Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1947, Qupperneq 29
LONGFELLOW OG NORRÆNAR BÓKMENTIR
11
Indíánasagnir og nýlendusögu, á
víðtækara grundvelli og listrænni
hátt, en gert hafði verið áður í
bundnu máli, og þau opnuðu les-
endum sýn inn í menningarveröld
Norðurálfunnar; enda skipar Long-
fellow sérstöðu í amerískum bók-
nientum með þýðingum sínum úr
N orðurálf umálum.
Vér íslendingar eigum honum
einnig skuld að gjalda, því að
niörgum af víðkunnustu ljóðum
hans hefir verið snúið á íslensku,
°g eru þessi þeirra á meðal: “Lífs-
hvöt”, “Excelsior”, “Smiðurinn”,
“Dagur er liðinn”, “Regndagurinn”,
“Örin og ljóðið”, sem sum eru til í
niörgum þýðingum, og af meiri-
háttar kvæðum hans “Brot úr
Golden Legend” í þýðingu Einars
Benediktssonar og “Þórsmál” og
“Manssalsljóð” í þýðingu séra
Matthíasar Jochumssonar.
Fer svo ágætlega á því að ljúka
þessu stutta yfirliti yfir ævi- og
bókmentaferil skáldsins með þess-
erindum úr “Lífshvöt”, ein-
hverjum víðfleygustu ljóðlínum
hans, sem eru um leið réttorð lýs-
hig á lífshorfi hans, ævi og starfi:
“Allir miklir menn oss sýna,
manndómstign er unt að ná,
°g eiga, þegar árin dvína,
eftir spor við tímans sjá.
Spor sem viltum vegfaranda
vísa braut um eyðisand,
°g sem frelsa frá að stranda
farmann þann, er berst á land”.
II.
Þó fágætt væri á þeirri tíð í
ýja-Englandi, og annarsstaðar
vestan hafs, þá virðist áhugi Long-
fellows fyrir Norðurlöndum og
bókmentum þeirra hafa vaknað
þegar á skólaárum hans í Portland
Academy — 1815—’21, — en hann
varð á þeim árum, eins og algengt
var um æskulýð þeirrar tíðar, mjög
hrifinn af skáldsögum og kvæðum
Walters Scott, sem sýnist hafa
haft djúp áhrif á hann, og kemur
þeim, er um þetta hafa ritað, sam-
an um það, að til þeirra áhrifa megi
rekja ræturnar að áhuga Long-
fellows á Norðurlöndum. En Scott
var, sem kunnugt er, hugfanginn
mjög af norrænum fræðum, ritaði
um þau af mikilli þekkingu, á
mælikvarða samtíðar sinnar, og
varð fyrir markverðum áhrifum af
íslenskum fornritum, sem lýsa sér
með ýmsum hætti í ritum hans, sér-
staklega í ljóðsögunni Harold the
dauntless — Haraldur hugrakki —
og í skáldsögunni The Pirate — Sjó-
ræninginn; — en um það hefi ég
ritað nokkuru gjörr annarsstaðar.*)
Mun það því hreint ekki ályktað út
í hött, að þetta eftirlætisskáld hins
unga og hrifnæma Longfellows
hafi bæði frætt hann um Norður-
lönd til forna og glætt áhuga hans
í þeim efnum.
Margt bendir og til þess, að
kynni hans af skáldskap Thomas
Gray á skólaárunum í Bowdoin
College hafi gefið þeim áhuga
Longfellows frekari byr undir
vængi, en Gray var fyrsta höfuð-
skáld enskt, sem sótti yrkisefni í
íslensk fornrit, og urðu stælingar
hans af fornkvæðum vorum bæði
* Sjá. greinar mínar “Islensk fornrit og
enskar bðkmentir, Tímarit pjóðrœlcnisfé-
lagsins, 1934, og Walter Scott” — Aldar-
minning, — Lögrétta, 1933,