Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1947, Side 36
18
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
og heiti þess bendir til, ort í nor-
rænum anda; en hin milda og
rómantíska túlkun Tegnérs á
Norðurlandabúum og fornaldar-
menningu þeirra, þar sem frelsis-
ást þeirra, frækni og tilfinningalíf
er uppistaðan í hinum skáldlegu
lýsingum, sló á djúpa og skylda
strengi í brjósti Longfellows, sem
sjálfur hafði óbeit á ofsa og harð-
ýðgi í hverskonar mynd. Minningar-
kvæðið er einnig merkilegt fyrir
það, að þar kemur fyrst fram í
kvæðum Longfellows sú skoðun, að
lögmál kærleikans sé æðra lögmáli
valdsins, en þeirri hugsun hafði
hann kynst bæði í Friðþjófssögu og
“Fermingunni” hjá Tegnér, og í
víðtækari mynd lýsir sú siðferðis-
lega skoðun sér í kvæðaflokki
Longfellows The Saga of King Olaf,
baráttan milli kærleika og valds,
Krists og Þórs, þar sem hugsjóna
ást og hreystihugur sameinast í
persónu söguhetjunnar. Árekstur-
inn milli sömu afla, kærleikans og
valdsins, er einnig, í mismunandi
myndum, viðfangsefni skáldsins í
ýmsum öðrum verkum hans.
Jafn hugfanginn og Longfellow
var af Tegnér og skáldskap hans,
er það eigi undrunarefni, að hann
varð með ýmsum hætti fyrir áhrif-
um þaðan. f fyrsta frumortu kvæði
Longfellows um norrænt efni, “The
Skeleton in Armor”, sem síðar mun
nánar vikið að, má t. d. glöggt sjá
áhrifin frá Friðþjófssögu í sam-
svarandi atburðum í ævi víking-
anna, sem þar eru söguhetjurnar,
þó ólíkir séu annars um ýms ein-
kenni, og umrætt kvæði Long-
fellow sé fjarri því að vera stæling
á hinni góðfrægu ljóðsögu hins
sænska snillings.
Á það hefir þegar verið bent, að
Longfellow hafi eigi ólíklega ráðist
í það að yrkja Evengeline, undir
hexametra-hætti vegna þess, hve
vel hafði að margra dómi tekist
þýðing hans á “Fermingu” Tegnérs
undir þeim bragarhætti. Rök hafa
einnig verið leidd að því, að kvæði
þessi eiga margt sameiginlegt um
frásagnarblæ og .efnismeðferð,
einkum upphaf Evangeline, svo að
þar sé áreiðanlega um áhrif frá
Tegnér að ræða. Ýmislegt er einnig
óneitanlega líkt með söguhetjun-
um í kvæðum þessum, og ætla
fræðimenn, sem um það efni hafa
ritað, að það sé meira en tilviljun
ein. —
Annars leggur dr. Andrew Hilen
réttilega áherslu á það í fyrrnefndri
doktorsritgerð sinni um LongfelloW
og Norðurlönd, að áhrif Tegnérs á
bókmentaferil Longfellows hafi
náð miklu lengra en það, að hinn
síðarnefndi fann efnivið í sumt af
kvæðum sínum og þýðingum og
fyrirmyndir um ljóðform hjá hinu
sænska skáldi, og að Tegnér hafi
mest áhrif á Longfellow haft með
hinni rómantísku hugsjónaást sinni.
Að skáldskapur Tegnérs hafi, með
öðrum orðum, glætt þá löngun hjá
Longfellow, að túlka í sama anda
og stíl liðna tíð og atburði með
þjóð sinni, og vart verður því með
rökum neitað, að honum tókst Það
að- mörgu leyti með ágætum í ljóð-
sögum sínum Evangéline, Hiawatha
og The Courtship of Miles Sandish■
En fyrst vikið hefir verið að
Hiawatha í þessu sambandi, er ekki
nema sjálfsagt að minna á það, sem