Hugur - 01.06.2009, Page 82
80
Sigrún Svavarsdóttir
skuldi það ákveðin viðhorf. Þetta tel ég að sé innbyggt í skilning okkar á boðunar-
gildi tilhugsunar um siðferðilega þætti: hún telst ekki aðeins vísa til hegðunar-
staðla heldur líka til viðhorfsstaðla. En þetta skapar engin vandamál fyrir skoðun
mína á siðferðishvöt. Samkvæmt skoðun minni er að verki í siðferðisdómum og
siðferðishvöt sérstakt siðferðilegt hugtakasafn. Ef hugtökin eru þannig að fullt
vald á þeim krefst þess að siðferðisdómar séu tengdir tilhneigingu til að telja það
viðeigandi að sýna ýmis tilfinninga- og hvataviðbrögð við tilhugsun um siðferði-
lega þætti þá er það innbyggt í siðferðishvöt að gerandinn líti, á augnablikum
íhugunar, á hvataviðbrögð sín við tilhugsun um siðferðilega þætti sem viðeigandi
svörun við henni. Þessa niðurstöðu má auðveldlega samrýma þeim athugunum
sem fjallað er um í síðustu efnisgrein. Hið verðskuldaða eða viðeigandi sem málið
snýst um er siðferðilegt hugtak og er ekki augljóslega tengt því mati á gerandanum
að hann búi yfir meiri eða minni næmleika eða verklegri skynsemi. Dómurinn um
verðskuldun siðferðishvatar sem er bundinn hugtakatengslum hvaða siðferðisdómi
sem er útilokar ekki spurningar um það hvort eitthvert vit sé í siðferðishvöt okkar
eða, í víðara samhengi, siðferðisskuldbindingu. Sá dómur gæfi ekki viðunandi svar
við hinni íhugulu spurningu, „Til hvers að vera siðsamur?" Hann minnir okkur á
að siðferðisstaðlar eru ekki síður staðlar fyrir viðhorf en fyrir hegðun og það svarar
ekki spurningunni um það hvort eitthvert vit sé í tryggð okkar við siðferðisstaðla.
Ég hef haldið því fram að allir siðferðisdómar séu hvað hugtökin varðar tengdir
boðandi dómi um hvatir. Ef til vill verður andmælt á þá leið að ég geti ekki haldið
þessu fram án þess að viðurkenna að óskynsamlegt sé að finna ekki til hvatar af
(fullnægjandi) siðferðisdómum sínum vegna þess að óskynsamlegt sé að sýna ekki
hvataviðbrögð sem maður telur viðeigandi í viðkomandi kringumstæðum. Með
öðrum orðum neyðist ég til að samþykkja hvataskilyrði Wallace. Sá sem svarar
hinni íhugulu spurningu „Til hvers að vera siðsamur?" skýtur - samkvæmt þessum
andmælum - öllum siðferðisdómum á frest og því getur svarið við spurningu hans
ekki einfaldlega verið: „Vegna þess að þú ert skuldbundinn þeim dómi að sið-
ferðishvöt þín sé viðeigandi og því væri það skynsemisbrestur ef þú fyndir ekki til
slíkrar hvatar.“ Samt sem áður - halda andmælin áfram — er þetta það sem rétt er
að segja við einstakling sem af heilum hug samþykkir siðferðisdóm: um skyn-
semisbrest er að ræða hjá einstaklingi ef hvatir hans eru ekki í samræmi við dóma
hans um það hvaða hvataviðbrögð séu viðeigandi í kringumstæðum hans.
Þetta er engan veginn augljóst. Hugsum okkur einstakling sem finnur hjá sjálf-
um sér, vegna uppeldis lituðu af kynþáttafordómum, tilfinninga- og hvataviðbrögð
sem hann telur óviðunandi. Jafnframt finnst honum sig skorta viðbrögð sem hann
telur meira viðeigandi. Hann gerir sitt besta til að afmá eða, í það minnsta, ná
stjórn á hinum óviðunandi viðbrögðum og rækta þau sem betur eiga við. Er það
merki um skynsemisbrest hjá honum að hafa viðbrögð sem hann telur óviðeigandi
og skorta viðbrögð sem hann telur viðeigandi? Ég hallast að því að svara þessu
neitandi. Vandamál þessa manns er ekki skynsemisbrestur heldur frekar afbakað
tilfinningalíf. Agreiningur minn við Wallace kristallast þegar upp er staðið í
spurningum um eðli skynseminnar og tengsl hennar við siðferðið sem ekki verður
svarað hér. Wallace stendur innan þeirrar heimspekihefðar sem lítur á skynsemina