Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.01.1995, Page 109

Læknablaðið - 15.01.1995, Page 109
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 93 henni fælist ekki lýðræði. Hins vegar taldi undirnefnd stjórnar LÍ sem og meirihluti skipulags- og endurskoðunarnefndarinnar að virkt lýðræði væri betur tryggt við að hverjir 20 læknar gætu sent einn fulltrúa á aðal- fund. Með einstaklingsaðild yrðu aðalfundir LI nánast óhjá- kvæmilega einvörðungu í Reykjavík og ekki myndi létt fyrir rúmlega 200 lækna utan af landsbyggðinni að flykkjast til Reykjavíkur til að geta nýtt rétt sinn sem einstaklingsaðilar að LI. Lýðræðinu er enn frekar mætt með þeirri staðreynd að nú geta hverjir 20 læknar átt fulltrúa óháð svæðafélagi. Það leiðir nánast af fulltrúa- lýðræðinu og varðveislu svæða- félaganna að einstaklingsaðild að LÍ með nákvæmlega sama rétti og svæðafélaga-félaganna getur tæplega talist eðlilegt. Þó hafa nú þeir læknar sem einstaklingsaðild eiga að LI all- an sama rétt og aðrir læknar innan LI nema ekki kosninga- rétt eða kjörgengi til aðalfundar LI. Það hlutskipti verða menn þó að velja sér sjálfir og þá vegna þess að þeir telja sig ekki geta átt samleið með öllum læknum á ákveðnu svæði um sameiginleg málefni lækna. Erf- itt er að sjá að nokkur læknir þurfi að skynja sig svo settan. Á það var bent á aukaaðalfundin- um að ef allir læknar kysu að eiga einstaklingsaðild að LI hefði um leið enginn læknir kosningarétt eða kjörgengi til aðalfundar. Þessi ábending er auðvitað rétt og verði sú þróun hlýtur aðalfundur LÍ skipaður þeim fulltrúum sem þangað voru síðast kjörnir að breyta lögum félagsins þannig að ein- göngu sé einstaklingsaðild að LÍ. Þótt ekki sé jafnaðarmerki milli fulltrúalýðræðis og svæða- félaga er þó erfitt að hugsa sér annað en LÍ sem regnhlífasam- tök yfir deildum lækna. LÍ sem sameiginlegur vettvangur allra lækna getur ekki um leið eðli málsins samkvæmt verið stað- bundinn sameiginlegur vett- vangur hluta þeirra. Deildir allra lækna myndu verða með líkri dreifingu og nú á við um svæðafélögin og því er eðlileg- ast að viðhalda þeirri ríku hefð sem þau eru. Svæðafélög eru sameiginlegur vettvangur allra lækna á afmörkuðu svæði. Þau eru vettvangur fyrir umræðu um málefni sem varða alla lækna í heild eða á svæðinu sérstaklega. Þar gæti verið um að ræða sam- eiginleg kjaramál og þá einkum skipan þeirra í heild sinni - menntunarmál, menningar- og félagsmál og almennt skipulag og þróun í heilbrigðismálum. Að auki annast þessi félög al- mannafræðslu og eru þannig vettvangur út á við. Sérgreina- félög og starfsgreinafélög eða önnur félög lækna geta auðvitað unnið að svipuðum verkefnum en hljóta að verða á þrengri sviðum. Þau munu álykta um almenn mál út frá þrengra sjón- arhorni en svæðafélög og fræðslustarfsemi yrði einnig á afmarkaðra sviði. Reynslan er sú að sérgreina- og starfsgreina- félög og reyndar önnur félög lækna eru fyrst og fremst fræðsluvettvangur þeirra aðila sem í félaginu eru og til þeirra er vísað kjaraverkefnum í umboði heildarsamtaka lækna þó þau geti vissulega ályktað í eigin nafni. Til þess að tryggja þessa stöðu var í senn ákveðið að kosningaréttur og kjörgengi hvers læknis væri í svæðafélagi hans og að önnur félög lækna ættu ekki beina aðild að LÍ. Engu að síður er hinum stóru þeirra að minnsta kosti tryggt vægi á aðalfundi LÍ með því að meðlimir félaga lækna á lands- vísu geta flutt til þess félags at- kvæði sitt við kosningu fulltrúa á aðalfund LÍ. Með þessu er enn verið að tryggja lýðræðislega dreifingu áhrifa innan heildar- samtakanna. Auðvitað geta læknar séð á þessu þann kostu- lega annmarka að þar með séu félög sem ekki eiga beina aðild að LÍ að kjósa fulltrúa á aðal- fund LÍ. Hið rétta er hins vegar að með þessu er verið að tryggja stórum hópum lækna eðlileg áhrif á aðalfundi LÍ miðað við styrk en fulltrúarnir eru í raun frá svæðafélagi eða svæðafélög- um þar sem þeir fá rétt til síns atkvæðis. Með þessu eru skýrð þau við- horf sem liggja að baki þessum lögum. Kannski hafa engir átt- að sig betur á annmörkum og frávikum heldur en þeir sem mest hafa um þessar breytingar hugsað og að þeim unnið svo vikum og mánuðum skiptir. Reynt er að móta örlítið rás við- burðanna en ekki stöðva sjálfa þróunina. Ljóst er að lög LÍ verða fljótlega aftur endurskoð- uð að hluta eða í heild sinni og þá áfram fyrst og fremst með tilliti til þess hvort fleiri félög eigi beina aðild að LÍ og varð- veisla svæðafélaga liggi þá með- al annars í því að læknar eigi atkvæði á tveimur stöðum því ekki væri hægt að hugsa sér að- ild félags að LÍ með engum at- kvæðisrétti félagsmanna þar til kosninga og kjörgengis á aðal- fund LI. En landsfélög lækna þarfnast enn nánari skilgrein- ingar. Einstaklingsaðild hlýtur einnig að verða áfram til um- ræðu. Full ástæða er til að vænta þess að hin nýju lög feli í sér enn meiri jöfnuð og lýðræði en áður var og stuðli að frekari virkni lækna í samtökum sínum og styrki þannig innviði þeirra og efli þau út á við.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.