinn og hirðmenn hans eru ekki beinlínis til fyrirmyndar í þeirri sögu. Þó er a.m.k. ein hlið norrænu þýðingarinnar sem bendir til þess að sagan hafi haft hug- myndafræðilegt gildi: lýsing sjálfs konungsins. Þótt sögurnar snúist um Artús, er það óvenju- legt að hann sé sjálfur í sviðs- ljósinu. Hann er það t.d. ekki í rómönsum Chrétiens, en í þýð- ingununt er honurn fengið stærra lilutverk. Skýrt dænti unt þetta er hinn langi og mærðar- fulli formáli sem á sér enga hliðstæðu í franska kvæðinu en bætt er framan við Möttuls sögu.16 Artús konungur var hinn frægasti höfðingi að hvers konar frækleik og alls konar drengskap og kurteisi með fullkomnu huggæði og vin- sælasta mildileik, svo að full- komlega varð eigi frægari og vinsælli höfðingi um hans daga í heiminum. Var hann hinn vaskasti að vopnum, hinn mildasti að gjöfum, blíð- asti í orðum, hagráðasti í ráðagjörðum, hinn góðgjarn- asti í miskunnsemd, hinn sið- ugasti í góðum meðferðum, hinn tigulegasti í öllum kon- unglegum stjórnum, guð- hræddur í verkum, mjúklynd- ur góðum, harður illum, mis- kunnsamur þurftugum, beini- samur bjóðöndum, svo full- kominn í öllum höfðingskap, að engin inngirnd né öfund var með honum, og enginn kunni að telja lofsfullri tungu virðulegan göfugleik og sæmd ríkis hans (bls.251).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.