Hugur - 01.06.2009, Page 104

Hugur - 01.06.2009, Page 104
102 Henry Alexander Henrysson til mismunandi viðhorfa. Hann sækir meira í verk sem tilheyrðu þeim skóla sem þróaðist hjá fylgismönnum Pufendorfs, en jafnframt þykir honum Wolff og eftirmenn hans setja fram eðlilegustu niðurstöðuna í sögu þróunar náttúruréttar.34 Vera má að Jóni hafx fundið mest koma til þeirra atriða sem allir stuðningsmenn náttúruréttar áttu sameiginleg. Fyrsta atriðið sem skildi á milli þessara stefna var tilgangshyggjan sem Grotius byggði á og hafði frá Tómasi af Aquino. Pufendorf var mikið í mun að teljast til þeirrar hreyfingar sem hafnaði tilgangsorsökum. Hobbes var, eins og áður sagði, einn helsti forvígismaður þeirrar skoðunar sem meðal annars byggði á þeirri kenningu að heimurinn sé merkingar- og mark- miðslaus og gangi aðeins eftir vélrænum lögmálum.35 Annað atriðið var viðhorfið til skilnings og vilja almættisins sem á sér rætur allt til rita Platons.36 Grotius og fiilltrúar rökhyggjuhefðarinnar á eftir honum lögðu mikla áherslu á að hinn ófrávíkjanlegi réttur - hið sígilda siðaboð, það sem skyn- semin þekkir sem rétt - gat ekki aðeins komið til vegna vilja Guðs. Guð vill það sem skynsemi hans segir að sé rétt og gott. Það sama á, í grófiim dráttum, við hvað varðar siðferðilega breytni mannsins. Skilningurinn kemur á undan viljanum; hið rétta hefur boðvald.37 Pufendorf og Thomasius voru hins vegar hallari undir þá kenningu að vilji Guðs gæti ekki takmarkast af neinu og það sé marklaust að tala um skynsemi sem gangi framar vilja í huga Guðs; það væri ólíklegt að maðurinn gæti haft mikinn aðgang að ákvörðunarferli Guðs.38 Einnig þótti þeim sem and- stæð kenning gæfi í skyn að ef Guð væri ekki til væri náttúruréttur engu síður raunverulegur.39 34 Helstu heimildirnar við ritun Naturretem Historie eru verk eftir 'Ihomasius, Johann Budde og Carl Ludovici, en sá síðastnefndi skrifaði ágætt verk um heimspeki Wolffs sem varð vinsælt og mun hafa verið mikið lesið í Kaupmannahöfn. Nöfn þeirra sem hann telur til beggja stefna síðar í handritinu eru forvitnileg lesning sem of langt mál er að segja frá hér. Athyglisvert er þó hversu fáir óumdeildir lærisveinar Wolffs koma fyrir. Israel Cantz var að sönnu mikill wolffisti, sem ogsá merki prófessorvið Kaupmannahafnarháskóla Johan Ernst Gunnerus. Joachim Georg Darjes var hins vegar mjög strangur í sinni mótmælendatrú, Christian August Crusius var píetisti sem gagnrýndi marga grunnþætti í frumspeki Wolffs ogjohan Gottlieb Heineccius var reyndar eftirmaður Wolffs við Háskólann í Halle, en hann var nánari Pufendorf í skoðunum heldur en rökhyggju Wolffs. 35 Skoðun Hobbes á tilgangsorsökum litaðist öðru fremur af því að aristótelísk heimspeki var heimspeki páfastóls. Hin nýju náttúruvísindi voru hins vegar ekki andstæð trúarlegri afstöðu hans og áttu að feykja burt allri forneskju. 36 Sjá samræðuna Evþýfron um þá spurningu hvort það rétta sé rétt vegna þess að guðirnir vilji það eða hvort þeir vilji það vegna þess að það er rétt. 37 Miðaldaheimspekingurinn Gregoríusi frá Rimini (1300-1358) hélt því fram að án Guðs væri syndin engu að síður raunveruleg, þ.e. að Guð réði ekki hvað væri rétt og hvað væri rangt. Það hugtakapar væri viðfang skilningsins. Á nýöld voru þessi mál gjarnan rædd útfrá skoðun Gregoríusar. 38 I heimspeki nýaldar er talað um vildarhyggju (voluntarisma) til þess að gera grein fyrir þess- ari skoðun. Andstæða hennar er skynsemishyggja (intellektúalismi). I heimspeki nýaldar þótti mörgum efahyggjusinnum auðvelt að gera lítið úr slíkri skynsemishyggju og myndaðist stundum sérkennilegt bandalag milli efahyggju og bókstafstrúar gegn henni. 39 Suarez reyndi að feta ákveðinn milliveg hvað þessar spurningar varðaði, eins og í svo mörgu öðru. Samkvæmt honum var vilji Guðs og skynsemi óaðgreinanlegir eiginleikar hans og uppspretta hinna eilífú laga.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.