Ársrit Nemendasambands Laugarvatnsskóla - 01.05.1933, Blaðsíða 31
29
að börnunum sínum á slíkan stað til sumardvalar. Það
væri mikill munur á því að vita af þeim á slíkum stað,
eða berast stefnulaust og tilgangslaust eitthvað út í
buskann, þar sem enginn væri til að leiðbeina þeim eða
skýra fyrir þeim hlutina og þau kæmu verri en þau
fóru. — Víst er um það, að hérna er margt og mikið
gert til þess að skemmta unglingunum, sem hér dvelja
á sumrin, en þessi þarfa og góða hugsjón sr. Kjartans
er enn ekki komið í framkvæmd. En sú hugsjón hans
þarf að rætast og það sem fyrst.
Enn er málið tekið fyrir á sýslufundum beggja
sýslna árið 1925. Kaus sýslunefnd Árnessýslu þá 5
manna nefnd í málið. Þessir kosnir: Kolbeinn Guð-
nmndsson, Ágúst Helgason, Páll Stefánsson, Júníus
Pálsson og Jón Ögmundsson.
Þessi verkefni lágu fyrir nefndinni:
1. Að afla skólanum meira fylgis og fjárstyrks og
innheimta þegar gefin loforð.
2. Ákveða, ef til kæmi, skólastaðinn.
3. Vinna eftir megni að sem fljótustum og heppileg-
ustum framgangi skólamálsins. Þessi fimm manna
nefnd tók nú til starfa. Ferðaðist hún um og skoðaði
þá staði, sem menn höfðu helzt augastað á, svo sem
Reyki í Ölvesi, Laugarvatn og Hveraheiði.
Þá var og málið tekið fyrir á sýslufundi Rangár-
vallasýslu þetta ár. Á þeim fundi mætti Páll bóndi á
Ásólfsstöðum fyrir hönd Ámessýslu og lýsir því þar
yfir, að sýslunefnd Árnessýslu sé ákveðin í því að reisa
skóla í Ámessýslu. Var það vel, að Páll kvað upp úr
með þetta, því nógu lengi var búið að þvæla þetta mál
og teygja á allar hliðar til einkis gagns og því síður
sóma.
Ekki var gott hljóðið í sýslunefnd Rangæinga á
þessum fundi. Telur hún sér óviðkomandi loforð þau til
samskóla, sem safnað hafði verið í hreppunum áður.
Kom sú skoðun fram þama, að nú myndi fullreynt, að