Hugur - 01.06.2009, Qupperneq 156
154
Gabriel Malenfant
öllu því sem er sagt, allri hugsun, öllu því sem er skynjað. [...] En þar með
væri hvers kyns handanvera, önnur en sú staðreyndabundna handanvera
sem felst í handanheimum borgarinnar á himnum er svífur ofar hinni
jarðnesku borg - svipt allri merkingu.19
Eftir að hafa rætt ítarlega um návist „óendanleikans í endanleikanum" og „yfir-
stigið í íverunni“ - en með slíku orðalagi er í senn átt við návist merkingarinnar í
holdtekju sinni og ábyrgðarinnar sem þetta hefur í för með sér í samfimdinum
augliti til aughtis - ræðst Levinas í að taka frumspekilegar hugmyndir sínar til
margþættrar endurskoðunar. Til þess að skýra afstöðu sína kynnir hann til sögu
atvikshátt og hyggst þannig umbylta á róttækari hátt en áður hugmyndinni um
eðH. Með öðrum orðum gerir Levinas sér grein fyrir því að umræða hans um Hinn
beinist að mannverunni í gjörvallri sérstöðu hennar og að þeim vilja hennar að vera
eitthvað annað og meira en mengi hugtaka sem hengd eru á hana til að leiða hana
fram sem „x“ eða „y“. Lesendur skilja lýsinguna á Hinum semsé eftir sem áður á
þann veg að hann sé vera, hugtakakví, eðli. Levinas setur vandann fram sem hér
segir: „sögnin vera [...] táknar í stað þess að óma“.2a Þvert á þetta miða öh verk
Levinas að því að sýna fram á að Hinn verði ekki táknaður, nefndur eða lokaður
inni í hugtaki sem gerði úr honum fuhbúna og skothelda veru, því að „í því felst
djúpstætt skilningsleysi að heyra ekkert annað í tungumálinu en nöfn“.21
En hvað er þá Hinn? Hvað er maðurinn að mati Levinas?
I tungumálinu, handan eða hérna megin við hin sögðu orð, býr Sögnin sem er
ákall frá Hinum. Eins og fram hefur komið býr ábyrgðin í þessari ræðu sem fer á
undan sjálfri verunni. Hinn lagar sig ekki að orðræðu verufræðinnar; hann sleppur
undan greinargerð hennar. Hinn er ekki,jafnvel þótt hann sé fastur í völundarhúsi
iogos-ins, orðræðunnar sem gerir úr honum fuhtrúa hugtakakvíar sem hann týnist
bak við. Öllu heldur bærist hinn og ómar: „Sókrates sókratesíserar eða Sókrates
er Sókrates, það er háttur Sókratesar á að vera. Umsögnin lætur skína í andrá
eðlisins“.22 Þessi hugsun kann að virðast snúin, en í reynd snýst hún um frumlæga
staðreynd: mannveran er ekki „hlutur" sem hægt er að tákna, á borð við stein, tré
eða byggingu. Hún er ekki einu sinni „hugsandi hlutur“ eða „opin“ vera eins og
þarveran (Dasein) hjá Heidegger. Öllu heldur ersérhver mannvera ákveðinn háttur,
eða, orðað neikvætt, hún er ekkert annað en ákveðinn háttur. „Öðruvísi en veran“
merkir ekki „að vera öðruvísi“ því að rétt eins og „sellóið er selló í hljómnum sem
bærist í strengjum þess og viði“,23 er Hinn á engan annan hátt en fyrir atbeina
háttar síns, hann er ekki í reynd nema fyrir milligöngu atviksorðanna sem gera
hann að honum.
Stundum tekur fólk svo til orða að það „sé ekki bara tala á blaði“. Þegar öllu er
á botninn hvolft er það einmitt þetta sem Levinas heldur fram, en að vísu á miklu
19
20
21
22
23
Levinas,Autrement quétre, bls. 13-14.
Sama rit, bls. 73.
Sama rit, bls. 71.
Sama rit, bls. 72.
Sama rit, bls. 71.