Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1947, Side 67
GUÐMUNDUR G. HAGALÍN FIMMTUGUR
49
æviloka. Til minningar um draum
sinn stofnar hún svo sjóð til að
verðlauna ógiftar mæður, sem börn
eiga eftir þrítugt.
“Skilningstréð” er saga um fyrstu
uppreisn unglings. Hann stelst út á
fjörð um húslestur á sunnudegi og
veiðir væna lúðu, fallegan fisk úr
sjó. Sú lúða verður hans skilningstré
— þótt dregið sé úr sjó.
“Móðir barnanna” er um aðra
uppreisn, uppreisn fátækrar verka-
konu, sem hefir eignast tvö börn og
hálf skammast sín fyrir, þótt henni
þyki vænt um börnin og sjái vel fyr-
ir þeim.
Svo vill það til, að strákurinn,
sonur hennar, lendir í slagsmál við
syni útgerðarmanns, af því að þeir
hafa kallað móður hans óþvegnum
nöfnum. Leika þeir strák svo illa,
að móðir hans getur ekki stilt sig
að veita honum, — og áður en varir
er hún búin að lúberja eigi aðeins
strákana, heldur líka útgerðarmann
inn sjálfan.
Næsta dag er henni sagt upp vinnu
1 fiskvaski útgerðarmannsins og
hún stendur ein uppi með sveitina
fyrir dyrum. En þá kemur verkalýðs
félagið henni til hjálpar, gerir verk-
fsll til þess að hún sé tekin aftur í
vinnuna. Þetta verður uppreist
hennar: hún fer að hugsa eins og
^°na með virðingu fyrir sjálfri sér
c2 börnunum. Og í sögulok segist
hún með stolti vera “Móðir barn-
anna — hans Sigga og hennar
^unnu minnar.” Þetta tilsvar hafði
^agalín annars eftir gamalli konu
Vestan úr Dýrafirði, og gerði það að
lQrnsteini sögu sinnar.
‘Tveir mektarbokkar” er skop-
^ynd af þrí-efldum þorpshöfðingja,
kaupmanni og útgerðarmanni, sem
einu sinni á ævinni mætir jafningja
sínum á þorpsgötunni í líki mann-
ýgs geithafurs — og af viðureign
þeirra — sem endar með frægum
sigri hins tvífætta bokka yfir skepn-
unni. .
Allar þessar sögur, nema fyrsta
sagan, eru skopsögur, þótt oft fylgi
gamninu meiri og minni alvara,
enda eru þær allar skrifaðar meir
í hinum eldri skopsagnastíl Haga-
líns, fremur heldur en í hinum nýrri
stíl Kristrúnar í Hamravík.
Aftur á móti bregður Hamravíkur
stílnum fremur fyrir í lengstu sög-
unni “Kirkjuferð,” þótt eigi sé hann
einráður þar. Þetta er ævisaga gam-
allar kerlingar, sögð af manni, sem
stundum veiðir söguna upp úr móð-
ur sinni, stundum lætur móður sína
segja sér hana eftir ömmu sinni, en
þær Herborg kerling beykis og
amman eiga að hafa alist upp sam-
an og verið vel til vina alla ævi.
Þessi þrefalda umgerð — sonur —
móðir — amma — er nokkuð viða-
mikil og flýtir ekki fyrir rás sögunn-
ar, en hún gefur höfundi gott tæki-
færi til að kynna þessar persónur af
tali þeirra, enda tekur amman að
minsta kosti virkan þátt í sögunni
sem andstæða og ráðgjafi Herborg-
ar. Þetta sögusnið neyðir líka höf-
und til að halda sér ávalt innan við
ramma þess, sem sagnamaður hans
hefir heyrt sjálfur eða heyrt haft
eftir öðrum.
Annars er kerlingin hún Herborg
gamla beykis engin hversdags-mann-
eskja, heldur hreinlega einstæð og
það eigi aðeins í bókum Hagalíns
— þótt ein mannlýsing í Konungin-
um á kálfsskinni minni dálítið á