Hugur - 01.06.2009, Qupperneq 174

Hugur - 01.06.2009, Qupperneq 174
172 Þorsteinn Vilhjálmsson Níundi kafli ber heitið „Gagnrýnin rökhyggja Poppers" og er aðeins n blaðsíður en að vísu gagnorður því að höfundur er þar greinilega á heimavelli.Tíundi kafli þallar síðan um Kuhn og Feyerabend. Hann er aðeins 12 síður sem verður að teljast lítið miðað við mikilvægi Kuhns í vísindafræðum nútímans, en sem betur fer hafa aðrir fj allað talsvert um hann á íslensku.4111. kafla er síðan rætt um hugmyndir Lakatosar og Laudans um rannsóknaráætlanir og rannsóknarhefðir. Efni þess kafla er bæði áhugavert og skilmerkilega fram sett, þó í stuttu máli sé. Það voru einmitt glöggar lýsingar þess kafla sem kveiktu hjá greinarhöfundi hugmyndina um að nú væru menn að reyna að komast undir regnbogann eins og fyrirsögn greinarinnar vísar til. Regnboginn færist sem kunnugt er sífellt undan slíkum tilraunum og verður vikið aftur að því hér á eftir. Vísindaheimspekin og kortin Nú vendum við okkar kvæði í kross og ræðum nokkra hríð um nokkur meiri hátt- ar viðfangsefni sem kvikna við lestur á bók Erlendar, án þess að við byggjum þá endilega á einstökum atriðum í henni. Það er viðsjált viðfangsefni að ætla sér að skilgreina vísindin umfram það sem felst í orðinu sjálfu. Þessi viðleitni minnir stundum á dæmisöguna um manninn sem átti að gera nákvæmt kort af tilteknu landsvæði fyrir konung sinn. Konung- urinn fann alltaf eitthvað að nákvæmni kortsins þar til maðurinn kom með kort sem var einfaldlega í mælikvarðanum einn á móti einum: Kortið var algert afrit af veruleikanum sem ætlunin var að lýsa. En þá rann upp fyrir mönnum að slíkt kort er gagnslaust: Við höfum engan ávinning af að skoða það frekar en veruleikann sjálfan.5 Að þessu leyti varð kortagerðin eins og gönguferð undir regnbogann: Markmiðið reyndist fullkomlega utan seilingar þegar betur var að gáð. Raunar þarf kortið ekki að vera svona nákvæmt til þess að við bölvum nákvæmni þess í sand og ösku; stundum eru kort alltof nákvæm fyrir það sem við höfum í huga, bæði of stór og fyrirferðarmikil og eins alltof ýtarleg þannig að við fáum ekki þá yfirsýn sem við ætluðum okkur og smáatriðin drekkja aðalatriðunum sem við sækjumst eftir hverju sinni. Sum fyrirbæri eiga kannski heldur ekkert erindi á nein kort. Þegar ég horfi út um gluggann uppi í sveit sé ég ýmislegt sem þetta á við um: Þannig höfum við ekki áhuga á að skrá einstök grasstrá sumarsins á kort, hvað þá heldur sveiflur þeirra fýrir vindinum eða vindinn sjálfan. Slíkt er forgengilegt, segjum við, og stoðar lítið að skrá það á kort. En hvað þá með blómin sem vaxa á sama stað ár eftir ár, runnana og trén, trjálundina, skógana og rofabörðin sem verða horfin eftir nokkur ár? Svörin við þessu fara eftir því hversu lengi við ætlum kortinu að halda gildi sínu og ekkert kort stendur óhaggað endalaust. Ef við ætlum kortinu að gilda 4 Þorsteinn Gylfason, 1975. Auk þessarar prýðilegu greinar um Popper og Kuhn má nefna bækur greinarhöfundar, 1986-1987, sem eru skrifaðar undir umtalsverðum áhrifum frá kenn- ingum Kuhns 5 Þessa flökkusögu er að finna í skemmtilegum búningi hjá Borges, 1990, 92, undir heitinu „Um vísindalega nákvæmni“. Önnur þýðing er í grein Þorsteins Gylfasonar, 1996,161.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180
Qupperneq 181
Qupperneq 182
Qupperneq 183
Qupperneq 184
Qupperneq 185
Qupperneq 186
Qupperneq 187
Qupperneq 188
Qupperneq 189
Qupperneq 190
Qupperneq 191
Qupperneq 192
Qupperneq 193
Qupperneq 194
Qupperneq 195
Qupperneq 196
Qupperneq 197
Qupperneq 198

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.