Hugur - 01.06.2009, Side 111
Manndómur
109
að útskýra rétt lög og ekki síður ástæðu til réttrar mannlegrar breytni, horfir ekki
til styttri leiðar. Þvert á móti getur leiðin virst lengri vegna aukinnar meðvitundar
um hvert skref. Náttúruréttarkenningar hafa einmitt liðið fyrir að menn hafa talið
að traust á þær færi menn hraðar og auðveldar að endanlegum sannleika; að nátt-
úruréttur hvetji til dómhörku og alhæfinga, að grundvallarreglan geti aðeins verið
„náttúruleg" ef maðurinn sé þar með skilgreindur útfrá dýrafræðilegum forsend-
um. Það er auðvelt að sjá í gegnum slíka gagnrýni og það hafa margir gert.67
Strembnasta gagnrýnin á náttúrurétt kemur hins vegar fram hjá þeim sem telja
náttúrulagakenningar innihalda mikla rökvillu. Sh'k gagnrýni ætti ekki að koma á
óvart enda er náttúruréttur geysilega flókið hugtak og erfitt fyrir kenningar sem
byggja á hugtakinu að halda röklegum þræði í gegnum mögulegar túlkanir. Þeir
heimspekingar sem hér hefúr verið fjallað um notuðu ýmist latneska hugtakið ius
natura/e, þýska hugtakið Naturrecht eða danska hugtakið Naturret. I samtímanum
er yfirleitt talað um náttúrulög (oftast á ensku NaturalLaw). Hugtakið gat staðið
fyrir mismunandi hluti. Það gat verið hugtak yfir réttlæti, réttindi, það sem fær
fólk til að breyta rétt, eiginleika sem gefinn er af Guði til þess að breyta eftir vilja
hans og náttúrulögmál. Hugtakið gat einnig staðið fyrir blöndu einhverra þessara
þátta.68 Skoski heimspekingurinn og samtímamaður Jóns, David Hume, skegg-
ræddi þá áráttu margra að leggja að jöfnu það sem er (staðreynd) og það sem á að
vera (hvort sem það er gildisdómur eða siðaboð (á að gera)).69 Og enn er þetta
helsta gagnrýnin sem er tínd fram gegn náttúrurétti. Staðreynd og gildi er aug-
ljóslega sitthvað og við fyrstu sýn virðist það sannfærandi að staðreyndir færi
okkur engar röklega skotheldar ályktanir um hvað eigi að gera. Hér gefst ekki rúm
til að hefja mikla rökræðu við Hume um þetta efni, en þess í stað látið nægja að
nefna þrjú atriði sem fólk ætti að hafa í huga áður en það lætur þessa kunnu
röksemd halda sér frá því að kynna sér náttúrulagakenningar. I fyrsta lagi má ekki
láta hugtakið sjálft vefjast fyrir sér; ákaflega fáir leggja þann skilning í það að um
nokkurs konar náttúrulögmál sé að ræða. Hér er því ekki verið að lýsa ytri heimi
heldur siðferðilegum veruleika manna. I öðru lagi virðist sá náttúruréttur sem
Hobbes og Pufendorf settu fram, og mörgum getur fúndist aðlaðandi, fremur
ónæmur fyrir þessari gagnrýni. En þeirra leið leiddist út í að krefjast býsna ríkulegs
trúarinntaks sem mörgum finnst of dýru verði keypt. Síðast en ekki síst þarf að
hafa í huga að á að vera er ekki leitt af því sem er samkvæmt flestum náttúru-
lagakenningum. Ríkasti þráður náttúruréttar frá Tómasi og til Wolffs lítur svo á
að náttúruleg skylda (hvað á að gera) spretti úr skilningi á því hvað sé gott. Gildis-
dómurinn er báðum megin, ef svo má að orði komast; og siðaboðin eru reist á
grunni þeirra gilda.
67 í þessu samhengi er umræðan um grundvallarlífsgæðin hvað mikilvægust. Vinátta og þekk-
ing eru mikilvægari til farsældar (fyrir þá sem trúa á sh'k markmið mannvera) en æxlun og
át.
68 Sjá umfjöllun í neðanmálsgrein 4.
69 Sjá A Treatise ofHuman Nature (1739-40), Bók III, I. hluta, I. grein. Ályktanir sem fela í sér
siðaboð er auðvitað ekki hægt að draga beint af náttúrulegum staðreyndum, sbr. umræður
um hvað sé rétt og rangt í kynlifi á forsendum tímgunarárangurs.