Ársrit Nemendasambands Laugarvatnsskóla - 01.05.1933, Blaðsíða 78
76
vel, enda vævi nóg not fyrir kjallara undir þeim gangi,
svo sem og varð.
Mikið góðæri var um þessar mundir og bjartsýni í
framkvæmdum þjóðarinnar. Samvinna var góð í þing-
flokki Framsóknarmanna og stórhugur um að hrinda
áfram lengi vanræktum málefnum lands og þjóðar.
Fulltrúar verkamanna unnu þá að öllu samtöldu vel
saman við fulltrúa bænda á þingi, til gagnkvæmra
hagsmuna fyrir báðar stéttirnar.
Veturinn 1928—29 var undirbúið hið stóra framtak
að ljúka við meginbygginguna þá um sumarið. Málið
mætti stöðugri mótstöðu frá íhaldsflokknum og blöðum
hans. En á hinn bóginn óx málinu fylgi, og rétt er að
geta þess, að ýmsir af íhaldsmönnum, bæði á Suður-
landi og annarsstaðar urðu hrifnir af fegurð staðarins
og náttúrugæðum, og studdu málið í kyrþey. Fékk skól-
inn m. a. nokkrar gjafir frá einstökum mönnum úr
þeim hóp. En yfirleitt var mótstaða flokksins, þrálát,
ósanngjörn, og skilningslaus.
Þetta sumar voru byggðar fjórar ytri burstirnar á
Laugarvatni, gangurinn norðan við húsið og sundlaug-
in. Ennfremur var grafið fyrir væntanlegri sundlaug,
og hugsað til að gera undirstöðu hennar, svo að synda
mætti í henni á sumrin. En er þar var komið sögunni,
voru kraftar þrotnir um byggingarframkvæmdir. Nýja
sundlaugin bíður eftir næsta góðæri.
Skólagangurinn var eitt hið mesta vandaverk í nýju
byggingunni, af því að hann varð að vera nokkuð með
öðru sniði en meginbyggingin. . Auk þess var mikill
.vandi að fá eldhúsinngang í skólann, án þess að lýti
væru að. Tókst. húsameistara að leysa úr því vandamáli
með innganginn, svo að það mun mál manna, að það
sé með afbrigðum. Við húsameistari vorum báðir tölu-
vert hrifnir af hinum þýzk-finnska „jugend“-stíl í
byggingum, þar sem lögð er áherzla á lóðrétta línuna,
eins og í gotneskum stórhýsum miðaldanna. 1 þessum