Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1947, Side 27

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1947, Side 27
LONGFELLOW OG NORRÆNAR BÓKMENTIR 9 eldinn; — Þar eru hugðnæm sævar- Ijóð og kvæðið “The BuilcLing of the Ship — Skipsmíðin, — eitthvert allra tilkomumesta kvæði skálds- ins. Næsta ár, 1851, kom út hið dramatíska kvæði hans The Golden Legend — Gullinspjöll, — er sumir gagnrýnendur skipa mjög háan sess meðal rita hans, en hefir þó eigi víðlesið orðið; túlkar hann þar mið- aldirnar af ríkri samúð. Til þess að geta helgað sig sem eindregnast ritstörfunum og skáld- skapnum, sagði Longfellow lausri prófessorsstöðu sinni 1854, enda vann hann um þær mundir bæði að nieiriháttar þýðingum og var að viða að sér efni í ljóðsöguna Hiawatha, sem prentuð var haustið eftir, en þrem árum seinna, 1858, kom út hin þriðja af hinum frægu ljóðsög- um hans, The Courtship of Miles Standish. Nokkru síðar dró ský fyrir sól í hamingjusömu lífi skáldsins, er kona hans dó af brunasárum sum- arið 1861, og varð hann aldrei samur maður eftir það reiðarslag, þó hann hæri harm sinn í hljóði; bera kvæði hans því órækan vott, hve djúpu hjartasári hann hafði særður verið, ekki síst sonnetta sú, sem hann orti minningar um konu sína átján arum eftir hinn sviplega dauðdaga hennar, þar sem söknuður hans brýst fram í djúpum og fögrum skáldskap. En samhliða föðurlegri um- yggjunni fyrir barnahóp sínum, aun Longfellow athvarf í ríki skáldskaparins og öðrum bókmenta- störfum sínum, meðal annars í því a , fullgera þýðingu sína á hinu s órbrotna hetjukvæði Dantes The Divine Comedy ..— Gleðileikurinn guðdómlegi, — er hann lauk við 1867, hið mesta merkisverk um ná- kvæmni og vandvirkni, enda fram á þennan dag ein af helstu þýðing- um þess heimsfræga rits á enska tungu. Fáum árum áður, 1863, kom einnig út fyrsta bindi ljóðsagna- safns skáldsins Tales of a Wayside Inn — Sögur frá veitingahúsinu við veginn, — sem hefir að geyma sum snjöllustu kvæði hans í frásagna- stíl, svo sem ljóðabálkinn um Ólafs sögu Tryggvasonar, þar sem ósjald- an fara saman hraðstreym, lifandi frásögn og leikandi bragfimi. Á ár- unum 1876—’79 gaf Longfellow út hið mikla þýðingasafn eftir sjálfan sig og aðra, Poems of Places — Staða lýsingar í ljóðum. — Mörg önnur rit samdi hann um dagana, í bundnu máli og óbundnu, þó eigi verði þeirra hér nánar getið, enda hafa hin helstu talin verið og nægi- lega mörg til þess að gefa lesend- um nokkra hugmynd um það, hversu óvenjulega afkastamikill rit- höfundur Longfellow var. Naut hann og í lifanda lífi meiri vin- sælda og víðfrægðar en nokkurt annað amerískt skáld, bæði heima fyrir og í öðrum löndum, því að rit hans og einstök kvæði hafa verið þýdd á fjöldamörg tungumál og sum þeirra oftsinnis. Samhliða vaxandi víðfrægð hlóðust einnig að honum heiðursviðurkenningar úr ýmsum áttum. Hann lést 24. marz 1882 að heimili sínu í Cambridge. Mikil áhersla hefir réttilega verið lögð að hógværð Longfellows, sál- argöfgi hans og hreinleik í lund, enda lýsa þau einkenni sér ágæt- lega í ritum hans, og þá ekki síst í
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.