Íslenzk tunga - 01.01.1965, Page 109

Íslenzk tunga - 01.01.1965, Page 109
ÚR FÓRUM ORÐABÓKARINNAR V 107 sem bendir lil þess að hann hafi einhvern latínulærdóm hlotið; hafi hann í skóla verið kemur Skálholtsskóli frekast til greina, en eins mætti hann hafa notið einkakennslu, og væri þá líklegast að ein- hverjir frændur hans hefðu kennt honum, en meðal þeirra voru prestar lærðir í Skálholti. Bjarni og Stefán nota háðir orðið dóni í svipaðri merkingu, um ómenntaða menn og einfalda, og kemur það vel heim við þá notkun menntamanna sem Jón frá Grunnavík lýsir og algengust var fram á 19. öld. Hjá Guðmundi Bergþórssyni hefur orðið aftur á móti almennari niðrandi merkingu, en hann var ekki skólagenginn, og notkun hans á orðinu hendir til þess að það hafi þá þegar verið komið út fyrir þröngan hring skólagenginna manna og um leið fengið víðari merk- ingu. Enn má henda á að Guðmundur Andrésson, sem gekk í Hólaskóla, þekkir að vísu Corydon, notað sem skammaryrði, en hann notar ekki orðið dóni í sömu merkingu; af því mætti ef til vill ætla að þessi íslenzkun orðsins hafi ekki tíðkazt á Hólum á skólaárum hans. Sama er að segja um samtímamann Guðmundar, sr. Jón Þórðarson (1616—89), sem og mun hafa verið Hólamaður; shr. 8. nmgr. hér á undan. 011 rök hníga þannig að því að Jón Grunnvíkingur hafi skýrt uppruna orðsins rétt: að það sé dregið af Corydon og upprunnið í Skálholtsskóla. Sé svo, hefur arfsögnin um uppruna orðsins varð- veitzt fram á daga Páls Melsteðs í Bessastaðaskóla, eða í tvær aldir. Sýnilegt er að orðið dóni hefur verið orðið nokkuð algengt á dögum Jóns frá Grunnavík. Hann tilfærir samsetningarnar dónaleg- ur, dónaskapur og sögnina að dónast og dónast áfram ‘hegða sér durgslega, þjösnast áfram’. Þetta eru elztu dæmi um samsetningar og afleiðingar af þessum stofni, en síðar verða þær fjölmargar. Á 19. öld kemur upp gælumyndin dónsi (sbr. tilvitnunina úr Pilti og stúlku hér að framan), en hún kemur fyrir nokkrum sinnum á síð- ari helmingi aldarinnar. í lok 19. aldar hverfur hin þrönga merking skólamanna úr orðinu dóni, og um leið verður almennari merkingin
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Íslenzk tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenzk tunga
https://timarit.is/publication/852

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.