Hugur - 01.06.2009, Qupperneq 82

Hugur - 01.06.2009, Qupperneq 82
80 Sigrún Svavarsdóttir skuldi það ákveðin viðhorf. Þetta tel ég að sé innbyggt í skilning okkar á boðunar- gildi tilhugsunar um siðferðilega þætti: hún telst ekki aðeins vísa til hegðunar- staðla heldur líka til viðhorfsstaðla. En þetta skapar engin vandamál fyrir skoðun mína á siðferðishvöt. Samkvæmt skoðun minni er að verki í siðferðisdómum og siðferðishvöt sérstakt siðferðilegt hugtakasafn. Ef hugtökin eru þannig að fullt vald á þeim krefst þess að siðferðisdómar séu tengdir tilhneigingu til að telja það viðeigandi að sýna ýmis tilfinninga- og hvataviðbrögð við tilhugsun um siðferði- lega þætti þá er það innbyggt í siðferðishvöt að gerandinn líti, á augnablikum íhugunar, á hvataviðbrögð sín við tilhugsun um siðferðilega þætti sem viðeigandi svörun við henni. Þessa niðurstöðu má auðveldlega samrýma þeim athugunum sem fjallað er um í síðustu efnisgrein. Hið verðskuldaða eða viðeigandi sem málið snýst um er siðferðilegt hugtak og er ekki augljóslega tengt því mati á gerandanum að hann búi yfir meiri eða minni næmleika eða verklegri skynsemi. Dómurinn um verðskuldun siðferðishvatar sem er bundinn hugtakatengslum hvaða siðferðisdómi sem er útilokar ekki spurningar um það hvort eitthvert vit sé í siðferðishvöt okkar eða, í víðara samhengi, siðferðisskuldbindingu. Sá dómur gæfi ekki viðunandi svar við hinni íhugulu spurningu, „Til hvers að vera siðsamur?" Hann minnir okkur á að siðferðisstaðlar eru ekki síður staðlar fyrir viðhorf en fyrir hegðun og það svarar ekki spurningunni um það hvort eitthvert vit sé í tryggð okkar við siðferðisstaðla. Ég hef haldið því fram að allir siðferðisdómar séu hvað hugtökin varðar tengdir boðandi dómi um hvatir. Ef til vill verður andmælt á þá leið að ég geti ekki haldið þessu fram án þess að viðurkenna að óskynsamlegt sé að finna ekki til hvatar af (fullnægjandi) siðferðisdómum sínum vegna þess að óskynsamlegt sé að sýna ekki hvataviðbrögð sem maður telur viðeigandi í viðkomandi kringumstæðum. Með öðrum orðum neyðist ég til að samþykkja hvataskilyrði Wallace. Sá sem svarar hinni íhugulu spurningu „Til hvers að vera siðsamur?" skýtur - samkvæmt þessum andmælum - öllum siðferðisdómum á frest og því getur svarið við spurningu hans ekki einfaldlega verið: „Vegna þess að þú ert skuldbundinn þeim dómi að sið- ferðishvöt þín sé viðeigandi og því væri það skynsemisbrestur ef þú fyndir ekki til slíkrar hvatar.“ Samt sem áður - halda andmælin áfram — er þetta það sem rétt er að segja við einstakling sem af heilum hug samþykkir siðferðisdóm: um skyn- semisbrest er að ræða hjá einstaklingi ef hvatir hans eru ekki í samræmi við dóma hans um það hvaða hvataviðbrögð séu viðeigandi í kringumstæðum hans. Þetta er engan veginn augljóst. Hugsum okkur einstakling sem finnur hjá sjálf- um sér, vegna uppeldis lituðu af kynþáttafordómum, tilfinninga- og hvataviðbrögð sem hann telur óviðunandi. Jafnframt finnst honum sig skorta viðbrögð sem hann telur meira viðeigandi. Hann gerir sitt besta til að afmá eða, í það minnsta, ná stjórn á hinum óviðunandi viðbrögðum og rækta þau sem betur eiga við. Er það merki um skynsemisbrest hjá honum að hafa viðbrögð sem hann telur óviðeigandi og skorta viðbrögð sem hann telur viðeigandi? Ég hallast að því að svara þessu neitandi. Vandamál þessa manns er ekki skynsemisbrestur heldur frekar afbakað tilfinningalíf. Agreiningur minn við Wallace kristallast þegar upp er staðið í spurningum um eðli skynseminnar og tengsl hennar við siðferðið sem ekki verður svarað hér. Wallace stendur innan þeirrar heimspekihefðar sem lítur á skynsemina
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180
Qupperneq 181
Qupperneq 182
Qupperneq 183
Qupperneq 184
Qupperneq 185
Qupperneq 186
Qupperneq 187
Qupperneq 188
Qupperneq 189
Qupperneq 190
Qupperneq 191
Qupperneq 192
Qupperneq 193
Qupperneq 194
Qupperneq 195
Qupperneq 196
Qupperneq 197
Qupperneq 198

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.