Ný saga - 01.01.1989, Síða 76
Matthew James Driscoll
ætlaðar til skemmtunar. Má
vera að siðferðisástand hafi ver-
ið í lakara lagi á fimmtándu öld,
en ólíklegt er að verk á borð
við Skikkjurímur hafi bætt það.
Ekki má heldur gleyma því að
rímurnar eru ortar þó nokkru
fyrir tíma lútherskrar siðvendni.
Lexían sem hnýtt er aftan við
frásögnina er aðeins til mála-
mynda. Hér stendur eftir verk
sem fellur enn að fyrrgreindri
skilgreiningu Bédiers, þ.e. gam-
ansöm frásögn í bundnu máli.
Hins vegar gegna bókmenntir -
og ekki síður afþreyingarbók-
menntir — alltaf ákveðnu hlut-
verki í samfélaginu sem semur
þær og les. Við höfum hér fylgst
með því hvernig það hlutverk
breyttist á norðurferð frásagn-
arinnar af skikkjunni. Á íslandi
fann fólk í rímunum, sem og í
riddarasögum, undankomuleið
frá amstri hversdagsins inn í
heim glæsimennsku og gjörvi-
leika, en eitt einkenni frásagnar
af þessu tagi, hvort sem um er
að ræða Dinnssögu eða Dallas,
er einmitt að þær gerast aldrei
meðal þess hóps sem neytir
þeirra. Þó má segja að nokkur
lexía sé fólgin í rímunum því í
þeim kemur vel fram hvernig
afþreyingarbókmenntir móta
afstöðu manna, t.a.m. gagnvart
konum. Og hláturinn, sem hef-
ur vafalaust ætíð fylgt sögunni
tryggir að lexían renni ljúflega
niður.
TILVÍSANIR
1. Sjá Finnur Sigmundsson, Rímnatal
II, Rvk. 1966, bls. 189-190.
2. Almennt um Skikkjurímur, sjá Andrés
Björnsson, „Um Skikkjurímur',
Skímir CXXI (1947), bls. 171-184.
Marianne Kalinke fjallar einnig um
Skikkjurímur í King Artbur North by
Northwest, Kh. 1981, bls. 216-19-
3. Hér er um að ræða F.rex sögu, þýð-
ingu á Erec et Enide, Ivens sögu, þýð-
ingu á Yvain, eða Le chevalier au
lion, og Parcevals sögu, sem ásamt
Valvens þœtti er þýðing á Perceval,
eða Le conte du graal. Þannig voru
allar helstu sögur Chrétiens þýddar á
norrænu nema sagan af Lancelot, Le
chevalier de la charrette, en ýmislegt
bendir til að sú saga hafi einnig verið
þekkt hérlendis á miðöldum. (Sbr.
Marianne Kalinke, 1981, bls.99).
4. Sjá Sverrir Tómasson, „Hvenær var
Tristrams sögu snúið?“, Gripla II
(1977), bls. 47-78.
5- Gott yfirlit yfir þetta efni er í Mari-
anne Kalinke, 1981 og P.M. Mitchell,
„Scandinavian Literature", Arthurian
Literature in the Middle Ages, Ed., R.S.
Loomis, Oxford, 1959.
6. Bæði kvæðin voru gefin út af Philip
E. Bennett: Mantel et Cor■ Deux lais
du douziéme siécle, Exeter, 1975.
7. Sjá Rachel Bromwich, Trioedd Ynys
Prydein. The Welsh Triads, 1961, bls.
242.
8. Sjá R.S. Loomis, Arthurian Tradition
and Cbrétien de Troyes, 1949, bls. 98
og E. Hoepffner, „The Breton Lais“,
Arthurian Literature in the Middle
Ages, Ed. Loomis, Oxford 1959.
9. Marianne Kalinke góðfúslega lánaði
mér innganginn að útgáfu sinni á
Möttuls sögu, sem þá var í handriti.
Kann ég henni bestu þakkir fyrir.
10. Sjá Ernest Hoepffner, „The Breton
Lais“, í Loomis, 1959, bls. 112-121.
