Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.01.1995, Page 95

Læknablaðið - 15.01.1995, Page 95
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 81 Brjóstakrabbameinsgenin: BRCA1, BRCA2 og hugsanlega fleiri Jórunn Erla Eyfjörö Helga M. Ögmundsdóttir Eins og lesendum Lækna- blaðsins mun kunnugt hefur nýlega tekist að einangra svo- kallað BRCA 1 gen — „breast cancer 1 gen“ (1, 2). Genið fékk nafn fyrir fjórum árum þegar fyrst kom í ljós að gen sem tengdist ættlægri áhættu á að fá brjóstakrabbamein væri stað- sett á lengri armi litnings 17. Síðan hafa farið fram miklar rannsóknir á þessu svæði sem hafa meðal annars sýnt að tengsl við það er helst að finna í fjölskyldum þar sem sjúkdómur kemur fram í ungum konum og þar sem einnig kemur fram krabbamein í eggjastokkum. Reyndar hefur verið rætt um að réttara væri að kenna genið við báðar þessar tegundir krabba- meina. Nokkuð hefur verið á reiki hversu stórt hlutfall ætt- lægs brjóstakrabbameins megi rekja til tengsla við þetta gen. Mjög háar tölur hafa verið nefndar, en eru að öllum líkind- um ofmat vegna þess hvernig það úrtak sem rannsakað hefur verið er valið, það er aðeins hafa verið skoðaðar fjölskyldur með mjög sterka ættarsögu víða að úr heiminum. meðal annars frá íslandi (3). Einangrun BRCAl gensins er vissulega mikilvægur áfangi í rannsókn- um á orsökum ættlægs brjósta- krabbameins. Sá galli er þó á Frá Rannsóknastofu í sameinda- og fruniulíffræði, Krabbameinsfélagi ís- lands. gjöf Njarðar að genið er risa- stórt og þær breytingar sem þegar hafa fundist í því breyti- legar, þannig að hraðvirk grein- ing í fjölskyldum er ekki í sjón- máli. Ymis önnur gen hafa verið nefnd í sambandi við aukna áhættu á brjóstakrabbameini. Það er orðið vel þekkt að stökk- breytingar sem verða í æxlis- bæligeninu p53 á styttri armi litnings 17 í illkynja æxlum virð- ast spá verri lífshorfum krabba- meinssjúklinga með slík stökk- breytt æxli (4). Einnig eru þekktar arfgengar breytingar í p53 geni þótt þær séu miklu sjaldgæfari. í slíkum fjölskyld- um koma fyrir brjóstakrabba- mein í ungum konum en einnig sarkmein, heilaæxli, hvítblæði og krabbamein í nýrnahettu- berki, og er þetta sjúkdóms- munstur kennt við Li og Frau- meni (5). Sjaldgæfar breytingar á androgen viðtaka virðast í sumum fjölskyldum tengdar brjóstakrabbameini í körlum (6) og vísbendingar eru um aukna tíðni brjóstakrabbameins meðal þeirra sem eru arf- blendnir með tilliti til ataxia tel- angiectasia gens/gena (AT). Breytingar í þessum genum geta hins vegar aðeins skýrt mjög lít- inn hluta af ættlægu brjósta- krabbameini í fjölskyldum sem ekki sýna tengsl við BRCAl. Einangrun BRCAl gensins var tilkynnt á fréttamannafundi 14. september síðastliðinn, þremur vikum áður en greinin um það birtist í tímaritinu Science (7). Samtímis var til- kynnt að sýnt hefði verið fram á tengsl ættlægs brjóstakrabba- meins við annað litningasvæði, það er á litningi 13ql2—13. Var svæðið nefnt BRCA2 og greinin um það birtist tveimur vikum eftir fréttamannafundinn (8). Petta gen eða breytingar í því, virðast auka mjög áhættu á brjóstakrabbameini, sérlega hjá ungum konum eins og BRCAl, en er frábrugðið BRCAl að því leyti að ekki virðist um að ræða aukna hættu á krabbameini í eggjastokkum í þessum fjöl- skyldum. Athuganir á tengslum við BRCA2 benda til þess að hugsanlega komi einnig fram aukin hætta á brjóstakrabba- meini í körlum. Höfundar telja að rekja megi háa krabbameins- tíðni í álíka stórum hluta þeirra fjölskyldna, sem rannsakaðar hafa verið, til breytinga í BRCAl og BRCA2, og að auk þess sé um önnur gen að ræða sem enn eru óþekkt en gætu verið að verki í þeirn fjölskyld- um sem hvorki sýna tengls við BRCAl né BRCA2. Á litningi 13, og reyndar mjög nálægt BRCA2, er einnig stað- sett retinoblastoma genið (Rb) sem er fyrsta skilgreinda æxlis- bæligenið. Þetta gen hafði dálít- ið verið rannsakað í brjósta- krabbameinsæxlum hérlendis og kom í ljós að algengt var að þetta svæði hefði tapast af öðru eintaki litningsins. Við athugun á fjölskyldusögu kom í ljós að slíkt genabrottfall var marktækt algengara hjá konum sem áttu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.