Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1956, Page 38
prófastur í Kjalarnesprófastsdæmi. 14. maí var sr.
Sigurður Lárusson, prestur í Stykkishólmi, skipaður
prófastur í Snæfellsnesprófastsdæmi. 14. mai var
Þorkell Jóhannesson prófessor kjörinn rektor Háskóla
íslands frá 1. sept. 1954 til 1. sept. 1957. 15. mai var
ungfrú Anna Stephensen skipuð attaché við sendiráð
ísl. í Khöfn. 31. maí var sr. Gísli Kolbeins skipaður
sóknarprestur í Melstaðarprestakalli, V.-Hún. 31. mai
var sr. Magnús Guðmundss. skipaður sóknarprestur
í Setbergsprestakalii, Snæf. 31. maí var Örn Friðrikss.
cand. theol. skipaður sóknarprestur í Skútustaða-
prestakalli, S.-Þing. 1. júní var Hannes Jónss. félagsfr.
skipaður fulltrúi í félagsmálaráðuneytinu. 13. júní
var Björn Magnúss. prófessor kjörinn stórtemplar.
19. júní var Bjarni Sigurðss. cand. theol. skipaður
sóknarprestur i Mosfellsprestakalli, Kjósars. 19. júni
var Óskar Finnbogason cand. theol. skipaður sóknar-
prestur í Staðarhraunsprestakalli, Mýras. 21. júní var
sr. Ingimar Ingimarss. skipaður sóknarprestur í Rauf-
arhafnarprestakalli, N.-Þing. 22. júni var Theódór B.
Lindal hæstaréttarlögm. skipaður prófessor í lögfræði
við Háskóla íslands. 28. júlí var Eirikur Benedikz
skipaður sendiráðunautur við sendiráð ísl. í London.
3. ág. var L. La Rocca skipaður aðalræðism. ísl. i
.Rómaborg. 24. ág. var Guðjón Guðnason skipaður
héraðslæknir í Höfðahéraði. 7. ág. var Þórður Eyjólfs-
son kjörinn forseti Hæstaréttar frá 1. sept. 1954 til
jafnlengdar 1955. 7. ág. var Magnús Gislas. skipaður
námsstjóri gagnfræðastigsins. 17. sept. var I. Giæver
Krogh skipaður aðalræðism. ísl. i Osló. 17. sept. var
L. Jansen skipaður vararæðism. Isl. í Bremerhaven.
24. sept. var Brynleifur Tobíasson yfirkennari skip-
aður áfengisvarnaráðunautur ríkisins. 24. sept. var
G. A. Seeber skipaður ræðism. ísl. í Mílanó (áður
vararæðism.). 7. sept. tók Þór Sandholt við skóla-
stjórastörfum við Iðnskólann í Rvik af Helga H.
Eiríkssyni. 1. okt. var Þórir Kr. Þórðarson skipaður
(36)