Hugur - 01.06.2009, Qupperneq 72

Hugur - 01.06.2009, Qupperneq 72
70 Sigrún Svavarsdótíir það síður virðulegt að finna fyrir siðferðilegri hvöt. (Ef vandamálið er aðeins það að enska orðið yfir löngun \desire\ hafi óæskilegan blæ skyldi ég glöð gefa það upp á bátinn og nota .afstaða hliðholl því sem er siðsamlegt' eða eitthvert annað sér- smíðað orðasamband sem vísar til viljaafstöðunnar sem um ræðir.) Satt er að einn anginn úr siðferðilegri rökhyggju kristallast í þeirri forsendu að mannlega reisn sé að finna í rökeðli okkar og mannlegan veikleika sé að finna í skyneðli okkar. Þessi rökhyggjuhugmynd er vafasöm. I fyrsta lagi eru ekki nægi- lega skörp skil milli rökeðhs okkar og skyneðlis til að mikið vit geti verið í þessari forsendu. Jafnvel langanir fela í sér hæfni okkar til framsetningar: þær eru afstaða til hluta eða atburða í sérstökum framsetningarhætti. I öðru lagi má færa rök fyrir því að ákveðinn tilfinningalegur næmleiki sé nauðsynlegur mannlegri reisn. Eg hef að vissu leyti skilning á þeirri lotningu sem rökhyggjumenn sýna hæfni okkar til framsetningar, rökhugsunar og íhugunar. Hún er sannarleg undraverð. Þessa hæfni er rétt að meta og rækta en ég sé enga ástæðu til að lofa hana á kostnað tilfinningalega næmleikans sem hún gæðir lífi og gæðir hana lífi. Eg hef í stuttu máli skoðað og vísað á bug tveimur tilraunum til að sýna að skýring mín á siðferðishvöt brjóti í bága við sumar rótgrónar hugmyndir og myndi spennu í háttum okkar sem forðast skyldi ef mögulegt er. Ef til vill leynast alvar- legri ágallar utan sjónmáls okkar. Alvarlegasta ásökunin, eftir því sem ég kemst næst, er að hugmynd okkar um siðferðisdóma sem boðandi eða sérlega athafna- stýrandi sé í húfi. Við gerum okkur í hugarlund að siðferðisdómar kalli fram boð- andi staðla sem nota má til að mæla okkur og hegðun okkar. Þeir eru boðandi að því leyti að þeir krefja okkur um að vera eða hegða okkur á tiltekinn hátt; að fara ekki eftir þeim gerir okkur berskjölduð fyrir gagnrýni. Þetta eru ekki staðlar sem við getum tekið til greina ef okkur sýnist eða eiga við um okkur aðeins ef við höfúm af fúsum og frjálsum vilja gengist undir þá. Þeir eiga óumflýjanlega við um allar fúllþroskaðar mannverur. Við hugsum um siðferðisdóma sem leiðarvísi: leið- arvísi fyrir athafnir eða, í víðari skilningi, leiðarvísi fyrir lífið. Við lítum ekki á þetta sem tilfallandi eiginleika siðferðisdóma heldur sem sjálfan kjarna þeirra. Þetta eru kunnuglegar staðhæfingar og ég viðurkenni að þær eru sjálfsögð sann- indi. Ef ekki væri hægt að sætta þær bestu greinargerðinni fyrir því sem almennt er kallað siðferðileg hvöt þá værum við í vanda stödd. Þetta væri ekki aðeins fræði- legur vandi heldur einnig hagnýtur. Hugmynd okkar um siðferðisdóma sem boð- andi leiðarvísi smitar ekki aðeins hugmyndir okkar um siðferðilega hugsun og iðju heldur hefúr hún einnig áhrif á siðferðilega hugsun okkar og iðju. Kannsld eru alvarlegustu andmælin gegn skoðun minni á siðferðishvöt þau að ef ég hefði rétt fyrir mér stæðum við frammi fyrir slíkum vandamálum. Sannleikurinn skapar okkur stundum fræðileg og hagnýt vandamál þannig að þetta gætu ekki verið endanleg rök gegn hugmyndum mínum. En ef einhver fótur er fyrir ásökuninni hefðum við góða ástæðu til að vonast eftir því að skoðun mín á siðferðishvöt sé röng og til að reyna af öllum mætti að finna þeirri fúllyrðingu einhvern stuðning. í þeim þremur hlutum sem eftir eru mun ég skoða gaumgæfilega hvort eitthvað er til í þessari ásökun.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180
Qupperneq 181
Qupperneq 182
Qupperneq 183
Qupperneq 184
Qupperneq 185
Qupperneq 186
Qupperneq 187
Qupperneq 188
Qupperneq 189
Qupperneq 190
Qupperneq 191
Qupperneq 192
Qupperneq 193
Qupperneq 194
Qupperneq 195
Qupperneq 196
Qupperneq 197
Qupperneq 198

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.