Hugur - 01.06.2009, Síða 129
Rökskortur og villuótti
127
f greininni „Can We Teach Justified Anger?“ gagnrýnir Kristján Cohen (og
Goleman) og í greininni ,„Emotional InteUigence‘ in the Classroom? An Aristot-
elian Critique“ gagnrýnir hann Goleman, auk þess sem nánast sömu gagnrýni á
Goleman er að finna í bók Kristjáns Aristotle, Emotions, and Education. Taka skal
fram að Kristján gefur ekki í skyn að hann geri með þessu tæmandi úttekt á sjálfs-
hjálparritum, en það eru stór orð að segja að bókmenntagrein sé forheimskandi og
því verður að skoða hvort gagnrýni Kristjáns á einstök rit innan hennar geti gefið
tilefni til slíkrar fidlyrðingar. An sh'kra raka stæði hún eftir eins og t.d. fullyrðingin
„íslenskar skáldsögur eru forheimskandi", sem fáum þætti merkileg eða upplýs-
andi, þótt einhverjir væru kannski sammála henni.
Ef við byijum á Goleman er of langt mál að rekja nákvæmlega gagnrýnina enda
tekur hún yfir heila grein. Aðalatriði í gagnrýni ICristjáns er þó vanhæfni tilfinn-
ingagreindar, eins og Goleman kynnir fýrirbærið, til að vera góður grunnur að
menntun tilfinninganna í skólum. Astæðan, að sögn Kristjáns, er fýrst og fremst
sú að Goleman tekur ekki nægilegt mið af þætti siðferðisins. f staðinn beinir
Kristján athyglinni að Aristótelesi sem hafi þennan þátt með, en Goleman segist
byggja kenningu sína á honum.
Varðandi mikilvægi siðferðisins í menntun og uppeldi er ég sammála Kristjáni.
Hins vegar er ég ekki sannfærður um að gagnrýnin á Goleman í þessu ljósi sé
fyllilega sanngjörn. Eins og Kristján bendir á telur Goleman að tilfinningagreind
skipti máh fyrir siðferðið, sérstaklega samkennd (e. empathý). Kristján segir þá að
Goleman yfirsjáist bæði að samkennd sé ekki tilfinning, heldur hæfileiki til að
finna til tilfinninga vegna skynjunar á stöðu annarrar manneskju, og að samkennd
sé ekki nauðsynlega siðferðileg.5 Um hvorugt er ég sannfærður af mínum lestri á
bók Golemans.
Um hið fyrra má segja að þótt samkennd sé e.t.v. ekki tilfinning eins og Kristján
skilgreinir hana (heldur farvegur fyrir ýmsar tilfinningar)6 þá sé ekki fjarri lagi að
ræða það í samhengi við tilfinningagreind hvernig tilfinningar eru meðhöndlaðar.
Varðandi hið síðara virðist mér Goleman ekki fullyrða að þroskuð samkennd leiði
nauðsynlega til siðferðilegrar hegðunar. Hann fer að vísu nærri því, en velviljaður
lesandi þarf ekki að túlka hann svo.7 Túlka má afstöðu hans þannig að hún byggi
á þeirri hugmynd að samkennd sé nauðsynleg (þótt hún sé ekki nægileg) forsenda
siðferðis og að rannsóknir sýni að aukin samkennd auki verulega líkur á siðferði-
legri hegðun.8
Þegar á heildina er litið virðist Goleman ekki hafa mikið um siðferði að segja í
EmotionalIntelligence, þótt hann leggi á það nokkra áherslu í inngangi og niðurlagi
bókar sinnar. Því má spyrja hvort yfirhöfuð sé skynsamlegt að gera þá kröfu til
tilfinningagreindar, eins og hann lýsir henni, að hún sinni siðferðinu þegar henni
er beitt í skólum. Kristján gagnrýnir einmitt nýja hreyfingu í siðferðilegri mennt-
5 Kristján Kristjánsson (2006:52-53).
6 Kristján Kristjánsson (2006: 52).
7 Sbr. Goleman (2004:105 og 286).
8 Sbr. Goleman (2004:106).