Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1956, Page 127
sagði ég, að nú ætlaði ég að fara, svo hann gæti hvílt
sig. En í því féll hann í dvala og var að tala við
sjálfan sig, hálf-vakandi og hálf-sofandi:
„Blessað landið — — — það er svo fallegt — --------
Blessað lífið — —-----það hefur verið svo ánægju-
legt. Blessaður Guð----------hann er svo miskunn-
samur og góður.“
Þetta voru síðustu orðin, sem ég heyrði til þessa
öllum hugljúfa öldungs. Litlu síðar andaðist hann, á
98. aldursári.
Seinna kom mér í hug, að þessi fáu orð Páls væru
ljósmynd af lífi hans.
Tr. G.
Skógrækt ríkisins.
Þann 24. nóvember 1907 voru samþvkkt á Alþingi
lög um skógrækt og varnir gegn uppblæstri lands.
Samkvæmt þeim lögum var á næsta ári ráðinn sér-
stakur skógræktarstjóri, A. F. Kofoed-Hansen, sem
hafði það starf með höndum til ársins 1935, er Hákon
Bjarnason tók við þvi.
Lögunum frá 1907 hefur þrivegis verið breytt og
bætt við þau nýjum köflum, eftir þvi sem ástæða
hefur þótt til. Gildandi lög um skógrækt eru frá
6. marz 1955.
í 1. grein skógræktarlaganna segir svo: „Skógrækt
ríkisins skal rekin með þvi markmiði:
1. að vernda, friða og rækta skóga og skógarleifar,
sem til eru í landinu;
2. að græða upp nýja skóga, þar sem henta þykir;
3. að leiðbeina um meðferð skóga og kjarrs og
annað það, sem að skógrækt og skóggræðslu
Iýtur.“
(125)