Hugur - 01.06.2009, Page 57

Hugur - 01.06.2009, Page 57
Fólkstegundir 55 Dæmi um þetta eru litir: x er rautt eff x veldur viðbrögðum V hjá venjulegum skynjendum við venjulegar aðstæður, þar sem V er útlistað á einhvern hátt sem ekki byggir á hvað það er að vera rautt (til að forðast hringskýringar).4 Hver er þá munurinn á eiginleika sem er viðbragðsháður og þeim sem er veittur? Viðbragðsháðir eiginleikar eru þannig að það er eitthvað í hlutnum (x) sem veldur viðbrögðunum. Það er sumsé orsakasamband milli hlutarins og viðbragð- anna. Veittir eiginleikar eru hins vegar þannig að það getur verið eitthvað í hlutnum sem er viðmið þegar eiginleikinn er veittur, en það er hinsvegar ekkert orsaka- samband milli viðmiðsins og veitingarinnar. Sem dæmi um orsakasamband má nefna að samkvæmt viðbragðakenningu um hvað það er að vera rautt þá er það eitthvað í hlutnum sjálfum, þ.e. á yfirborði hans, sem endurspeglar ljósinu af ákveðinni bylgjulengd sem svo er skynjað af auganu sem rautt. Með öðrum orðum, samkvæmt viðbragðakenningunni valda náttúrulegir eiginleikar hlutarins við- brögðum þess sem skynjar rautt. Samkvæmt veitingakenningu um einhvern ákveðinn eiginleika, þá er ekki um slíkt orsakasamband að ræða, heldur eru meint- ir eiginleikar hlutarins viðmið við veitinguna. Kenningar um félagslega eiginleika sem gera ráð fyrir að þeir séu háðir við- brögðum gerenda hafa að mínu mati þann galla að það þarf að vera eitthvað við þá manneskju sem hefiir viðkomandi félagslega eiginleika sem veldur viðbrögð- unum hjá öðrum. Tökum sem dæmi þá hugmynd að það að vera kona sé við- bragðsháður eiginleiki. Samkvæmt þessu þarf þá að vera eitthvað í viðkomandi einstaklingi sem veldur því að aðrir bregðast við honum á einhvern ákveðinn hátt: x er kona eff x veldur viðbrögðum Fhjá öðru fólki (við aðstæður A). Eins og áður segir er hér haldið fram að um sé að ræða orsakasamband, að það sé einhver eiginleiki sem x hefur (væntanlega h'kamlegur) sem valdi því að fólk bregst við eins og það gerir. Þessi hugmynd um kynferði á í erfiðleikum með að skýra hina miklu fjölbrcytni í birtingarmynd kynferðis í hinum ýmsu heimshornum og þjóðfélögum. Ef til vill er það ekki óyfirstíganlegur galh. Til dæmis er hægt að hugsa sér að fjölbreytnin sé skýrð með tilvísun í ólíkar aðstæður (A). Annar gahi er hins vegar sá að fólk sem er líkamlega gjörólíkt virðist kalla fram svipuð við- brögð og er þörf nánari skýringar á því. Helsti gallinn er hins vegar sá að við- 4 Sjá hér m.a. Philip Pettit, „Realism and Response-Dependence“, Mind, ioo: 587-626 (1991) og Mark Johnston, „Objectivity Refigured: Pragmatism without Verificationism", í J. Haldane og C. Wright (ritstj.), Rea/ity, Representation, andProjection (Oxford: Oxford University Press, 1993). Hér fer ég eftir hugmyndum Pettits, eins og hann þróar þær áfram. Sjá sér í lagi Ru/es, Reasons, andNorms: Se/ectedEssays, (New York: Oxford University Press, 2005). Um túlkun á hugmyndum Pettits, sjá m.a. M. Smith og D. Stoljar,„Global Response- Dependence and Noumenal Realism", Monist, 81: 85-111 (1998).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.