Ársrit Nemendasambands Laugarvatnsskóla - 01.05.1933, Blaðsíða 19
17
kostlegri breytinga og Ijyltinga en orðið iiafa síðan land
byggðist. Stóriðjur nútímamenningarinnar leita hingað til
vor. Véi' munum ekki vilja loka landinu fyrir þeim. En þá
þurfum vér jafnframt að gæta menningar vorrar og atvinnu-
vega í samkeppni við erlend öfl. Ekki höfum vér auðsafl til
þeirrar baráttu. Eina aflið, sem þar getur veitt oss yfirtökin,
er menningarþroski og vitsmunir sjálfra vor. En til þess að
þetta afl dugi oss, þurfum vér að leggja við það alla rækt.
Og dylst oss þá enn síður nauðsyn góðs alþýðuskóla fyrir
byggðarlög vor. Hinsvegar getum vér ekki vœnzt, að fá hrund-
ið þessu máli í horf, án fyrihafnar; enda búnast oss jafn-
aðarlegast l>ezt að því, sem vér höfum sjálfir eitthvað fyrir
haft. Múlsýslungar iögðu fram jörð og bú, ásamt skólahúsi,
til síns alþýðuskóla. þingeyingar hafa þegar hafið all-
myndarlega fjársöfnun til alþýðúskólastofnunar fyrir sýslur
sínar, og treystast eigi að fara þess á leit, að landið taki
skólann að sér, nema að þeir leggi sjálfir fram stofnféð að
mestu. Svo þurfum vér og ekki að vænta þess, að fjárveitinga-
vald Alþingis muni taka fullt tillit til óska vorra i skóla-
málunum, fyr en vér höfum sjálfir sýnt áhuga vorn í verki,
sýnt að vér viljum sjálfir einhverju fórna og á oss leggja,
til þess að málið komist í framkvæmd. Hinsvegar teljum vér
málinu borgið, ef vér sjálfir leggjum fram með frjálsum
samskotum all myndarlega fjárhæð í þessu augnamiði. Ein-
mitt þann veg, en á engan veg annan, leggjum vér þá sio-
ferðilegu skuldbindingu á AJþingi, að það muni ekki vísa
rnálinu frá sér.
Jfar eð oss er þetta ljóst, hefir oss Grímsnesingum hug-
kvæmst að gera dálitla tilraun i þessu efni, til að fá að vita
áhuga manna. Hafði hreppsnefndin, ásamt nokkrum áhuga-
mönnum, forgöngu málsins, og fékk til santvinnu ungmenna-
félag hreppsins, sem loitaði samskotanna. Tilraun þessi hefir
borið allgóðan árangur, i svo fámennri sveit, og hafa þegar
safnast rúmar 6 þúsundir króna til skólans, er verða lagðar
í sjóð til ávöxtunar, undir stjórn hreppsnefndar fyrst um
sinn. Jíykir oss tilraunin hafa sýnt, að „nokkuð mó ef vel
vill“, og þar sem á Suðurlandsundirlendinu eru yfir 30
hreppar, og sumir mjög fjölmennir, þá er það sýnt, að of-
vaxið er það ekki, að leggja á þennan hátt fram svo mikið
fé, að um geti munað.
Fyrir því leyfum vér oss, um leið og vér skrifum öllum
hréþþsnefndum hér á Suðuiiandsundirlendinu um þetta mál,
einnig að snúa oss til hreppsnefndarinnar í ............
2