Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Árgangur

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1956, Síða 91

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1956, Síða 91
og ósigrum, höppum og áföllum, sókn og vörn. Það er auðvelt að rita ævisögu eins og þá, sem skráð var hér að framan. Það er þess háttar ævisaga, sem getur að líta i æviskrám ýmiss konar og eigi má ónýtar kalla, þótt þær segi í rauninni fæst af því sem þann mann forvitnar, sem vita vill allt, sem skiptir máli um manninn sjálfan, um öld hans, verk hans og gildi þeirra fyrir alda og óborna. Þess er og enginn kostur í stuttri minningargrein að leiða slikt í ljós, enda verður lítil raun til þess gerð hér. Hefur og sá, er þetta ritar, um nokkra hríð fengizt við að skrásetja allýtarlega ævisögu Tryggva og kemur fyrsta bindi þess ritverks fyrir almenningssjónir nú i haust. IV. Ef litið er yfir sögu íslendinga frá um 1840 og fram um siðustu aldamót, má flestum virðast sem þá hafi verið daufir dagar i landi, landsfólkið úrræðalitið, tregt til framkvæmda, lítilsiglt og lítilþægt. Það er og mála sannast, að ef litið er á framfarir síðustu ára um verkleg efni, er nú meiru afkastað á einu ári en á áratugum áður, jafnvel hálfri öld, í húsagerð, jarð- rækt, vegabótum og hafnarmannvirkjum. Enginn skyldi þó láta sér þetta i augum vaxa. Það er augljóst mál, að slíkur mælikvarði er minna en ejnskisvirði. Hægur vandi er að setja öfluga jarðýtu undir skil- lítinn ungling og láta hann á skammri stund brjóta meira land til taðna og akra en Torfa í Ólafsdal auðn- aðist á allri sinni framtaksmiklu ævi og þar með öllum hans lærisveinum. Hér er ekki lengur spurt um mannkosti, þekkingu eða hugsjón, heldur krafta jarðýtunnar, stolt erlendrar verksmiðju. Þar með er samt engan veginn gert lítið úr stórvirkum landbún- aðarvélum. Þær hafa leyst mikinn vanda á vorum dögum, meginstoð landbúnaðarins nú og í framtíðinni. En við megum aðeins ekki láta þvílíkar tilfæringar rífa niður og jafna við flag verk fortíðarinnar: (89)
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.