Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.1995, Side 40

Læknablaðið - 15.01.1995, Side 40
32 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 á tímabilinu reiknast aukningin 26,2% sem svarar til 3,0% aukningar á ári. Mikilvægi þess að samræma aðferðir við talningu á rannsókna- fjölda er augljóst og mælt er með því að sú aðferð, sem notuð var í þessari könnun, verði framvegis notuð við skýrslugerð um rann- sóknafjölda hér á landi. Breytingar á fjölda rannsókna eftir rann- sóknafiokkum reyndust mjög mismunandi eins og kemur fram í töflum III og VI. Aukning bakteríuræktana reyndist vera 53%, meinefna- fræðirannsóknir jukust um tæp 50%, blóð- meinafræðirannsóknir stóðu nokkurn veginn í stað, þvagrannsóknum fækkaði um 25% og öðrum rannsóknum fjölgaði um 26%. Ekki er ljóst hvað veldur svo mismunandi breytingum eftir rannsóknaflokkum en vera kann að lækn- ar leggi nú meiri áherslu á bakteríurannsóknir en áður eða að bakteríusýkingar korni í vax- andi mæli til kasta lækna. Meinefnafræðirannsóknir hafa aukist mikið hjá öllum tegundum stofnana og kann það að tengjast auknu framboði eða auknu mikilvægi þeirra við lækningar. Fækkun þvagrannsókna, sem átti sér stað hjá öllum gerðum stofnana, kann að endurspegla efasemdir um gildi þeirra við lækningar (5) ásamt vaxandi áherslu á bakteríuræktanir til greiningar þvagsýkinga. Einnig er athyglisverð hliðrun rannsóknastarf- semi frá smáum stofnunum til þeirra stærri. Fjölgun rannsókna við stór sjúkrahús reyndist 30%, við önnur sjúkrahús 14,5% en við heilsu- gæslustöðvar fækkaði rannsóknum um 10%. Aðgengilegar upplýsingar um rannsókna- fjölda meðal annarra þjóða eru af skornum skammti. Samkvæmt norskri könnun (6) var fjöldi rannsókna á íbúa í Noregi um það bil átta árið 1989 og virðist því ívið meiri en á íslandi. Nákvænrur samanburður er þó erfiður, meðal annars vegna þess að talningaraðferðin í norsku könnuninni var ekki stöðluð. Aukning rannsókna í Noregi milli áranna 1980 og 1989 var áætluð 81% í sömu könnun og virðist því ljóst að töluvert meiri aukning hefur átt sér stað í Noregi en hér á landi síðasta áratug. I Bandaríkjunum var árlegur fjöldi rannsókna á íbúa talinn 27 árið 1981 (7) og aukning rann- sókna á sjöunda og áttunda áratugi þessarar aldar 10-15% á ári (8). Rannsóknaval breyttist lítið hér á landi frá 1982 til 1990. Blóðhagur var langalgengasta rannsóknin og sökk í öðru sæti bæði árin. S- Kreatínín tók við þriðja sæti af S-Kalíum sem féll í fjórða sæti, og S-Klóríð féll úr sjöunda sæti í það tíunda. Að öðru leyti var röð rann- sókna í 10 fyrstu sætunum óbreytt. Neðar á listanum urðu meiri breytingar. Til dæmis juk- ust mælingar á CRP, skjaldkirtilshormónum og kynhormónum mikið og nýjar rannsóknir eins og CK-MB og PSA bættust við. í bakter- íurannsóknum ruddu skyndipróf sér til rúms. Rannsóknastarfsemi er umtalsverður þáttur í heilbrigðiskerfinu eins og sést á því að kostn- aður vegna rannsókna var um 1250 milljónir króna á verðlagi ársins 1990 ef miðað er við niðurstöður þessarar könnunar og gjaldskrá Læknafélags Reykjavíkur og Tryggingastofn- unar ríkisins, en raunkostnaður mun vera nokkru lægri. Bakteríurannsóknir eru ekki með í þessari tölu vegna óraunhæfrar verðlagn- ingar í gjaldskránni. Nokkrar stofnanir, aðrar en þær sem hér hefur verið fjallað um, annast þjónusturann- sóknir sem ekki eru taldar með í þessari könn- un. Má þar nefna Blóðbankann í Reykjavík sem gerði 194.337 rannsóknir (9), Rannsókn- astofu Háskólans í ónæmisfræði með 26.021 (9) og Rannsóknastofu Háskólans í lyfjafræði með 3.736 rannsóknir (10). Ekki var gerð tilraun til að fá upplýsingar um mælingar á glúkósa og fleiri efnum í blóði í heimahúsum og við legu- deildir sjúkrahúsa eða áætla fjölda þeirra. Stór hluti þeirra sem svöruðu tók þátt í ytra gæðaeftirlitskerfi eða sýndi áhuga á þátttöku. Áhugi á gæðatryggingu við íslenskar rannsókn- astofur fer vaxandi og nýleg könnun á blóðfitu- mælingum við íslenskar rannsóknastofur (11) benti ótvírætt til þess að samvinna í gæðamál- um stuðli að samræmi í niðurstöðum. Flestar rannsóknastofur landsins hafa reglu- bundið innra gæðaeftirlit með öllum rannsókn- um og jafnframt hafa stærri rannsóknastofur um árabil verið þátttakendur í ytra gæðamati sem tekur til hluta af rannsóknunum eins og sést í töflu V. Á Vesturlöndum hafa fagfélög meinefnafræðinga haft forgöngu um slíkt gæðamat og komið upp skipulagðri starfsemi á því sviði. Sums staðar hefur iðnaðurinn og hið opinbera tekið þátt í þessari starfsemi. Öll löndin næst okkur í Evrópu hafa haft ytra gæðamat á landsvísu í meira en 20 ár og innan Evrópu hefur verið stofnaður samstarfshópur þeirra aðila sem annast gæðamatið (European External Quality Assurance Organisers Work- ing Group). Á Norðurlöndum er ytra gæðamat rekið í nánum tengslum við fagfélögin og mætti
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.