Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1947, Page 38

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1947, Page 38
20 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA hann nokkrum dögum eftir að hann kom til Kaupmannahafnar, en hann hafði orðið hrifinn af þjóð- söngnum, er hann dag nokkurn á leið heim til sín heyrði hann sung- inn af farandsöngvurum á veitinga- húsi. Lélegar enskar þýðingar af þjóðsöngnum, sem honum höfðu áð- ur fyrir augu borið, ýttu einnig undir hann með að bæta þar um. Upprunalegu þýðinguna er að finna í dagbók hans frá Norðurlandaferð- inni, en með nokkrum breytingum birtist hún síðar í ýmsum ritum, meðal annars í kvæðasafni skálds- ins, Voices of the Night. Auk tveggja danskra þjóðkvæða, þýddi Longfellow eitt af kvæðum Klaus Frimanns í þjóðvísnastíl og brot af hinum fagra, og kunna “Lof- söng” hans, sem íslendingum er löngu hugþekkur, að minsta kosti eldri og miðaldra kynslóðinni, í þýðingu Jónasar Hallgrímssonar, — Liti ég um loftin blá”. — Enn- fremur sneri Longfellow á ensku hinu þýða og vinsæla barnakvæði Jens Baggesens, “Da jeg var lille” — Bernskan, — og var það prentað í hinu mikla þýðingasafni hans Poets and Poetry of Europe. Longfellow orti einnig tvö kvæði •um dönsk efni, og er kvæðið “To an Old Danish Song Book” — Til gamals dansks söngvasafns, — ort í október 1945, hið merkara, en til- efnið var safn slíkra söngva, sem hann hafði eignast í Kaupmanna- höfn 1835, en í kvæðinu rifjar hann upp minningarnar um hugstæða haustdagana þar í borg af miklum hlýleik, og varpar það því nokkuru ljósi á viðhorf hans til Danmerkur og danskra bókmenta, og Norður- landa í heild sinni, séð gegnum sjónargler hinnar rómantísku hug- arstefnu hans. Kvæðaflokkur hans The Saga of King Olaf ber og nokk- ur merki kynna hans af dönskum þjóðkvæðum. Verður því eigi ann- að sagt, en hin stutta Danmerkur- dvöl hans og þekking hans á dönsk- um bókmentum hafi orðið honum harla frjósöm menningarlega og í tilbót drjúgum styrkt tengsli hans við Norðurlönd og norrænar mentir. IV. Að sögn Longfellows sjálfs voru bein kynni hans af íslenskum bók- mentum bundin við Eddurnar báð- ar, Heimskringlu og sumar af forn- sögunum, en nýrri bókmentunum kvaðst hann með öllu ókunnugur. Hvað sem því líður, þá urðu íslensk- ar fornbókmentir honum bæði upp- spretta yrkisefna og gáfu skáldgáfu hans með öðrum hætti byr undir vængi; enda var það ofur eðlilegt, að hin rómantíska hneigð hans benti honum þangað í leit hans eftir fræðslu um fornaldarmenn- ingu og bókmentir Norðurlanda, sem sveipast höfðu miklum ljóma í huga hans og hann hugðist finna endurspeglast í samtíðarlífi Norður- landa, þó að þar færi að vonum nokkuð á annan veg, eins og þegar getur. En þær hugmyndir hans um fornöld Norðurlanda höfðu þróast við kynni hans á yngri árum rómantískum lýsingum þeirra Scotts og Grays á norrænni menn- ingu. Er það til marks um áhuga Long- fellows í þeim efnum, að hann hafði áður en hann fór í Norðurlanda- för sína byrjað að safna íslenskum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.