Hugur - 01.06.2009, Qupperneq 188

Hugur - 01.06.2009, Qupperneq 188
186 Hugur Ritdómar Gunnars á mörg samfélagsmein það beitt að hún hlýtur að krefjast fræðilegs stuðnings. I öðru lagi fæ ég ekki betur séð en að Gunn- ar ætli sér að setja slíka kenningu um gildi fram og vinni útfrá því að hún sé smátt og smátt að myndast þegar líður á bókina. Hann ræðir hreinskilnislega um hvernig mismunandi sjónarhorn á gildin gætu gefið í skyn huglægan grundvöll þeirra, en ég fæ ekki betur séð en að lokum haldi hann því gallhart fram að það séu raunverulegir eiginleikar sem skeri úr um hvort samfélög dafna eða flosna upp. Það er ekkert að því að fjalla á gagnrýninn hátt um samfélagsmál með því að tína til héðan og þaðan atriði sem virka upplýsandi á lesendur. Og uppbygging verksins bendir til þess að Gunnar hafi lagt af stað með það fyrir augum. Kaflarnir, og þar með efnisatriðin, eru mjög misjafnir að lengd og gæðum, og virðast raðast upp fremur handahófskennt. En eins og áður sagði þá er sitthvað sem bendir til þess að Gunnari Hersveini liggi mikið á hjarta. Sú hugsun sem sprettur fram á síðunum hefur tvö megineinkenni. Annars vegar velur Gunnar að sækja lauslega í sjóði dygðasiðfræði, sem hann fjallar um á fremur íhaldssaman hátt. Hins vegar birtist athyglisverð róttækni í verkinu. Hér myndast sem sagt togstreita milli þess að vísa ýmist til gamalla og traustra gilda eða gagnrýna gömul stein- runnin viðhorf - gjarnan þar sem þau séu of karllæg. Niðurstöðu þessarar togstreitu, sem er því miður ekki viðurkennd eða rædd ítarlega í verkinu, virðist Gunnar telja að menn eigi að talca án fýrirvara: Ef allir hefðu nokkur gömul gildi til hliðsjónar, en tækju einnig upp róttækari viðhorf um sjálfbærni og jafnrétti, þá væri allt betra. En þá þarf líka útskýra fyrir lesendum hvar gömul gildi bregðast þar sem ný eiga að koma í staðinn. Og hvað það atriði varðar verður Orðspor heldur óskýrt. Þetta er heldur baga- lcgt því Gunnar er að sýna fram á hvernig við geturri lagað helstu verðmæti íslensks samfélags - orðspor þjóðarinnar - sem hann reyndar vill ræða á grundvelli hag- stærða: „Ekki er [orðstír] þó metinn til fjár því hann er um heiður og mannorð sérhvers manns. Orðspor þjóða og fyrirtækja hefur á hinn bóginn eftir því sem hnattvæðingin ágerist orðið æ dýrmætara." (7) Hvers vegna Gunnar velur þessa leið er ekki útslcýrt til fulls (frekar en greinarmunurinn á orðstír og orðspori). Hér gefst ekki rými til þess að setja fram ítarlega til hvaða ráða Gunnar Hersveinn hefði getað gripið til þess að herða á verkinu. Ein umdeild leið sem gæti staðið Gunnari til boða væri til dæmis að reyna að setja saman einhvers konar stigveldi þeirra gilda sem hann telur samfélaginu mikilvægust, þ.e. að sum gildi liggi öðrum til grundvallar. Það hefði þó krafist þess að hann gerði grein fyrir hvers konar gildi hann er að ræða um, það hefði þurft að snyrta til alla hugtakanotkun hans; lesandinn getur ekki annað en spurt sig hvort gildi séu sköpuð af samfélaginu eða persónuleg, hvort þau séu það sama og dygðir, hver sé munurinn á gildum og siðaboðum, hvað lestir séu í raun og hvaða skilning hann leggur í syndina.1 Hvað um það, ef við gerum ráð fyrir að til séu ákveðin grunngildi þá má gera ráð fyrir að mörg önnur gildi geti verið leidd af þeim. Þannig væri það alveg í anda Orðspors að gera ráð fyrir að trúin, vonin og kærleikurinn séu slík kjölfesta - sjálfljós gildi og hlutlæg í þeim skilningi. Ef ég les Gunnar rétt þá myndi hann einnig samþykkja að þekking eða viska og réttlæti væru slík gildi. Af þeim megi leiða persónuleg gildi eins og nægjusemi, þolinmæði og sjálfsaga. Þar ofan á megi svo stilla hlutlægum stoðum undir samfélagsgildi eins og jafnrétti, friðarboð, fjölmenningu og umönnun. Kenningin væri sem sagt sú að rangur skilningur á grundvallargildunum (til dæmis karllæg bókstafstrú á kærleika) leiddi augljóslega til rangra áherslna hvað varðar gildin í sam- félaginu. Svona uppbygging væri auðvitað ekki frumleg. Ég get hins vegar ekki varist þeirri hugsun að Gunnar sé að leita í þessa átt. Aukin rannsóknavinna hefði ekki þurft að gera verkið þurrara og flóknara. Jafn lipur höfundur og Gunnar hefði auðveldlega komið því í búning ætluðum almennum lesendum. Vandamál Orðspors er sem sagt að hvað eftir annað gefur Gunnar í skyn að þetta sé hann að meina, en honum bregst boga- listin að ganga alla leið. Reyndar má vera að einhver atriði séu betur útskýrð í fyrra
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180
Qupperneq 181
Qupperneq 182
Qupperneq 183
Qupperneq 184
Qupperneq 185
Qupperneq 186
Qupperneq 187
Qupperneq 188
Qupperneq 189
Qupperneq 190
Qupperneq 191
Qupperneq 192
Qupperneq 193
Qupperneq 194
Qupperneq 195
Qupperneq 196
Qupperneq 197
Qupperneq 198

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.