Hugur - 01.06.2009, Side 67

Hugur - 01.06.2009, Side 67
Hvernig hvetja siðferðisdómar? 65 Hvatainnhyggja véfengd A hvaða forsendum er hægt að verja hvatainnhyggju eða -úthyggju? Oftar en ekki byggja siðfræðingar beggja vegna borðsins rök sín á innsæi: innsæi um það hvenær gerandi telst hafa fellt siðferðisdóm. Venjulega er því haldið fram að þetta sé inn- sæi um siðferðisdómshugtakið eða um hugtök sem eru að verki í siðferðisdómum. Á grundvelli slíks innsæis halda innhyggjumenn því fram að kenningin um veika hvatainnhyggju hafi stöðu hugtakasanninda. Uthyggjumenn véfengja þetta með hugsanatilraunum sem kynna til sögunnar fólk án siðferðisskyns, fólk sem fellir siðferðisdóma en finnur ekki til neinnar tilheyrandi hvatar. Innhyggjumenn svara með því að skýra á sínum forsendum hugtakainnsæið sem úthyggjumenn reyna að framkalla með sh'kum gagndæmum. Þeir færa rök fyrir því að hinn meinti skynleysingi á siðferði sé annað hvort ekki að fella raunverulegan siðferðisdóm eða sé ekki eins skeytingarlaus og úthyggjumenn æda. Með öðrum orðum halda inn- hyggjumenn því fram að við getum ekki raunverulega skilið dæmin þannig að þau séu af sönnum skynleysingja á siðferði því óhugsandi sé að einhver felli raun- verulegan siðferðisdóm án þess að finna fyrir hvatningaráhrifum af honum. Hið meinta innsæi úthyggjumannsins sé því dæmi um hugtakarugling. Úthyggjumenn svara í sömu mynt og færa fyrir því rök að það séu innhyggjumennirnir sem byggi mál sitt á vafasömu innsæi. Gangur þessarar deilu er allt of líkur gangi annarra þrálátra heimspekideilna: sjálfhelda ósamhljóða innsæis í fylgd hugvitssamlegra tilrauna til að finna skýr- ingar sem gera hið gagnstæða innsæi vafasamt. I fyrri skrifum (Svavarsdóttir 1999: 176-83) hef ég reynt að brjóta upp þessa pattstöðu með því að sýna að sönnunar- byrðin hvífi alfarið á herðum innhyggjumanna. Eg sagði sögu af konu, Virginíu, sem hittir mann, Patrek, sem lýsir því yfir að hann sé sammála þeirri afstöðu hennar að honum beri siðferðilega að hjálpa ókunnugum manni sem verður fyrir pólitískum ofsóknum. Patrekur virðist þó ekki finna hjá sér hvöt til þessarar breytni. Ég segi söguna að öllu leyti frá sjónarhóli áhorfenda sem ætti að vera ásættanlegt jafnt úthyggjumönnum sem innhyggjumönnum. Ekkert er staðhæft um það hvort Patrekur felli í rauninni siðferðisdóm og ekkert staðhæft um raun- verulegt hvataástand hans. Aðferð mín snýst um að varpa okkur í hlutverk áhorf- enda sem reyna að skýra yrta og óyrta hegðun Patreks. Boðið er upp á nokkrar skýringartilgátur. Úthyggjumenn ættu að geta viðurkennt þær allar sem mögulegar en innhyggjumenn verða að vísa einni þeirra á bug sem illa myndaðri, það er til- gátunni um að Patrekur felli siðferðisdóm en finni ekki hjá sér hvöt til verksins. Ég færi rök fyrir því að þegar innsæi stangast á hjá greindu og skynsömu fólki um það hvaða reynslutilgátur komi til greina sem mögulegar skýringar á tilteknu skynjanlegu fyrirbæri þá hvíli sönnunarbyrðin á þeim sem krefjast þrengri tak- mörkunar á mögulegum skýringum. Svo færi ég rök fyrir því að innhyggjumenn valdi ekki þessari byrði með því að lýsa því einfaldlega yfir að tilgátan feli í sér ósamkvæmni í hugtakanotkun. Þeir verða að gera hinn meinta hugtakarugling ljósan. Beinasta leiðin er að benda á það hugtak eða þau hugtök sem útiloka skýr-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.