Hugur - 01.06.2009, Side 111

Hugur - 01.06.2009, Side 111
Manndómur 109 að útskýra rétt lög og ekki síður ástæðu til réttrar mannlegrar breytni, horfir ekki til styttri leiðar. Þvert á móti getur leiðin virst lengri vegna aukinnar meðvitundar um hvert skref. Náttúruréttarkenningar hafa einmitt liðið fyrir að menn hafa talið að traust á þær færi menn hraðar og auðveldar að endanlegum sannleika; að nátt- úruréttur hvetji til dómhörku og alhæfinga, að grundvallarreglan geti aðeins verið „náttúruleg" ef maðurinn sé þar með skilgreindur útfrá dýrafræðilegum forsend- um. Það er auðvelt að sjá í gegnum slíka gagnrýni og það hafa margir gert.67 Strembnasta gagnrýnin á náttúrurétt kemur hins vegar fram hjá þeim sem telja náttúrulagakenningar innihalda mikla rökvillu. Sh'k gagnrýni ætti ekki að koma á óvart enda er náttúruréttur geysilega flókið hugtak og erfitt fyrir kenningar sem byggja á hugtakinu að halda röklegum þræði í gegnum mögulegar túlkanir. Þeir heimspekingar sem hér hefúr verið fjallað um notuðu ýmist latneska hugtakið ius natura/e, þýska hugtakið Naturrecht eða danska hugtakið Naturret. I samtímanum er yfirleitt talað um náttúrulög (oftast á ensku NaturalLaw). Hugtakið gat staðið fyrir mismunandi hluti. Það gat verið hugtak yfir réttlæti, réttindi, það sem fær fólk til að breyta rétt, eiginleika sem gefinn er af Guði til þess að breyta eftir vilja hans og náttúrulögmál. Hugtakið gat einnig staðið fyrir blöndu einhverra þessara þátta.68 Skoski heimspekingurinn og samtímamaður Jóns, David Hume, skegg- ræddi þá áráttu margra að leggja að jöfnu það sem er (staðreynd) og það sem á að vera (hvort sem það er gildisdómur eða siðaboð (á að gera)).69 Og enn er þetta helsta gagnrýnin sem er tínd fram gegn náttúrurétti. Staðreynd og gildi er aug- ljóslega sitthvað og við fyrstu sýn virðist það sannfærandi að staðreyndir færi okkur engar röklega skotheldar ályktanir um hvað eigi að gera. Hér gefst ekki rúm til að hefja mikla rökræðu við Hume um þetta efni, en þess í stað látið nægja að nefna þrjú atriði sem fólk ætti að hafa í huga áður en það lætur þessa kunnu röksemd halda sér frá því að kynna sér náttúrulagakenningar. I fyrsta lagi má ekki láta hugtakið sjálft vefjast fyrir sér; ákaflega fáir leggja þann skilning í það að um nokkurs konar náttúrulögmál sé að ræða. Hér er því ekki verið að lýsa ytri heimi heldur siðferðilegum veruleika manna. I öðru lagi virðist sá náttúruréttur sem Hobbes og Pufendorf settu fram, og mörgum getur fúndist aðlaðandi, fremur ónæmur fyrir þessari gagnrýni. En þeirra leið leiddist út í að krefjast býsna ríkulegs trúarinntaks sem mörgum finnst of dýru verði keypt. Síðast en ekki síst þarf að hafa í huga að á að vera er ekki leitt af því sem er samkvæmt flestum náttúru- lagakenningum. Ríkasti þráður náttúruréttar frá Tómasi og til Wolffs lítur svo á að náttúruleg skylda (hvað á að gera) spretti úr skilningi á því hvað sé gott. Gildis- dómurinn er báðum megin, ef svo má að orði komast; og siðaboðin eru reist á grunni þeirra gilda. 67 í þessu samhengi er umræðan um grundvallarlífsgæðin hvað mikilvægust. Vinátta og þekk- ing eru mikilvægari til farsældar (fyrir þá sem trúa á sh'k markmið mannvera) en æxlun og át. 68 Sjá umfjöllun í neðanmálsgrein 4. 69 Sjá A Treatise ofHuman Nature (1739-40), Bók III, I. hluta, I. grein. Ályktanir sem fela í sér siðaboð er auðvitað ekki hægt að draga beint af náttúrulegum staðreyndum, sbr. umræður um hvað sé rétt og rangt í kynlifi á forsendum tímgunarárangurs.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.