Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1947, Qupperneq 44
26
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
því að þakka, að viðfangsefnið
knúði skáldið til að beita hér meiri
krafti en venja hans var, og varð
skáldskapur hans fyrir það drjúg-
um þróttmeiri en ella. En róman-
tískari er þó sú mynd, sem brugðið
er upp í ljóðsögu skáldsins af Ólafi
Tryggvasyni, heldur en í Konunga-
sögum Snorra, enda má segja, að í
kvæðaflokki þessum nái skáldleg
og hugsæileg túlkun Longfellows
á víkingaöldinni hámarki sínu, en
áhugi hans í þeim efnum, sem
vaknað hafði þegar á yngri árum
hans, slokknaði aldrei, þrátt fyrir
ýms vonbrigði í Norðurlandaför
hans. Og mjög eru lok kvæða-
flokksins einkennandi fyrir skáld-
ið og lífsskoðun hans, því að þar
farast honum svo orð, að “sverð
andans sé sterkara stáli, ljós sann-
leikans bogaörvum hraðfleygara,
kærleikurinn reiðinni meiri og
yfirsterkari”.
Stuttu eftir að hann lauk við
kvæðaflokkinn um Ólaf Tryggva-
son, hafði hann einnig í huga að
yrkja ljóðsögu um Ólaf helga, en
kom því þó eigi í verk vegna ann-
ara hugðarefna og starfa; eigi varð
heldur af því, að hann orti fyrir-
hugað kvæði, er heita átti “The
Fishing of Thor” — Fiskiveiði
Þórs,— og lestur Snorra-Eddu hafði
blásið honum í brjóst. Eina kvæðið
um íslenskt efni, sem hann full-
gerði eftir 1860, var sonnettan “The
Broken Oar” — Brotna árin, — og
ort var, að því er hann segir frá í
dagbók sinni og kvæðadrögum, um
áletran á ár, sem rekið hafði á ís-
landsströndum. Á síðari árum sýndi
skáldið rækt sína við íslenskar bók-
mentir með úrvali sínu þaðan í þýð-
ingasafn hans Poems of Places og
viðbótina við safnið Poets and
Poetry of Europe. í fyrra safninu
eru fimm kvæði um ísland og ís-
lensk efni, meðal þeirra þjóðhátíð-
arkvæði Bayards Taylors “Ameríka
til íslands” og þýðing hans á “Þing-
vallaminni konungs” eftir séra
Matthías, en í hinu síðarnefnda
voru í upprunalegu útgáfunni —■
frá 1845 — allmörg kvæði úr Sæ-
mundar-Eddu í þýðingum eftir
ýmsa, meðal annara “Völuspá”, en
í seinni útgáfurnar — 1871, 1882 og
1893 — er bætt við þýðingu á Háva-
málum eftir þau William og Mary
Howitt.
En eins og dr. Hilen tekur rétti-
lega fram, þá leiðir rannsókn á sam-
bandi Longfellows við íslenskar
bókmentir það í ljós, að hann fann
í fornsögunum þann andans þrótt
og þann djarfleik hugarflugsins,
sem hann skorti í skáldskap sinn
og leitaðist þessvegna við að bseta
úr. Er það þá hreint ekki út í blá-
inn, að hann kallaði kvæðaflokk
sinn Hiawatha “Indíána Eddu’,
enda dáði hann mjög hinn þrótt-
mikla norræna skáldskap og forn-
sögurnar, og seildist því þangað til
fanga eftir yrkisefnum, í þeirri von
að auka sér með þeim hætti orð-
kyngi og kvæðakraft. íslenskar til-
vitnanir víðsvegar í ritum sínuxn
valdi hann einnig í sama augnamiði>
jafnframt og það ber því vitni, hve
hugstæðar þær voru honum og tu
tækilegar. Dr. Hilen bætir því einn
ig við, að af öllum bókmentum
Norðurlanda hafi íslenskar bo
mentir átt mesta hlutdeild í mótun
þess rómantíska skilnings á ioiti
inni, sem var kjarninn í viðhor 1