Hugur - 01.06.2009, Síða 156

Hugur - 01.06.2009, Síða 156
154 Gabriel Malenfant öllu því sem er sagt, allri hugsun, öllu því sem er skynjað. [...] En þar með væri hvers kyns handanvera, önnur en sú staðreyndabundna handanvera sem felst í handanheimum borgarinnar á himnum er svífur ofar hinni jarðnesku borg - svipt allri merkingu.19 Eftir að hafa rætt ítarlega um návist „óendanleikans í endanleikanum" og „yfir- stigið í íverunni“ - en með slíku orðalagi er í senn átt við návist merkingarinnar í holdtekju sinni og ábyrgðarinnar sem þetta hefur í för með sér í samfimdinum augliti til aughtis - ræðst Levinas í að taka frumspekilegar hugmyndir sínar til margþættrar endurskoðunar. Til þess að skýra afstöðu sína kynnir hann til sögu atvikshátt og hyggst þannig umbylta á róttækari hátt en áður hugmyndinni um eðH. Með öðrum orðum gerir Levinas sér grein fyrir því að umræða hans um Hinn beinist að mannverunni í gjörvallri sérstöðu hennar og að þeim vilja hennar að vera eitthvað annað og meira en mengi hugtaka sem hengd eru á hana til að leiða hana fram sem „x“ eða „y“. Lesendur skilja lýsinguna á Hinum semsé eftir sem áður á þann veg að hann sé vera, hugtakakví, eðli. Levinas setur vandann fram sem hér segir: „sögnin vera [...] táknar í stað þess að óma“.2a Þvert á þetta miða öh verk Levinas að því að sýna fram á að Hinn verði ekki táknaður, nefndur eða lokaður inni í hugtaki sem gerði úr honum fuhbúna og skothelda veru, því að „í því felst djúpstætt skilningsleysi að heyra ekkert annað í tungumálinu en nöfn“.21 En hvað er þá Hinn? Hvað er maðurinn að mati Levinas? I tungumálinu, handan eða hérna megin við hin sögðu orð, býr Sögnin sem er ákall frá Hinum. Eins og fram hefur komið býr ábyrgðin í þessari ræðu sem fer á undan sjálfri verunni. Hinn lagar sig ekki að orðræðu verufræðinnar; hann sleppur undan greinargerð hennar. Hinn er ekki,jafnvel þótt hann sé fastur í völundarhúsi iogos-ins, orðræðunnar sem gerir úr honum fuhtrúa hugtakakvíar sem hann týnist bak við. Öllu heldur bærist hinn og ómar: „Sókrates sókratesíserar eða Sókrates er Sókrates, það er háttur Sókratesar á að vera. Umsögnin lætur skína í andrá eðlisins“.22 Þessi hugsun kann að virðast snúin, en í reynd snýst hún um frumlæga staðreynd: mannveran er ekki „hlutur" sem hægt er að tákna, á borð við stein, tré eða byggingu. Hún er ekki einu sinni „hugsandi hlutur“ eða „opin“ vera eins og þarveran (Dasein) hjá Heidegger. Öllu heldur ersérhver mannvera ákveðinn háttur, eða, orðað neikvætt, hún er ekkert annað en ákveðinn háttur. „Öðruvísi en veran“ merkir ekki „að vera öðruvísi“ því að rétt eins og „sellóið er selló í hljómnum sem bærist í strengjum þess og viði“,23 er Hinn á engan annan hátt en fyrir atbeina háttar síns, hann er ekki í reynd nema fyrir milligöngu atviksorðanna sem gera hann að honum. Stundum tekur fólk svo til orða að það „sé ekki bara tala á blaði“. Þegar öllu er á botninn hvolft er það einmitt þetta sem Levinas heldur fram, en að vísu á miklu 19 20 21 22 23 Levinas,Autrement quétre, bls. 13-14. Sama rit, bls. 73. Sama rit, bls. 71. Sama rit, bls. 72. Sama rit, bls. 71.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.