Hugur - 01.06.2009, Page 89

Hugur - 01.06.2009, Page 89
HungursneyðyVelmegun ogsiðferði 87 á siðferðisskyldum og góðverkum, að minnsta kosti ekki á þann hátt sem við ger- um venjulega. I samfélagi okkar er það talið til góðverka að gefa fé til Bengal- hjálparsjóðsins. Þær stofnanir sem safna fénu saman eru kallaðar „góðgerðar- stofnanir". Þessar stofnanir líta einnig á sig á þennan hátt: ef þú sendir þeim ávísun þá er þér þakkað fyrir gjafmildi þína. Vegna þess að litið er á það að gefa fé sem góðverk er heldur ekki litið svo á að það sé nokkuð að því að gera það ekki. Sá sem gerir góðverk kann að hljóta lof fyrir, en sá sem gerir það ekki er heldur ekki fordæmdur. Fólk hvorki skammast sín né fyllist sektarkennd þegar það eyðir peningum í ný föt eða í nýjan bíl í stað þess að gefa féð til fólks sem býr við hung- ursneyð. (I reynd dettur þeim hinn valmöguleikinn ekki einu sinni í hug.) Slík sýn á málið er ekki réttlætanleg. Þegar við kaupum okkur ný föt til að líta vel út en ekki til að halda á okkur hita erum við ekki að föllnægja neinni mikilvægri þörf. Við værum ekki að fórna neinu mikilvægu ef við héldum áfram að ganga í gömlu fötunum okkar og gæfum peningana til fólks sem býr við hungursneyð. Ef við gerðum það værum við að koma í veg fyrir að önnur manneskja sylti. Af því sem ég sagði hér að framan leiðir að við ættum að gefa fé til hjálparstofnana, frekar en að eyða því í föt sem við þörfnumst ekki til að halda á okkur hita. Að gera það telst hvorki vera góðverk né örlæti. Það er heldur ekki athöfn sem flokkast undir það sem heimspekingar og guðfræðingar hafa nefnt góðverk, þ.e. athafnir sem gott væri að gera en ekki rangt að láta ógert. Þvert á móti: Við eigum að gefa þessa peninga til hjálparstarfs og það er rangt af okkur að gera það ekki. Ég er ekki að halda því fram að góðverk séu ekki til eða að það séu engin verk sem gott væri að vinna en þó ekki rangt að sleppa. Vera kann að endurskoða megi greinarmuninn á skyldum og góðverkum á einhverjum öðrum vettvangi. Það eina sem ég færi rök fyrir hér er að ekki er unnt að styðja þá aðferð sem við beitum nú við að gera þennan greinarmun, en samkvæmt henni telst það vera góðverk þegar maður, sem býr við sams konar velmegun og flestir íbúar í þróuðum ríkjum heims- ins, bjargar öðrum manni frá hungurdauða. Það liggur utan við svið röksemda- færslu minnar að velta því upp hvort þessi greinarmunur skuli endurmótaður eða afnuminn með öllu. Margar aðrar leiðir eru kleifar til að gera þennan greinarmun. Til að mynda gæti maður ákveðið að það væri gott að gera menn eins hamingju- sama og mögulegt er, en á sama tíma þó ekki talið það rangt að gera það ekki. Þrátt fyrir að þær breytingar á siðferðishugmyndum okkar sem ég kynni hér séu aðeins takmarkaðar þá myndi þessi endurskoðun draga mikinn dilk á eftir sér, bæði vegna þeirrar velmegunar og eins þeirrar hungursneyðar sem einkennir heiminn í dag. Þessar afleiðingar kunna að leiða til frekari andmæla sem eru frá- brugðin þeim sem ég hef nú þegar velt upp. Eg mun nú ræða tvenns konar and- mæli við þessari endurskoðun. Ein andmæli gegn þeirri afstöðu sem ég hef tekið gæm einfaldlega verið á þá leið að þessar breytingar á siðferðishugmyndum okkar séu of róttækar: Fólk hugs- ar yfirleitt ekki á þann hátt sem ég hef lagt til að það ætti að gera. Flestir láta sér nægja að fordæma þá siðferðilega sem brjóta einhverja siðferðisreglu, til dæmis þá reglu að stela ekki annarra manna eigum. Þeir fordæma ekki þá sem lifa lúxuslífi í staðinn fyrir að gefa fé til fólks sem býr við hungursneyð. En vegna þess að ég
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.