Hugur - 01.06.2009, Side 134

Hugur - 01.06.2009, Side 134
132 Róbert Jack áhersla á aðra þætti en sjálft námið í skólastarfi, þ.á m. tilfinningalíf nemenda, hafi þar eitthvað að segja. Hér kunna sjálfshjálparfræði að eiga einhvern hlut að máli, hver svo sem áhrifin eru og hverjir svo sem teljast sjálfshjálparfræðingar. En Sal- erno lítur alveg fram hjá þeim möguleika að áherslan á tilfinningalífið hafi sprottið af alvarlegum vanda, þ.e. of mikilli áherslu á rök- og málgreind í skólastarfi, og sé því til bóta. Salerno talar reyndar almennt eins og hann sé blindur á þörf manneskjunnar til að þroska vitundarlífið sem að jafnaði er stór þáttur í umfjöllun sjálfshjálparrita. Helst má skilja á honum að honum finnist það til óþurftar að fjalla um þessa hluti29 og hann virðist annaðhvort ekki vilja skilja eða ekki geta skilið umfjfillun sjálfshjálparfræða um þá. Eg tek tvö dæmi. A einum stað þar sem Salerno talar um að sjálfshjálparfræði vilji vinna á ótta fólks segir hann, eins og til að svara þessu kvabbi, að það sé nú gagnlegt að óttast suma hluti, því það muni verja mann fyrir sársauka, auðmýkingu og dauða.30 Vissulega er þetta rétt hjá Salerno, en það er þó staðreynd að margir verja nokkurri orku dag hvern í að óttast þarflaust og án góðr- ar ástæðu, orku sem mætti til dæmis nýta í að læra heima. Á öðrum stað gerir Salerno stutta samantekt á fordómum sínum og segir rakalaust að sjálfshjálpar- fræðingar telji „umhyggju fyrir fólki jafngilda meðvirkni, sjálfsfórn jafngilda masókisma, að ala upp hlýðin börn jafngilda illri meðferð á börnurn."31 Svona túlkanir þarf auðvitað að rökstyðja, en aftur víkur Salerno sér undan því að fást raunverulega við það sem sjálfshjálparfræðingarnir segja. Eins og áður segir hefur Salerno skýringu á þessu öllu. Sjálfshjálparfræðin snúist öðru fremur um að græða peninga, þetta er rauði þráðurinn í bókinni. Þessu til stuðnings má nefna að af 250 blaðsíðum meginmáls bókarinnar innihalda a.m.k. 58 dollaramerki og auk þess er stundum fj allað um peninga án þess að notað sé dollaramerld. I ljósi takmarkaðrar sýnar Salernos á vitundarlífið dettur mér helst í hug það sem einhver sagði um mikilvægi verkfæra: ef eina verkfærið sem maður hefur er hamar fer allt að líta út eins og nagli. Bók Salernos endar þannig á helstu skýringu hans á mannlegu atferli: „Og það gerir þau rík.“32 Hugmyndafrœði óraunveruleikans? Eins og Salerno hefur Stewart Justman skrifað heila bók um sjálfshjálparfræði, Fool’s Paradise: The Unreal World ofPop Psychology. í bókinni hyggst Justman sýna hvernig sjálfshjálparrit allt frá 7. áratugnum hafi byggt á óraunverulegum hug- myndum útópismans. Þrátt fyrir að gera fyrirvara um mikilvægi þerapíu almennt segir Justman það markmið bókarinnar að lækna lesendur með því að fletta ofan af villum og yfirskini sjálfshjálparrita, en það sé gott markmið vegna mikilla skað- legra áhrifa þeirra.33 Meginnálgun Justmans er því úttekt á hugmyndafræði og skaðlegum hugmyndum í sjálfshjálparritum. 29 Sbr. Salerno (2005:159 og 183). 30 Salerno (2005:141). 31 Salerno (2005:158-159). 32 Salerno (2005: 251). 33 Justman (2005: 7).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.