Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1947, Page 57

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1947, Page 57
GUÐMUNDUR G. HAGALÍN FIMMTUGUR 39 Bretum: George Elliot, Kipling og Hardy, ennfremur Wells og Wilde og segist hann þó hafa haft nokkurt ógeð á þeim síðarnefnda. Af suðræn- um höfundum nefnir hann Verga og Grazia Deledda. Eigi telur hann að neinn þessara höfunda muni hafa haft varanleg áhrif á sig, nema ef vera skyldi Gorki. Það hreif hann mjög, hve afbragðs snildarlega Gorki tekst að fara með ræfla og fanta og finna í þeim góðar taugar, án þess þó að fegra þá hið allra minsta. Þakkar hann honum manna mest að upp lukust augu hans fyrir kjörum og lífi smælingjanna. Af Dönum nefnir hann Andersen Nexö og Johannes V. Jensen; af Svíum Hallström vegna hans frá- bæra stíls, en af Norðmönnum fyrst og fremst Hans Kink. “Enginn hefir kent mér betur að forma sögu en hann, og erum við þó mjög ólíkir.” Veturinn, 1923—’24, eftir að Haga- lín hætti ritstjórn á Seyðisfirði, var hann í Reykjavík og vann fyrir sér ^oeð þingskriftum. Sumarið eftir var hann við afgreiðslu á pósthúsi Reykjavíkur, en stakk síðan stöfn- um frá landi og fór til Noregs. Þar úvaldist hann nú í þrjú ár, lærði málið, ferðaðist um landið og flutti fjölda fyrirlestra um íslensk mál og ^enningu. Mun hann oft hafa verið a vegum landsmálsmanna, því þeir eru sterkastir vestanfjalls og í sveit- Unum; fékk hann þannig ágætt tsekifæri til að gera samanburð á frændþjóðunum og kynnast bók- j^entum þeirra landsmálsmanna, en beirra bestir þóttu honum þeir Jens Tvedt og Olav Duun. 1 júní 1927 hvarf Hagalín aftur eim til íslands og var þá á lausum kjala, uns hann um áramótin fékk atvinnu við Alþýðublaðið í Reykja- vík. Hélt hann þeirri atvinnu til hausts 1928. Veturinn áður, 1927— ’28, hafði Alþingi, að frumkvæði Jónasar Jónssonar frá Hriflu, veitt ísafjarðarkaupstað styrk til bóka- safns, gegn því að Hagalín yrði þar ráðinn bókavörður. Fluttist hann al- farinn til ísafjarðar um haustið. Var hann þá sama sem kominn í átt- hagana aftur, enda undi hann þar vel hag sínum síðan alt þar til árið 1945, að hann flutti til Reykjavíkur til þess að gefa sig allan við ritstörf- um fyrir Bókfellsútgáfuna. II. Þótt svo mætti kalla sem Hagalín settist í helgan stein, er hann gerð- ist bókavörður, eftir óróleik og flæking hinna fyrri ára, þá er fátt fjarri sanni. Því þarna í átthögun- um á ísafirði biðu hans sýnilega ótal verkefni. Fyrst og fremst bókasafnið sjálft. Ekki er mér kunnugt um, hve mik- ið hann hefir aukið það að bókum, síðan hann tók við því, en þó tel ég víst, að hann hafi þar farið eins langt og efni leyfðu. En hitt var merki- legt, hve mjög hann gerði safnið að virkri stofnun í bænum og jók áhuga Isfirðinga um allan helming fyrir bókum og lestri. í sambandi við þetta skrifaði hann urmul af leiðbeinandi smágreinum um bækur í Skutul, 1928, til ágætra nota fyrir almenning. Hann var ritstjóri blaðs- ins 1938 til ársloka 1942. Frá bókasafnsstörfum Hagalíns er skamt yfir í skólamálin, enda hefir hann látið þau til sín taka. Var hann kosinn í skólanefnd barnaskólans
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.