Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1956, Page 82
Gyðu, sem fórst í mynni Arnarfjarðar með allri
áhöfn fyrir rúmum 40 árum. Unnið var að bygg-
ingu póst- og símahúss á Patreksfirði. Gerður var
flugvöllur í Skálanesi i Gufudalssveit. Hin nýja sund-
laug i Stykkishólmi var tekin til afnota. Umbætur
voru gerðar á gistihúsinu í Stykkishólmi. Unnið var
að byggingu verzlunarhúss i Grafarnesi i Grundar-
firði. Enn var unnið að byggingu barnaskólahúss i
Ólafsvik. Þar var og unnið að gerð hraðfrystihúss.
Unnið var af kappi að landshöfninni á Rifi, og var
henni að mestu lokið. Lokið var gerð vatnsveitu á
Hellissandi. Unnið var að nýrri byggingu i Bifröst
hjá Hreðavatni. Nýi heimavistarbarnaskólinn á
Varmalandi í Stafholtstungum tók til starfa. Um-
bætur voru gerðar á Gilsbakkakirkju í Hvítársiðu.
Unnið var að ltirkjusmíð i Borgarnesi. Þar var og
lokið byggingu fangahúss. Hafnar voru framkvæmdir
við sementsverksmiðjuna á Akranesi. Á Akranesi voru
byggð fjöimörg ibúðarhús. Unnið var að byggingu
Hallgrímskirkju í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd.
Unnið var að hafnagerð og umbótum á hafna-
mannvirkjum á svipaðan hátt og undanfarin ár.
Miklar umbætur voru gerðar á Vestmannaeyjahöfn.
Byggður var sandvarnagarður i Sauðárkrókshöfn.
Ný dráttarbraut, hin stærsta á íslandi, var tekin i
notkun hjá Slippfélaginu i Rvik. Viti var gerður á
Fjallaskaga við Dýrafjörð, og radiómiðunarstöð var
reist i Svalvogum við Dýrafjörð.
Mikið kvað að framkvæmdum i símamálum. Unnið
var að stækkun sjálfvirku stöðvanna í Rvik og á
Akureyri. Umbætur voru gerðar á jarðsímakcrfum í
ýmsum kaupstöðum og þorpum, t. d. Keflavík, Þykkva-
bæ, Vestmannaeyjum, Höfn i Hornafirði, Egilsstaða-
þorpi og ísafirði. Lokið var lagningu jarðsímalínu
milli Selfoss og Hvolsvallar. Jarðsimi var lagður út
frá Vopnafirði. Einnig var lagður jarð:' li yfir
Breiðadalsheiði vestra. Sæsimi var lagður yfir Borg-
(80)