11. Joseph Bédier, Les Fabliaux. Etudes
de littérature populaire et d’histoire
littéraire du moyen age, 5. útg. París,
1928, bls. 30.
12. Sami, bls. 31.
13. Þessi kenning er að mestu leyti runn-
in frá Per Nykrog, Les Fabliaux: Et-
ude dhistoire littéraire et de stylisti-
que médiévale, Khöfn, 1957. Almennt
um kenningar Nykrogs og Bédier, sjá
Charles Muscatine, The Old French
Fabliattx, New Haven, 1986, bls. 24-
46.
14. Hákon Hákonarson ríkti í Noregi frá
1217-1263. f for- eða eftirmálum að
Tristrams sögu, ívens sögu, Elis sögu
ok Rósamundu og Strengleikum, auk
Möttuls sögu, segir að þær hafi líka
verið skrifaðar fyrir Hákon. Þótt ekki
sé víst að þær hafi allar verið þýddar
að undirlagi hans bendir þó margt til
þess að bókmenntir af þessu tagi hafi
lifað góðu lífi við hirð hans. Sjágrein
Sverris Tómassonar, 1977.
15. Sjá td. H.G. Leach, Angevin Britain
and Scandinavia, Cambridge
(Mass), 1921, bls. 153- Breski bók-
menntafræðingurinn Geraldine
Barnes hefur nýlega fjallað um þetta
efni í grein í Arthurian Literalure VII
(1987): .Arthurian Chivalry in Old
Norse". bls. 50-102.
16. Allar tilvísanir í Möttuls sögu eru í
útg. Bjarna Vilhjálmssonar, Riddara-
sögur I, Rvk. 1953. Sagan var einnig
gefin út af Gustaf Cederschiöld, Vers-
ions Nordiques du fabliau franqais
Le tnantel mautaillié, Lund 1877, og
Gísla Brynjólfssyni, Saga af Tristam
og ísönd samt Möltuls saga, Khöfn,
1878. Útgáfa Marianne Kalinke er
væntanleg frá Árnastofnun í Khöfn á
þessu ári.
17. M. Kalinke, 1981, bls. 30.
18. Sjá Barnes, tilv.rit., bls. 100.
19. Konungs skuggsjd. Speculum regale,
Finnur Jónsson gaf út, Khöfn, 1920,
bls. 185.
20. Sjá Ólafur I lalldórsson, Kollsbók,
Rvk, 1968, bls. xxxv.xxxvi.
21. Finnur Jónsson, Rímnasafn II,
Kh.1913-22, bls. 327-353. Tilvísanir
hér á eftir eru í útg. Finns, en staf-
setning er færð til nútímahorfs.
22. Þriðja handritið er pappírshandrit
4to nr. 15 í Konungsbókhlöðunni í
Stokkhólmi. Þessi texti er töluvert
frábrugðinn hinum tveim, m.a. er
vísuröðin öll önnur auk þess sem
rímurnar enda skyndilega eftir 61.
vísu þriðju rímu. Svo virðist sem hér
sé um að ræða texta úr munnlegri
geymd og gæti samanburður á þess-
um texta og hinum tveimur varpað
nánara Ijósi á það að hve miklu leyti
og á hvaða hátt rímnakveðskapur var
munnlegur.
23. Einnig mætti skilja barð sem „skegg".
Dæmi eru um slíkt í Eddukvæðum,
svo og I Snorra-Eddu („Skegg heitir
barð“), en ekki er vitað til að orðið
hafi haft þá merkingu svo seint sem á
15. öld. Heildarmerkingin er hvort
sem er hin sama nema etv. mun gróf-
ari.
24. Um þetta fjallar Henry Kratz, „The
Vocabulary of Paganism in the Heil-
agra Manna Sögur", Workshop
Papers, The Sixth Intemational Saga
Conference, Helsingjaeyri, 1985, bls.
640-41.
25. Um slíkar eignarfallsumritanir sjá
Davíð Erlingsson, „Blómað mál I
rímum", Studia Islandica 33 (1975).
74