Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1947, Qupperneq 35
LONGFELLOW OG NORRÆNAR BÓKMENTIR
17
lega þýðingu á öllum kviðum
Friðþjófssögu í óbundnu máli,
ásamt með útdráttum í ljóði og
mjög skáldlegri og tilfinningaríkri
lýsingu á sænsku þjóðlífi. Kveður
þar mest að ljóðaþýðingunum,
enda hrósaði Tegnér sjálfur þeim á
hvert reipi, taldi þær bestar þeirra
þýðinga á þessum söguljóðum sín-
um, sem honum höfðu komið fyrir
sjónir, bæði um skilning á efninu
og ljóðform, en harmaði það eitt,
að þýðandi hafði eigi snúið öllum
ijóðaflokknum, og hvatti hann til
að gera það. Er það og um þessar
þýðingar að segja, að þar gætir
hinnar mestu nákvæmni, enda var
það eindregin skoðun Longfellows,
að þýðandinn ætti að kosta kapps
um það, að setja sig í spor höfund-
arins um hugsun, málfar og sér-
kenni; tekst honum hér með ágæt-
um, eins og svo víða annarsstaðar
í þýðingum sínum, bæði að þræða
merkingu og bragarhátt frum-
kvæðanna. Urðu það því mörgum
vonbrigði, að hann lauk eigi við
þýðinguna á öllum ljóðabálkinum,
jafn prýðilega og hann hafði úr
hlaði farið og hlotið verðugt lof að
íaunum. í stað þess þýddi hann
kvæði hans “Nattvardsbarnen” —
Fermingin, sbr. þýðingu séra M.
Jochumssonar, Ljóðmæli, V, 1906,
er út kom 1841, og er eina heild-
arþýðing hans af sænsku kvæði.
Voru það einkum hinar fögru
Uattúrulýsingar og sveitalífslýs-
ingar 1 “Fermingunni”, sem heill-
uðu hug Longfellows. Bragarháttur
hvæðisins — hexametra-hátturinn
~~~ dró einnig að sér athygli hans,
var hin enska þýðing hans af
Því fyrsta meiriháttar kvæði hans
undir þeim bragarhætti, en mjög
var hann þó á báðum áttum um
árangurinn. Ýmsir urðu og til að
hrósa þýðingunni, enda er margt vel
um hana, þó Tegnér sjálfur væri
eigi sem ánægðastur með hana.
Hins er þá jafnframt að minnast, að
miklu auðveldara er að yrkja á
sænsku en ensku undir umrædd-
um bragarhætti, því að þýðandi
kemst eigi hjá að setja áhersluat-
kvæði í stað áherslulausra endinga,
og gerir það þýðinguna sumstaðar
drjúgum stirðkveðnari en frum-
kvæðið, þó að hún sé nákvæm um
efni og eigi ósjaldan einnig um
anda og blæ. En þýðingar Long-
fellows á kvæðum Tegnérs undir
hexmetra-hætti urðu til þess, að
hann fór nú sjálfur að yrkja undir
þeim hætti, og kennir þar, sem á
margan annan hátt, áhrifanna frá
hinu sænska öndvegisskáldi á hinn
ameríska skáldbróður sinn.
Einkum er það eftirtektarvert, að
margt bendir til þess, að Long-
fellow hafi ekki síst ort hina víð-
frægu ljóðsögu sína Evangeline
undir hexametra-hætti einmitt
vegna þeirrar leikni, sem hann
hafði hlotið í meðferð þess háttar í
þýðingunni á “Fermingunni”, og
jafn minnugur þess, hve vel hon-
um hafði að margra dómi tekist
þýðingin. Með því er eigi neitað,
að kynni hans af skáldskap þýskra
höfuðskálda undir þeim bragar-
hætti, kunni einnig að koma þar til
greina.
Aðdáun Longfellows á Tegnér
lýsti sér fagurlega og eftirminni-
lega í minningarkvæði því, er
hann orti um hann, “Tegnér’s
Drapa” — 1847, — og er það, eins