Hugur - 01.06.2009, Page 57
Fólkstegundir
55
Dæmi um þetta eru litir:
x er rautt eff x veldur viðbrögðum V hjá venjulegum skynjendum við
venjulegar aðstæður,
þar sem V er útlistað á einhvern hátt sem ekki byggir á hvað það er að
vera rautt (til að forðast hringskýringar).4
Hver er þá munurinn á eiginleika sem er viðbragðsháður og þeim sem er veittur?
Viðbragðsháðir eiginleikar eru þannig að það er eitthvað í hlutnum (x) sem
veldur viðbrögðunum. Það er sumsé orsakasamband milli hlutarins og viðbragð-
anna.
Veittir eiginleikar eru hins vegar þannig að það getur verið eitthvað í hlutnum
sem er viðmið þegar eiginleikinn er veittur, en það er hinsvegar ekkert orsaka-
samband milli viðmiðsins og veitingarinnar. Sem dæmi um orsakasamband má
nefna að samkvæmt viðbragðakenningu um hvað það er að vera rautt þá er það
eitthvað í hlutnum sjálfum, þ.e. á yfirborði hans, sem endurspeglar ljósinu af
ákveðinni bylgjulengd sem svo er skynjað af auganu sem rautt. Með öðrum orðum,
samkvæmt viðbragðakenningunni valda náttúrulegir eiginleikar hlutarins við-
brögðum þess sem skynjar rautt. Samkvæmt veitingakenningu um einhvern
ákveðinn eiginleika, þá er ekki um slíkt orsakasamband að ræða, heldur eru meint-
ir eiginleikar hlutarins viðmið við veitinguna.
Kenningar um félagslega eiginleika sem gera ráð fyrir að þeir séu háðir við-
brögðum gerenda hafa að mínu mati þann galla að það þarf að vera eitthvað við
þá manneskju sem hefiir viðkomandi félagslega eiginleika sem veldur viðbrögð-
unum hjá öðrum. Tökum sem dæmi þá hugmynd að það að vera kona sé við-
bragðsháður eiginleiki. Samkvæmt þessu þarf þá að vera eitthvað í viðkomandi
einstaklingi sem veldur því að aðrir bregðast við honum á einhvern ákveðinn hátt:
x er kona eff x veldur viðbrögðum Fhjá öðru fólki (við aðstæður A).
Eins og áður segir er hér haldið fram að um sé að ræða orsakasamband, að það sé
einhver eiginleiki sem x hefur (væntanlega h'kamlegur) sem valdi því að fólk bregst
við eins og það gerir. Þessi hugmynd um kynferði á í erfiðleikum með að skýra
hina miklu fjölbrcytni í birtingarmynd kynferðis í hinum ýmsu heimshornum og
þjóðfélögum. Ef til vill er það ekki óyfirstíganlegur galh. Til dæmis er hægt að
hugsa sér að fjölbreytnin sé skýrð með tilvísun í ólíkar aðstæður (A). Annar gahi
er hins vegar sá að fólk sem er líkamlega gjörólíkt virðist kalla fram svipuð við-
brögð og er þörf nánari skýringar á því. Helsti gallinn er hins vegar sá að við-
4 Sjá hér m.a. Philip Pettit, „Realism and Response-Dependence“, Mind, ioo: 587-626
(1991) og Mark Johnston, „Objectivity Refigured: Pragmatism without Verificationism",
í J. Haldane og C. Wright (ritstj.), Rea/ity, Representation, andProjection (Oxford: Oxford
University Press, 1993). Hér fer ég eftir hugmyndum Pettits, eins og hann þróar þær áfram.
Sjá sér í lagi Ru/es, Reasons, andNorms: Se/ectedEssays, (New York: Oxford University Press,
2005). Um túlkun á hugmyndum Pettits, sjá m.a. M. Smith og D. Stoljar,„Global Response-
Dependence and Noumenal Realism", Monist, 81: 85-111 (1998).