Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1956, Page 27
Tveir arkitektar.
1. Frank Lloyd Wright.
Ef gera ætti skrá yfir merkustu núlifandi arkitekta,
er hér um bil víst að Frank Lloyd Wright yrði þar
efstur á blaði. Áhrif þessa manns á nútima byggingar-
list eru svo margþætt og torrakin, að óhugsandi er
að gera því skil í stuttu máli. Þessara áhrifa gætir
ekki einungis í Evrópu og Ameríku, heldur og um
Austurlönd, svo sem Indland og Japan.
Starfsferill Frank Lloyd Wrights er orðinn furðu
langur. Hann er fæddur í Wisconsinríki í Banda-
rikjunum 8. júní 1869. Stundaði hann verkfræði við
Wisconsinháskóla 1881—1884 og tók þegar að iðka
verkfræði- og byggingarlistarstörf að námi loknu.
Kynntist hann þá samlanda sínum John Sullivan, sem
var einn af merkustu húsameisturum sinnar tiðar og
vann F. L. W. hjá honum í nokkur ár. Starfstíma
þennan telur Wright hinn dýrmætasta undirbúning
undir lífsstarf sitt, en John Sullivan meistara sinn og
læriföður. Fjarri fer þvi þó, að F. L. W. stældi John
Sullivan i útfærslu verkefna sinna á nokkurn hátt,
enda skapgerð Wrights svo sérstæð og einstaklings-
kennd hans svo sterk, að hann gat raunar aldrei verið
neitt annað en hann sjálfur.
Byggingarlistin hefur jafnan átt við nokkra reim-
leika að stríða. Þar hefur löngum eitt og annað verið
á sveimi frá liðnum tíma, sem segja mætti að ekki
ætti heima i breyttum kringumstæðum og ólikum
byggingarefnum samtíðarinnar. Þessi fastheldni er þó
skiljanleg. Hún stafar af hlýhug til gamalla minninga
og á þannig skoðað sinn rétt. En hún er ekki alltaf
jafn skynsamleg og henni hættir stundum til að
steinrenna og verða fjötur um fót.
(25)