Ársrit Nemendasambands Laugarvatnsskóla - 01.05.1933, Blaðsíða 174
172
í heimilislífinu, og eru eklci deildar skoðanir um það,
innan kennaraliðsins, að hún hafi borið verulega far-
sælan árangur, Héraðsskólarnir eru enn í bernsku,
þess vegna er afsakanlegt þó svipuð regla hafi hingað
til ekki verið rækt í þeim.
I útvarpserindi mínu (hinn 25. febr. s. 1.) drap ég m.
a. á ákvæði þetta. Varð ég þess síðar áskynja, að þessu
atriði út af fyrir sig, hafði verið veitt athygli og jafn-
vel sumum, sem lítið þekktu til skólans, flaug í hug,
að gripið hefði verið til þessa sem örþrifaráðs gegn ó-
reglu. Eru slíkt ágizkanir einar og láta þær hvergi
nærri sanni.
Þeir, sem um þetta mál vilja hugsa með sanngimi og
í fullri alvöru, mega gjarnan vita höfuðrök mín, er
fyrir þessari nýbreyttni liggja. Nemendur búa hér sam-
an í herbergjum, 3—8 í hverju um sig. Ef til vill
aðeins einn af herbergisfélögum vill sífellt hafa hjá sér
gesti og gangandi, sem trufla vinnunæði, valda óþæg-
indum og jafnvel óánægju meiri hluta nemenda, sem
kjósa ró og eiga fullan rétt til friðar á þessu einka-
heimili sínu. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að
þar sem margir tugir unglinga eru saman komnir í
skóla, finnast ávallt nokkrir þeirra á meðal, sem hneigj-
ast að aðgerðarleysisrölti á milli og er þeim ljúft að
leita sér dægrastyttingar í einu og öðru, sem er utan
við námsefnið. Eru þeir ístöðulitlir til lærdóms en
reiðubúnir til ærsla og óróa. Þessa tegund unglinga
þarf að stöðva með góðlátlegum reglum, sem vaxnar
eru upp af lifandi reynslu og grandgæflegri íhugun, og
benda þeim inn á þær leiðir, er mega verða þeim til
þroska og frama. Flestir nemenda fylla þann hóp, er
sönn prúðmenni mega nefnast, allan sinn dvalartíma í
skólanum, sílesandi og starfandi með opin augu og eyru
fyrir öllu góðu. Þeir þurfa hvorki aðhald, reglur né
leiðsögu í sambúðinni utan kennslustunda. Þeir stjórna
sér sjálfir. En þeir eiga eigi að síður kröfa til þess að