Hugur - 01.06.2009, Page 51
Fðsturgreiningar
49
hafði: Er ástand mitt hættulegt, eða er það ekki hættulegt? En þessa
fráleitu spurningu lét læknirinn sem hann hreint og beint alls ekki heyrði.
Frá sjónarmiði læknisins var spurningin: hættulegt eða ekki hættulegt - í
raun og veru alveg út í loftið og kom málefninu ekkert við. Hér var aðeins
um það að ræða að greina á milli möguleikans um laus nýru, viðloðandi
magakvef eða veikindi í botnlanganum. Það valt alls ekki hér á lífi ívans
Ih'itsj, heldur á spurningunni: laus nýru eða botnlangi?49
Læknirinn í þessu dæmi fellur í þá gryþu að sjá sjúkdóm en ekki tengslin við
manneskjuna, hann skilur ekki að líf hennar og dauði er þrátt fyrir allt kjarni máls-
ins. Læknirinn er ekki að tala við Ivan um það sem raunverulega er að gerast. Ivan
er að deyja, það er aukaatriði í samtalinu. Þess í stað lýsir hann veruleika sem er
sjúkhngnum framandi og á engan hátt hluti af því sem hann upplifir. Læknirinn
virðist blindur á þá staðreynd að Ivan Ilíitsj er ekki merkingarlaust samsafn hffæra.
Fyrir ívan er það að hann er að deyja það eina sem skiptir máh, allt annað er auka-
atriði. Það að standa andspænis dauðanum er það sem hefúr merkingu í þessu
samtali. Sú sýn sem Tolstoj dregur hér upp af lækninum gefúr ekki rétta mynd af
hinum „góða lækni“. Einmitt vegna þessa er læknisfræðin ekki einvörðungu vís-
indi eða fræðigrein, hún á rætur í listinni að lækna, hún er, eins og Hippokrates
skilgreindi hana, list en ekki eintóm ffæði og vísindi. Eitt af grundvallaratriðum
klínískrar læknisfræði er einmitt að skilja að læknirinn þarf ávallt að starfa af inn-
sæi og skilningi á þessum tiltekna sjúldingi og h'fi hans. Eg undirstrika hér mikil-
vægi þessa þáttar. Eg geri mér grein fyrir að raunveruleikinn er ekki alltaf sá að
Utið sé á læknisfræðina sem list en ekki einvörðungu sem vísindi. Þeirri skoðun
hefúr vaxið ásmegin að hún sé fyrst og fremst náttúruvísindi og þá jafnvel án
mikilvægrar tengingar við hina „mennsku" hlið sem vikið var að í hinni sögulegu
umíjöllun hér á undan. Einmitt vegna þessa er sérstaklega mikilvægt að halda
hinum kristna og hinum hippokratíska þræði á lofti og muna að læknisfræðin er
ekki einvörðungu náttúruvísindi. I raun er það svo að kjarninn í starfi hins klíníska
læknis sem og það sem greinir hann frá vísindamanninum og fræðimanninum er
einmitt hinn mennski þráður og innsæið í hf þessa einstaka sjúklings. Traust sjúkl-
ingsins á lækninum og það samband sem þarf að vera á milli sjúklings og læknis
byggist á því að það sé sjúklingurinn, þessi tiltekna manneskja, sem skipti máli en
ekki sjúkdómur hennar. Ef þessi sýn gleymist er hætta á að það sem hefúr gert
lækni að lækni í gegnum aldirnar sé gleymt.
Með þetta í farteskinu skapast grundvöllur til að leysa þá togstreitu sem er
undirliggjandi í umræðunni á milli fötlunarfræðinnar og læknisfræðinnar. Sú
spenna hverfist í raun um getu okkar til þess að breyta annars vegar hinum ytri
veruleika og hins vegar hinni innri upphfún. Læknisfræðin er gagnrýnd fyrir að
vilja breyta öðrum í stað þess að breyta eigin viðhorfúm til hlutanna. Gagnrýnin
beinist að því að túlka læknisfræðina einungis sem fræðigrein sem fyrst og fremst
miðar að því að lækna sjúkdóminn, jafnvel á kostnað sjúklingsins. Breyta mann-
49 Leo Tolstoy, Húsbóndi ogpjónn ogjieiri sögur (Sig. Arngrímsson þýddi), Seyðisfirði: Prcnt-
smiðja Austurlands, 1949, s. 165-166.