Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1947, Page 76

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1947, Page 76
58 TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA mörgum manni viðkvæmt, sem kannske án þess að hafa hugmynd um hefir setið fyrir Hagalín. Svo mikið má þó segja, að eins og Hagalín notar að staðaldri vest- firskt landslag og staðhætti, sveitir og þorp, svo notar hann líka vest- firska menn og konur úr sínum víða kunningjahóp til fyrirmynda. Með því móti verður ekki svo mikið djúp staðfest milli skáldsagna hans og hinna ‘sönnu’ sagna, eins og Virkra daga. En auðvitað hefir hann þó ólíkt frjálsari hendur í skáldsögunum. Þar getur hann klipt og skorið eftir vild, notað sömu persónur hvað eft- ir annað sem fyrirmyndir að ólík- um en þó skyldum söguhetjum, skeytt saman nokkrum persónum í eina söguhetju, dregið atvik í einn stað og kent þau mönnum, sem aldrei hafa lifað þau í veruleikan- um. Komið getur það og fyrir, að Hagalín vefji sögur sínar um menn, sem hann hefir aðeins séð bregða fyrir í svip og veit engin deili á. Og hann getur fitjað upp með einu tilsvari, sem honum hefir verið hermt eða hann hefir heyrt, og prjónað við það langa sögu. En venjulega mun hann þekkja aðalpersónur sínar miklu betur en svo. Tæplega mun nokkur firtast við, þótt frá því sé skýrt, að margt af gerðarlegasta og myndarlegasta fólkinu í sögum hans, eins og Mela- kóngurinn og Hamraslektið, er hans eigin sterki frændgarður í dular- gervi. Er eigi undarlegt þótt Haga- lín mæri þessa frændur sína fyrir drengskap þeirra og atorku og frumlegar tiltektir, því honum kippir sjálfum svo mikið í kynið. Á þetta hefir verið drepið allvíða hér að framan. Hitt ætti heldur varla að teljast saknæmt, þótt skýrt væri frá fyrirmyndum Kristrúnar í Hamra- vík, vinsælustu og einna þjóðleg- ustu persónu, sem Hagalín hefir skapað. En frá uppruna hennar skýrir Hagalín sjálfur svo: “Kristrún er steypt upp úr þremur konum, ömmu minni —Sig- ríði ólafsdóttur frá Auðkúlu í Arn- arfirði,— Lovísu nokkurri hér á ísafirði. sem Vilmundur Jónsson landlæknir hefir í sinni sérstæðu og lifandi munnlegu frásögn kynt mér, — og loks Kristrúnu nokkurri úr Grímsey, móður Halldóru yfir- setukonu -í Dýrafirði, Friðriksdótt- ur. En frásögn Vilmundar af Lovísu vorið 1931 kom mér til að fara þá að skrifa bókina.” Svona mætti lengi rekja þetta efni, en hér skal látið staðar num- ið. Að einu atriði væri enn vert að víkja, en það er til hvaða bókmenta- stefnu maður ætti að telja Hagalín. Eg hefi talið að hann væri róman- tískur höfundur aðallega vegna trúar hans á þjóðareðlið, eins og það birtist í frumstæðu fólki útkjálka- bygðanna. Virtist mér, að stefna hans, eins og hann markaði hana 1 grein sinni um Hamsun —Austur- land 1921— og einkum í hinni stór- merku og glöggu grein “Rithöfund- arnir og þjóðin” —Austanfara 21- júlí—11. ágúst 1923,— skipa honum greinilega í flokk hinnar þjóðlegu rómantíkur eins og Nordal og Davíð Stefánssyni. Eg hefi birt útdrátt úr grein þess-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.