Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1947, Page 38
20
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
hann nokkrum dögum eftir að hann
kom til Kaupmannahafnar, en
hann hafði orðið hrifinn af þjóð-
söngnum, er hann dag nokkurn á
leið heim til sín heyrði hann sung-
inn af farandsöngvurum á veitinga-
húsi. Lélegar enskar þýðingar af
þjóðsöngnum, sem honum höfðu áð-
ur fyrir augu borið, ýttu einnig
undir hann með að bæta þar um.
Upprunalegu þýðinguna er að finna
í dagbók hans frá Norðurlandaferð-
inni, en með nokkrum breytingum
birtist hún síðar í ýmsum ritum,
meðal annars í kvæðasafni skálds-
ins, Voices of the Night.
Auk tveggja danskra þjóðkvæða,
þýddi Longfellow eitt af kvæðum
Klaus Frimanns í þjóðvísnastíl og
brot af hinum fagra, og kunna “Lof-
söng” hans, sem íslendingum er
löngu hugþekkur, að minsta kosti
eldri og miðaldra kynslóðinni, í
þýðingu Jónasar Hallgrímssonar,
— Liti ég um loftin blá”. — Enn-
fremur sneri Longfellow á ensku
hinu þýða og vinsæla barnakvæði
Jens Baggesens, “Da jeg var lille”
— Bernskan, — og var það prentað
í hinu mikla þýðingasafni hans
Poets and Poetry of Europe.
Longfellow orti einnig tvö kvæði
•um dönsk efni, og er kvæðið “To an
Old Danish Song Book” — Til
gamals dansks söngvasafns, — ort í
október 1945, hið merkara, en til-
efnið var safn slíkra söngva, sem
hann hafði eignast í Kaupmanna-
höfn 1835, en í kvæðinu rifjar hann
upp minningarnar um hugstæða
haustdagana þar í borg af miklum
hlýleik, og varpar það því nokkuru
ljósi á viðhorf hans til Danmerkur
og danskra bókmenta, og Norður-
landa í heild sinni, séð gegnum
sjónargler hinnar rómantísku hug-
arstefnu hans. Kvæðaflokkur hans
The Saga of King Olaf ber og nokk-
ur merki kynna hans af dönskum
þjóðkvæðum. Verður því eigi ann-
að sagt, en hin stutta Danmerkur-
dvöl hans og þekking hans á dönsk-
um bókmentum hafi orðið honum
harla frjósöm menningarlega og í
tilbót drjúgum styrkt tengsli hans
við Norðurlönd og norrænar mentir.
IV.
Að sögn Longfellows sjálfs voru
bein kynni hans af íslenskum bók-
mentum bundin við Eddurnar báð-
ar, Heimskringlu og sumar af forn-
sögunum, en nýrri bókmentunum
kvaðst hann með öllu ókunnugur.
Hvað sem því líður, þá urðu íslensk-
ar fornbókmentir honum bæði upp-
spretta yrkisefna og gáfu skáldgáfu
hans með öðrum hætti byr undir
vængi; enda var það ofur eðlilegt,
að hin rómantíska hneigð hans
benti honum þangað í leit hans
eftir fræðslu um fornaldarmenn-
ingu og bókmentir Norðurlanda,
sem sveipast höfðu miklum ljóma
í huga hans og hann hugðist finna
endurspeglast í samtíðarlífi Norður-
landa, þó að þar færi að vonum
nokkuð á annan veg, eins og þegar
getur. En þær hugmyndir hans um
fornöld Norðurlanda höfðu þróast
við kynni hans á yngri árum
rómantískum lýsingum þeirra
Scotts og Grays á norrænni menn-
ingu.
Er það til marks um áhuga Long-
fellows í þeim efnum, að hann hafði
áður en hann fór í Norðurlanda-
för sína byrjað að safna íslenskum