Hugur - 01.06.2009, Blaðsíða 24
22
Sigríður Þorgeirsdðttir
tími þar til sú umræða fór af stað innan heimspekinnar. Franski heimspekingurinn
Michéle Le Doeuff hefúr velt fyrir sér stöðu kvenna innan heimspekinnar, bæði
fyrr á tímum og í samtímanum.
„Sítt hár, stuttar hugmyndir“
I bók Le Doeuff Hið heimspekilega imyndarmál er kafli sem hún nefnir „Sítt hár,
stuttar hugmyndir“ (Le Doeulf 1989:100-128). Upphafsspurning hennar er hvort
eitthvað hafi í raun breyst til hins betra. Hún er þeirrar skoðunar að sem fyrr sé
aðgengi kvenna að heimspeki takmarkaðra en karla. Það eru ekki bönn við lýði
eins og fyrr á tímum, heldur óbeinar hindranir. Hún greinir milli banns og leyfis
til að skýra mál sitt. Þeir klóku leyfa en hinir meðalgreindu banna. Nú á dögum
búa konur við lúmskt kerfi hindrana. Lengst af þurfti að banna fæstum konum
aðgang, þær höfðu flestar ekki forsendurnar vegna þess að þeim var meinaður
aðgangur að menntun. Þó voru undantekningar á þessu. Hipparkía er dæmi um
eina slíka, en hún fór að leggja stund á heimspeki fyrir tilstilli ástar á karlmanni.
Þetta telur Le Doeuff vera dæmigert fyrir kvenheimspekinga fyrri tíma, en Hipp-
arkía var lærimey Kratesar. Sama gildir um frægt samband Héloíse og Abelards,
og einnig um heimspekilegt samband Elísabetar prinsessu og Descartes, þótt ekki
hafi verið um ástarsamband að ræða milli þeirra. Heimspekilegar samræður þeirra
voru erótískt samband í víðum skilningi. Þessir kvenheimspekingar losuðu sig að
dómi Le Doeuff aldrei undan áhrifavaldi lærimeistara sinna og urðu sjálfstæðir
hugsuðir.18
Heimspeki og erótík í víðum skilningi eru gamalt par. Le Doeuff fullyrðir að
karlnemendur í heimspeki séu heldur ekki ónæmir fyrir erótík. Þeir „falli fyrir“
einhveijum kennara sem hefúr mikil áhrif á þá. Kennarar tæli nemendur heim-
spekilega. Þeir velji sér karlnemendur sem þeir spegla sig í, móta í sinni mynd og
reyna þannig að klóna sjálfa sig. Le Doeuff heldur því fram að karlnemendur vaxi
upp úr sambandinu, andmæli, fari og finni sínar eigin leiðir. Descartes er gott
dæmi um það. Hann lýsir því hvernig hann varð heimspekingur vegna ófúllnægju
með allar fyrirliggjandi kenningar. Hann varð að finna sína eigin heimspekilegu
undirstöðu.
Le Doeuff bendir á hvernig andfemínismi í heimspeki sækir í sig veðrið um
miðja 18. öld. Hún tekur dæmi af Rousseau sem eyddi miklu bleki í þá skoðun sína
að konur hefðu ekkert að sækja í heimspeki, enda ætti uppeldi og menntun
kynjanna að vera ólík og búa þau undir andstæð hlutverk. Hvers vegna færist meiri
harka í andfemínisma á 18. öld? Tilgáta Le Doeuff er sú að staða heimspekinnar
sé að veði. Vandinn liggur í heimspekinni sjálfri. Henni tekst ekki að framreiða
þekkingu sem stenst eigin kröfúr um sannreynda þekkingu. Pascal orðaði þetta
þannig í kafla 395 í Hugsunum að heimspekin sé ófær um sannanir (Pascal 1995). I
því felst vanmáttur heimspekinnar. Ein leið til að beina athyglinni frá þessum
18 Þessi túlkun Le Doeuff er umdeild, og ég sjálf deili ekki skoðun hennar hvað þennan
skilning varðar, en ekki gefst færi til að ræða það nánar hér.