Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1995, Síða 102

Læknablaðið - 15.01.1995, Síða 102
86 LÆKN ABLAÐIÐ 1995; 81 Gerðardómur Læknafélags íslands Ár 1994, laugardag 5. nóvember kl. 10.00 árdegis, kom Gerðar- dómur Læknafélags Islands saman í húsakynnum Læknafé- lagsins að Hlíðasmára 8 í Kópa- vogi. Dóminn skipuðu læknarn- ir Tómas Helgason, Gunnlaug- ur Snædal, SigUrsteinn Guðmundsson, Jónas Magnús- son og Guðný Daníelsdóttir. Fyrir var tekið málið nr. 2/1990: Kristinn P. Benediktsson gegn Bergþóru Sigurðardóttur og í því kveðinn upp svohljóð- andi d ó m u r: Með bréfi dagsettu 30. maí 1990 skaut sóknaraðili, Kristinn P. Benediktsson, fyrrverandi yfirlæknir Fjórðungssjúkra- hússins á ísafirði til gerðar- dómsins ályktun siðanefndar Læknafélags íslands frá 1. maí 1990 vegna erindis hans til siða- nefndar frá 1. febrúar 1990, en þar taldi hann, að varnaraðili, Bergþóra Sigurðardóttir, fyrr- um héraðslæknir og læknir við Fjórðungssjúkrahúsið, hafi í blaðagrein, sem hún ritaði í jólablað Bæjarins Besta á ísa- firði, hinn 18. desember 1989, viðhaft ummæli, sem feli í sér órökstuddar dylgjur um van- hæfni hans sem yfirlæknis FSÍ. Jafnframt telur hann ummælin kasta rýrð á alla starfsemi sjúkrahússins og því brjóta í bága við 10. gr. I. kafla og 1. gr. III. kafla Codex Edicus. Ummæli þau, sem sóknarað- ili telur að sér vegið með er eft- irfarandi málsgrein í greininni og einkum niðurlag hennar, sem hér er feitletrað: „Einar Hjaltason hafði drifið upp ábyrga þjónustu á gamla sjúkrahúsinu. Má það undrun sœta hve miklu þar var áorkað við tiltölulega ófullkomin skil- yrði. Sá stadall, sem þar liafði skapast, hefur því miður ekki haldist, og það sœttum við okkur ekki við.“ Pegar þetta var ritað hafði sóknaraðili verið yfiræknir sjúkrahússins í tvö ár og því skiljanlegt að hann tæki þessi ummæli, og þá sérstaklega þegar þau eru skoðuð ein sér, nærri sér og teldi þeim beint gegn sér. þegar hliðsjón er höfð af þeim umræðum og umfjöllun fjölmiðla, er fram höfðu farið um heilbrigðisþjónustu á ísa- firði og deilur lækna þar. Þetta er túlkun sóknaraðila á ummæl- unum og hugsanlega kunna fleiri lesendur greinarinnar að hafa metið hana á sama veg. Á hitt er þó einnig að líta, að nafn sóknaraðila er hvergi nefnt í greininni og það hitt, að varn- araðili starfaði sjálf við sjúkra- húsið, svo sem lesendur grein- arinnar máttu flestir vita. I inngangi greinarinnar kem- ur fram, að hún er skrifuð vegna „ánœgju sem fjölmiðlar hafa af að kjamsa á ólukku þeirri, sem núverandi lœknaskortur er og hefur fylgt því, að mœtir menn fóru af staðnum." í þessari grein, sem og grein sóknaraðila í Bæjarins Besta hinn 21. júní 1989 eru nafngreindir nokkrir læknar, sem hætt höfðu störfum á Isafirði. I lok áðurnefndar blaðagrein- ar sinnar spyr varnaraðili: „ Vilj- ið þið Vestfirðingar góðir verða afallri lœknisþjónustu, eða vilj- ið þið hjálpa okkur Geir að koma lœknisþjónustinni í það horf sem ríkti, er ég kom hér fyrst?“ Jafnvel þótt hin kærðu um- mæli séu skoðuð í ljósi þessarar spurningar og forsendna í álykt- un siðanefndar frá 10. nóvem- ber 1990, þá verður ekki séð þegar blaðagrein varnaraðila er lesin í heild, að framangreind- um tilvitnuðum ummælum hafi verið ætlað að kasta rýrð á þekkingu. hæfi eða störf sókn- araðila eða sýni „órökstudda vantrú á lœknisstarfi á sjúkra- húsum eða utan þeirra. “ Vegna áðurnefndra umræðna og deilna hefði þó verið við hæfi að héraðslæknir, varnaraðili í máli þessu, sneiddi hjá saman- burði og mannanöfnum í blaða- grein sinni. Gerðardómurinn telur sam- kvæmt framanrituðu og að öðru leyti með vísan til forsendna hinnar kærðu ályktunar siða- nefndar frá 1. maí 1990, að stað- festa beri hana. Á afgreiðslu rnáls þessa hefur orðið óhæfilegur dráttur. Gerð- ardómurinn telur því þörf eftir- farandi skýringa: Hinn 1. maí 1990 kvað siða- nefnd L.I. upp úrskurð í 5 ágreiningsmálum, sem skotið var til gerðardómsins, þar á meðal var framangreint ágrein- ingsmál, sem sóknaraðili skaut til gerðardómsins hinn 30. maí 1990. Þegar málskot þessi bár- ust gerðardóminum, hafði úr- skurði hans frá 29. apríl 1987 verið vísað til meðferðar hinna
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.