Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1947, Page 76
58
TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
mörgum manni viðkvæmt, sem
kannske án þess að hafa hugmynd
um hefir setið fyrir Hagalín.
Svo mikið má þó segja, að eins og
Hagalín notar að staðaldri vest-
firskt landslag og staðhætti, sveitir
og þorp, svo notar hann líka vest-
firska menn og konur úr sínum
víða kunningjahóp til fyrirmynda.
Með því móti verður ekki svo mikið
djúp staðfest milli skáldsagna hans
og hinna ‘sönnu’ sagna, eins og
Virkra daga.
En auðvitað hefir hann þó ólíkt
frjálsari hendur í skáldsögunum.
Þar getur hann klipt og skorið eftir
vild, notað sömu persónur hvað eft-
ir annað sem fyrirmyndir að ólík-
um en þó skyldum söguhetjum,
skeytt saman nokkrum persónum í
eina söguhetju, dregið atvik í einn
stað og kent þau mönnum, sem
aldrei hafa lifað þau í veruleikan-
um.
Komið getur það og fyrir, að
Hagalín vefji sögur sínar um menn,
sem hann hefir aðeins séð bregða
fyrir í svip og veit engin deili á.
Og hann getur fitjað upp með einu
tilsvari, sem honum hefir verið
hermt eða hann hefir heyrt, og
prjónað við það langa sögu.
En venjulega mun hann þekkja
aðalpersónur sínar miklu betur en
svo. Tæplega mun nokkur firtast
við, þótt frá því sé skýrt, að margt
af gerðarlegasta og myndarlegasta
fólkinu í sögum hans, eins og Mela-
kóngurinn og Hamraslektið, er hans
eigin sterki frændgarður í dular-
gervi. Er eigi undarlegt þótt Haga-
lín mæri þessa frændur sína fyrir
drengskap þeirra og atorku og
frumlegar tiltektir, því honum
kippir sjálfum svo mikið í kynið. Á
þetta hefir verið drepið allvíða hér
að framan.
Hitt ætti heldur varla að teljast
saknæmt, þótt skýrt væri frá
fyrirmyndum Kristrúnar í Hamra-
vík, vinsælustu og einna þjóðleg-
ustu persónu, sem Hagalín hefir
skapað. En frá uppruna hennar
skýrir Hagalín sjálfur svo:
“Kristrún er steypt upp úr
þremur konum, ömmu minni —Sig-
ríði ólafsdóttur frá Auðkúlu í Arn-
arfirði,— Lovísu nokkurri hér á
ísafirði. sem Vilmundur Jónsson
landlæknir hefir í sinni sérstæðu og
lifandi munnlegu frásögn kynt
mér, — og loks Kristrúnu nokkurri
úr Grímsey, móður Halldóru yfir-
setukonu -í Dýrafirði, Friðriksdótt-
ur. En frásögn Vilmundar af Lovísu
vorið 1931 kom mér til að fara þá að
skrifa bókina.”
Svona mætti lengi rekja þetta
efni, en hér skal látið staðar num-
ið.
Að einu atriði væri enn vert að
víkja, en það er til hvaða bókmenta-
stefnu maður ætti að telja Hagalín.
Eg hefi talið að hann væri róman-
tískur höfundur aðallega vegna
trúar hans á þjóðareðlið, eins og það
birtist í frumstæðu fólki útkjálka-
bygðanna. Virtist mér, að stefna
hans, eins og hann markaði hana 1
grein sinni um Hamsun —Austur-
land 1921— og einkum í hinni stór-
merku og glöggu grein “Rithöfund-
arnir og þjóðin” —Austanfara 21-
júlí—11. ágúst 1923,— skipa honum
greinilega í flokk hinnar þjóðlegu
rómantíkur eins og Nordal og Davíð
Stefánssyni.
Eg hefi birt útdrátt úr grein þess-