Ársrit Nemendasambands Laugarvatnsskóla - 01.05.1933, Síða 9
7
reglugerð send í alla hreppa sýslunnar. Átti skólinn að
vera á Eyrarbakka og veita móttöku 20 nemendum.
Laun skólastjóra skyldu vera kr. 1500.
Munu forgöngumenn málsins hafa faríð þess á leit
við Magnús Helgason, síðar kennaraskólastjóra, sem
þenna vetur var barnakennari á Eyrarbakka, að hann
tæki að sér stjórn skólans, ef til framkvæmda kæmi.
Það eru því full 50 ár síðan fyrsta tilraunin var
gerð til þess að endurreisa skóla á Suðurlandi. Og 46
ár liðu, þangað til byrjað var á byggingu héraðsskól-
ans á Laugarvatni, Virðist sá tími hafa verið æði lang-
ur, ekki sízt þeim unglingunum, sem þráðu tilsögn í
þeim undirstöðuatriðum, sem alþýðuskólanum var ætl-
að að veita. Þá var svo ástatt hér í sýslu, að þess var
hvergi kostur.
Þótt þessi fyrsta tilraun misheppnaðist, má fullyrða,
að ]æssi hreyfing hafði mikil áhrif á hugi æskumann-
anna víðsvegar um sveitir. Það sýnir meðal annars við-
leitni sú til alþýðufræðslu, er Jón Pálsson, fyrv. féhirð-
ir, beitti sér fyrir á Stokkseyri um og fyrir aldamótin.
— Ekki var skólahúsið reisulegt né hátt undir loft í
kennslustofunni, og lítið var til af kennsluáhöldum. —
Þó má fullyrða, að tilsögn þessi varð mörgum nám-
fúsum unglingnum til góðs og hið bezta veganesti í
lífsbaráttunni. Voru nemendumir eingöngu sjómenn
víðsvegar að, bæði úr Árnes- og Rangárvallasýslu og
fengu þeir þessa tilsögn milli róðra eða í landlegum.
Lá nú málið niðri þangað til 1907. Hafði á þessu
tímabili orðið margar og miklar breytingar í fram-
kvæmda- og hugsunarhætti þjóðarinnar. Ekki gætir
þessa hvað minnst í fræðslumálunum. íslendingar eru
að vakna til meðvitundar um gildi alþýðumenntunar
og uppeldis. Árið 1907 voru, sem kunnugt er, sett lög
um fræðslu barna hér á landi og skóli stofnaður til þess
að völ væri á hæfum barnakennurum. — Þetta var
stórt spor í áttina til aukinnar alþýðumenntunar, en