Hugur - 01.06.2009, Page 66
64
Sigrún Svavarsdóttir
Stundum er því haldið fram að slíkum hugrænum gjörðum fylgi hvöt til verka
sem ekki á rætur að rekja til nokkurs meðfylgjandi viljatengds hugarástands.
Hvötin beinist að því að gera það sem álitið er gott eða rétt og að sniðganga það
sem álitið er slæmt eða rangt. Það að fella siðferðisdóm sé þá hvetjandi í sjálfu sér
og geranda sé ekki með réttu eignaður dómurinn nema hann búi yfir viðeigandi
hvöt. Köllum þessa kenningu sterka hvatainnhyggju \strong motivational internal-
ism\ og notum veika hvatainnhyggju \iueak motivational internalism] yfir þá
skoðun að siðferðisdómur sé ekki með réttu eignaður geranda nema hann búi yfir
viðeigandi hvöt. Þá er ekki tekin afstaða til þess hvernig siðferðishvöt verður til
- hvort siðferðisdómar séu hvetjandi í sjálfiim sér eða aðeins í samvinnu við önnur
hugarferU - en sterkri hvatainnhyggju fylgt að máli um það að raunverulegur sið-
ferðisdómur verði ekki felldur án viðeigandi hvatar. Takið eftir að hvorug kenn-
ingin felur í sér að við breytum alltaf í samræmi við siðferðisdóma okkar. Þær fela
aðeins í sér að við búum alltaf yfir hvöt, að minnsta kosti örlítilli, til að breyta í
samræmi við siðferðisdóma okkar; aðrar hvatir geta samt sem áður orðið hinum
siðferðilegu yfirsterkari og afvegaleitt okkur.
Michael Stocker (1979) hefur eins og frægt er orðið veitt því athygli að í ástandi
á borð við alvarlegt þunglyndi, veiklyndi eða aðra andans kvilla geti tengsl sið-
ferðilegra dóma og hvatar rofhað, jafnvel hjá fólki sem finnur venjulega fyrir hvöt
af siðferðisdómum. Samt telja margir siðfræðingar að hvatainnhyggja, hvort sem
er í sterkri eða veikri mynd, sé rétt í anda þótt tengsl siðferðisdóma og siðferði-
legrar hvatar geti í reynd rofnað. Annars staðar (Svavarsdóttir 1999:163-5) hef ég
stungið upp á því að óumdeilanlegasta leiðin fyrir hvatainnhyggjumann til að
sneiða hjá gagndæmum Stockers sé að gera undantekningu fyrir þá gerendur sem
þjást af hvataröskunum sem hafa jafnframt á þá víðtækari áhrif. í sinni veikari
mynd verður hvatainnhyggja þá að þeirri staðhæfingu að geranda verði ekki eign-
aður siðferðisdómur nema hann þjáist annað hvort af hvataröskun sem hefur á
hann víðtækari áhrif eða hann finni fyrir hvöt til að fylgja því eftir (eða mæla með
því) sem hlýtur jákvæðan dóm og til að sniðganga (eða hindra) það sem hlýtur
neikvæðan dóm. Fylgismenn sterkrar hvatainnhyggju bæta því við að hvötin stafi
af dómnum einum saman. Hvataúthyggjumenn véfengja báðar staðhæfingarnar.
Gildi þessa ágreinings fyrir deiluna milli siðferðilegra skynhyggjumanna og
skynleysissinna ætti að blasa við. Skynleysishyggja væri ekki trúverðug án hvata-
innhyggju. Séu siðferðisdómar eitthvað í h'kingu við tjáningu á tilfinningum eða
því sem fólk kýs hljóta þeir að hafa eitthvert hvatningargildi. Eins er mun erfiðara
að verja siðferðilega skynhyggju ef gert er ráð fyrir að hvatainnhyggja sé sönn,
jafnvel þótt sumir skynhyggjumenn aðhyhist hvatainnhyggju. Almennt eru dómar
í hinum venjulega skilningi ekki nauðsynlega bundnir hvöt. Ef siðferðisdómar eru
dómar í venjulegum skilningi en þó nauðsynlega bundnir hvöt þá þurfum við
skýringu á þessari einstöku stöðu þeirra með tilliti til hvatar. Þetta hefur ekki
reynst auðvelt að útskýra. Niðurstaða deilu hvatainnhyggju- og hvataúthyggju-
manna er því mikilvæg fyrir frumspekilega siðfræði.